Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 34

Freyr - 01.07.1937, Blaðsíða 34
128 F R E Y R Fyrirmæli, um fjallskil, fjárrekstra, fjárflutning og um ráð- stafanir á sýktu og grunuðu fé í leitum og rétt- um, til varna gegn útbreiðslu borgfirzku sauðfjár- veikinnar. 1. gr. Fyrirmæli þessi ná til allra sýslna á vestur- hluta landsins frá Eyjafjarðarsýslu að Vestur- Skaftafellssýslu, að Vestf jarðakjálkanum undan- skildum. í fyrirmælum þessum eru héruðin aust- sn Héraðsvatna og Þjórsár, Gullbringu- og Kjós- arsýslu ásamt héruðum vestan Olfusár og Sogs, Snæfells- og Hnappadalssýsla og Dalasýsla norð- an girðingarinnar milli Hrútafjarðar og Hvamms- fjarðar, ásamt þeim hluta Hörðudals, sem er inn- an varnargirðingar, talin ósýkt svæði. Héruðin milli Blöndu og Héraðsvatna, Þjórsár og Ölfusár, Hvítár og Brúarár eru talin grunuð svæði. Önn- ur héruð eru talin sýkt. 2. gr. Hrepsnefndum á ofannefndum svæðum er skylt að haga fjallleitum og réttum í samráði við hlut- aðeigandi sýslufulltrúa. 3. gr. Hreppsnefndum er skylt, ef þörf krefur, að breyta út af f jallskilareglugerðum í samráði við tða eftir tillögum sýslufulltrúa. Verði ágreining- ur milli hreppsnefnda og sýslufulltrúa, skal hreppsnefnd hlíta fyrirmælum sýslufulltrúa, þang- að til úrskurður framkvæmdarstjóra sauðfjár- veikivarnanna er fenginn. 4. gr. Hreppsnefndum er skylt að hafa til sérstakan og vel einangraðan dilk við hverja rétt, til þess að draga í allt fé, sem sýkingu eða óeðlilega mæði sér á. Skal fé þetta rekast til slátrunar beint úr réttinni, án þess að það hafi samgang við annað fé. Kostnaður við þann rekstur jafnast niðui' með Öðrum fjallskilum. 5. gr. Fé af sýktu svæði, sem finnst í réttum eða við beimasmalanir á grunuðu svæði, og' fé á ósýktu svæði,af grunuðu eða sýktu svæði, er skylt að ein- angra, og skulu hreppstjórar sjá um að ráðstafa fé því tafarlaust til slátrunar. 6. gr. Verði breytingar á leitum og réttum skulu við- komandi hreppsnefndir tilkynna það öðrum hreppsnefndum, sem hagsmuna eiga að gæta í því sambandi, með nægum fyrirvara. 7. gr. Hreppsnefndum er heimilt, í samráði við sýslu- fulltrúa, að fyrirskipa að fé úr hreppum þeirra, sem fyrir kemur í útréttum á eða nálægt sýktum og grunuðum svæðum, sé ráðstafað til slátrunai' 'beint úr réttunum. 3. gr. Fjárrekstrum af sýktum og grunuðum svæð- um, sem fara þarf með yfir heilbrigð svæði, — og leyfðir hafa verið af framkvæmdarstjóra, — skal hagað eftir fyrirmælum sýslufulltrúa, raem til- nefnir rekstrarstjóra. Stranglega er bannað að reka saman í bæjarrekstrum, eða rekstrum milli rétta, heilbrigðar kindur og þær, sem lasleika sér á. 9. gr. Brot á ákvæðum þessum varða allt að 10000.00 kr. sektum. Með mál út af slíkum brotum skal far- ið, sem almenn lögreglumál. Fyrirmæli þessi staðfestast hérmeð samkvæmt lögum nr. 12, 12. maí 1937, um varnir gegn út- breiðslu borgfirzku sauðfjárveikinnar til þess að öðlast þegar gildi og birtast til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 17. ágúst 1937. . Eysteinn Jónsson. \ / Páll Pálmason. Sauðfjárræktarráðunauturinn, Halldór Pálsson dvelur nú í Englandi, en hans er von heim snemma í september, og dvelur þá heima hér fram i nóvembei'. Hefir hann beðið Frey, að skila því til bænda, er eitthvað vildu til hans leita nú í haust, að gera það helst meðan hann er hér á landi. Bréf til hans má senda í Búnaðarfélag Islands. Athugið, bændur góSir, og aðrir, sém fái<S blaS- i<S, að útgáfa þess eSa ekki, getur oltiS á því, hvort þici standitS í skilum viS þatS! ísafoldarprentsmitSja h.f.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.