Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2004, Page 32
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhrmginn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða
er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090
SKAfTAHLÍÐ 24 105 REYKJAVÍK[STOFNAÐ 1910 ] SÍMI550 5000
• íslenska landsliðið í
handknattleik búið að skip-
ta um styrktarað-
ila og leikur liðið
nú undir merkjum
Kaupþings-Bún-
aðarbanka en ekki
Landsbankans.
Líta margir svo á
að KB-bankinn hafi nú líka
keypt landsliðið. Hand-
knattleiksforystunni fannst
sem áhugaleysi væri komið
upp hjá Landsbankanum
og sneri sér því til Sigurðar
Einarsson og hans manna í
KB-bankan-
um. Þar sáu
menn strax
tækifærið í
væntanlegum
dýrðarljóma
handboltans
og skrifuðu undir feitan
samning. Þegar topparnir í
Landsbankanum fréttu svo
af þessu varð uppi fótur og
fit því þar höfðu lægra sett-
ir og sjálfumglaðir banka-
starfsmenn á neðri hæðum
tekið þessa ákvörðun án
samráðs við BjörgólfGuð-
mundsson og félaga. Eiga
þeir nú ekki sjö dagana
sæla í bankanum og hefur
verið sagt að skammast
sín...
Þetta er dýrara en
á mynd Hrafns!
/
Aðgöngumiði
á 29.800 krónur
í Háskólabíói
„Þeir eru rándýrir þessir íyrirles-
arar sem eitthvað vit er í,“ segir
Sverrir Bernhöft sem undirbýr komu
fyrirlesarans Dennis Kimbro hingað
til lands á vegum Stjórnunarfélags-
ins. Aðgöngumiðinn á fyrirlestur
Kimbro kostar tæpar 30 þúsund
krónur og verður haldin í Háskóla-
bíói í byrjun næsta mánaðar. Ef
uppselt verður þá mun þessi dagur i
Háskólabíói velta um 30 milljónum
króna þar sem kvikmyndahúsið tek-
ur þúsund manns í sætir. „En við
búumst nú ekki við nema 2-300
manns,“ segir Sverrir Bernhöft.
Doktor Dennis Kimbro byggir
kenningar sínar um velgengni
manna á bókinni Think and Grow
Rich eftir Napoleon Hill sem Kimbro
endurskrifaði og hefur selt í 20 millj-
ónum eintaka. Auk þess er Kimbro
höfundur bókarinnar What Makes
the Great Great.
Dennis Kimbro þykir einn snjall-
asti fyrirlesari samtímans þegar
kemur að kenningum um hvernig
ná eigi árangri í lífinu hvort sem um
er að ræða í veraldlegum skilningi
eða andlegum. Eftir honum hafa
verið hafðar fleygar setningar, eins
og : „Allir sem njóta mikillar vel-
gengni horfa á valkosti í stað þess að
vera með afsakanir." Og svo þessi:
„Menntun þinni á ekki að ljúka þeg-
Þrjár tegundir eru nú fáanlegar:
Lambakjöt í karrýsósu
Lambakjöt í drekasósu
Lambakjöt í tapenadesósu
Dennis Kimbro - dýr fyrirlesari Hvetur
fólk til að stiga sigurvisst út i óvissuna
ar þú útskrifast úr skóla. Þeir sem
standa í fremstu röð eru stöðugt að
læra.“ Og líka: „Flestir sætta sig við
alltof lítið í lífinu í leit sinni að ör-
yggi. En besta öryggið er að eltast við
drauma sína. Eina leiðin til að finna
tilgang lífs þíns er að brjótast út úr
þægindahringnum og stíga sigurviss
út í óvissuna."
Þrátt fyrir hátt verð aðgöngumiða
á fyrirlestur Dennis Kimbro er boðið
upp á afsláttarkjör og geta menn
fengið tvo miða fyrir einn auk þess
sem sækja má um styrki til verka-
lýðsfélaga eða vinnuveitenda: „Það
er alls konar fólk sem sækir svona
fyrirlestra. Sjálfur fór ég fyrir fjölda-
mörgum árum á einn og hann breyt-
ti lífi mínu og rekstri fyrirtækis míns
algerlega," segir Sverrir Bernhöft.
Hvort sem ætlunin er að elda góða
bragðmikla máltíð á 10 mínútum,
eða gera veislumat úr góðu
hráefni, þá eru pottréttirnir
frá Goða rétta valið.
Atram veginn Hnmbnrg-
arnbúlia Tómasar
„Ég ætla að opna 14. mars en þá
verða nákvæmlega 23 ár liðin frá því
ég byrjaði með Tommaborgara á
Grensásveginum," segir Tómas
Tómasson veitingamaður sem er
aftur kominn í hamborgarana. Nú á
gömlu hafnarvoginni við Geirsgötu
1 þar sem áður var kaffistofa hafnar-
verkamanna. Húsið hefur gengið
undir nafninu Skeifan og staðið autt
um árabil. Það er byggingarsöguleg
perla, teiknað af Einari Sveinssyni
borgararkitekt sem meðal annars
teiknaði heilsuverndarstöðina við
Barónsstíg. „Staðurinn á að heita
Hamborgarabúlla Tómasar og þetta
verður dálítið amerískt," segir
Tómas.
Skeifan við Geirsgötu er ekki
nema 55 fermetrar að flatarmáli; í
raun ekki annað en stórt eldhús
með 16 stólum við glugga og fáein
borð. Þarna ætlar Tómas að steikja
borgara eins og honum er einum
lagið enda hefur hann sannað það
með Tommaborgurum sínum að
fáir kunna betur til verka á því sviði
en hann. Og hann eldsteikir þá eins
og tíðkast á öllum betri veitinga-
stöðum í Bandaríkjunum.
„Galdurinn við góðan hamborg-
ara er einfaldlega að vera með fyrsta
flokks nautakjöt og hóflega fitu-
sprengt. Svo er bara að elda með
kærleika og setja sálina í þetta. Svip-
að og þegar maður hellir upp á
könnuna af alúð,“ segir Tómas sem
síðast kom að veitingarekstri í Kaffi-
brennslunni við Pósthússtræti.
Þann stað seldi hann fyrir hálfu
öðru ári: „Síðan hef ég verið að litast
um, datt svo niður á þennan mögu-
leika. Húsið er skemmtilegt og stað-
setningin góð. Annað þarf ég ekki,“
segir Tómas á Hamborgarabúllunni
í Skeifunni við Geirsgötu.
Tómas við Skeifuna Alltsem þarf er kærleik-
ur við steikinguna og góð staðsetning. Með
honum er Örn Hreinsson meðeigandi.