Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Page 22
22 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 Fókus DV Karlmenn virðast hafa einstakt lag á að klæða sig eins og hálfvitar; alltof margir í það minnsta. Örfáir standa upp úr og komast sómasamlega frá sínu. En sitt sýnist hverjum, eins og kom í ljós þegar DV leit- aði til nokkurra þekktra kvenna sem vita hvað þær syngja þegar kemur að þessum málum. Sumir karl- menn lentu reyndar í báðum flokkum, sem best og verst klæddu, en á endanum varð niðurstaðan ótví- ræð. Tíu karlar sköruðu fram úr í hvorum flokki og eiga að mati álitsgjafanna skilið að teljast annað hvort með best eða verst klæddu körlum landsins. /O Áar/as^ / 2 Þorgrímur Þráinsson Hann er að nálgast flmmtugt en lítur út fyrir að vera tvítug- ur. Hann er alltaf smart og snyrtilegur til fara,“ sagði sú fyrsta. „Svo er hann svo unglegur, kannski af því hann reykir ekki," sagði önnur. „Já, mér finnst hann bera aldurinn vel í klæða- burði." Þorgrímur er þekktur fyrir að hugsa vel um útlitið og vera alltaf hreinlegur. Hann er vel að því kominn að teljast einn af þeim tíu sem best eru klæddir. 3 4 Frosti Logason „Mér finnst hann flottur rokkari og svo er hann Levi’s gæi,“ var látið fiakka um Frosta. „Svo er hann lfka geðveikislega flottur í leðurbuxunum sfnum, sagði önnur. „Menn íleðurbuxum eru sexí.“ „Hann er líka svo sætur við stelpur að það skemmir ekki fyrir honum." „Hann er skemmtilega rokkuð týpa sem kann að klæða sig töff.“ „Það góða við hann er að hann lætur þetta rokklúkk vera,“ sagði ein sem var mjög ánægð með Frosta og var alveg sammála því að hann væri líka helvíti myndarlegur. s I ó' Þórhallur Gunnarsson Klassíski maðurinn að þessu sinni er Þórhallur. ',Mér finnst hann klassískur og alltaf svo smart og snyrtilegur," sagði sú fyrsta. „Hann kann að klæða sig og gerir það vel," sagði önnur. „Já, samt er henn frekar venjulega klæddur en lítur alltaf vel út. Hann má eiga það,“ sagði ein af álitsgjöfunum okkar. Klassískur var orð sem kom reglulega upp þegar Þórhallur var nefndur á nafn og á svo sannarlega heima í þessari upptalningu. 7 Sölvi Snær Magnússon „Mér finnst hann rosa töffari og Idikkar aldrei í klæðaburðinum og svo þorir hann að vera hann sjálfur." Sölvi er einn eigenda tísku- verslunarinnar Retro og hefur í gegnum tíðina verið álitinn smekkmaður. „Ég meina, menn sem vinna í fataverslun. Er annað hægt en að vera smart?” spurði ein sem var alveg sammála því að Sölvi ætti heima á þessum lista. „Einmitt skemmtilegt þegar menn klæða sig kasjúal eins og hann gerir," sagði önnur. Sölvi lifir og hrær- ist í tfskunni þannig að hann er alltaf smart og veit hvað er í gangi í tískuheiminum. Björgólfur Thor Björgólfsson „Hann á það alveg til að vera gæi í kúreka- skóm og snákaskóm, svona James Bond týpa,“ voru yfirlýsingar sem látnar voru falla um Björgólf. „Hann er smekklega klæddur og hann á líka nóg af peningum til að kaupa sér flott fót," sagði önnur. „Svo finnst mér hann virðulega klæddur fyrir viðskiptalífið og er greinilega í mjög vönduðum fatnaði." Þær voru allar sammála um að hann ætti vel heima á þessum lista og var einróma samþykkt að hann væri flottur. „Það væri gaman ef hann sýndi meira af dýrinu í sér," lét ein flakka. Árni Páll Hansson Týpan sem er ckki alltaf í blöðunum og það eru oftast flottustu týpurnar. „Hann er ekki þræll tískunnar en alltaf flottur með sinn stíl. Á fullt af flottum leðurjökkum og flotta strigaskó og gallabuxur. Hann vill greinilega ekki vera of áberandi og kaupir sér þess vegna ekki mikið af tískufötum," sagði ein þegar hann var nefndur á nafn. „Mér finnst hann líka smart og hann er þeirri stöðu að þurfa að eiga mikið af hlýjum ' útivistarfötum og þá er ekkert verra að þau séu ílott," sagði sú næsta. „Já, skemmtileg týpa sem blandar tískunni vel saman." Eiður Smári Guðjohnsen „Hann er töff en klæðir sig kannski ekki eftir sinni eigin sannfæringu, gæti ég trúað," sagði ein um helsta fótboltakappa okkar íslendinga. „Hann er svona tilbúinn sætur og getur Idætt sig eins og hann vill enda á hann nóg af peningum. Gæti jafnvel farið inn í Dolce&Gabbana og látið dressa sig upp frá toppi til táar." „Hann er töff týpa sem kann að klæða sig á snyrtilegan hátt og heldur kúlinu," sagði ein. „Já, hann er mjög snyrtilegur," sagði önnur. Eiður er vel að þessu vali kominn enda mjög huggulegur ungur mað- Magnús Scheving „Hann klæðir sig í fiott föt. Það er bara stað- reynd." „Nákvæmlega," samsinnti önnur. „Mæðir sig eftir veðri og tilefni og er alltaf flott- ur, sama hvar hann er. Hann þorir að skipta um stíl og það er nokk sama í liverju hann er. Það fer honum allt vel og hann nær því meira að segja að vera sexí í íþróttaálfsbúningnum sínum. Stelpurnar eru mjög ánægðar með Latabæjar- manninn okkar fslendinga og er hann alltaf smart til fara. „Hann er töff týpa sem á auðvelt með að skarta hinum ýmsa ldæðnaði." Jón Kaldal „Hann er alltaf mjög flottur. Hann er svona kasjúal týpa sem kann að velja sér klæðnað eftir því sem við á,“ sagði sú fyrsta um Jón þegar hann var nefndur á nafn. „Já, mjög töff strákur," sagði önnur. Gallabuxur, jakki og trefill virðist sem sagt virka fínt hjá þessum álitsgjöfum okkar. Sem finnst hann í flottum hversdagsfötum þótt það séu ekki endilega neih þekkt merki. „Merkin skipta engu þegar kemur að fatavali ef maður' veit hvað maður er að gera," hélt ein stelpnanna áfram. Jón er talinn ganga mjög huggulega til fara og kemur því sterkur inn í þetta skipti. Þessir voru líka nefndir: Jóhannes Ásbjörnsson, Idol-kynnir, Bjarni Benediktsson alþingismaður, Svavar Örn tískulögga, Gísli Örn Garðarsson (hinn ís- lenski Beckliam, með listakeim), Björgólfur Takefusa knattspyrnumaður og Kormákur Geirharðsson veitingamaður. Friðrik Weisshappel Sjónvarpsmaðurinn og smiðurinn Friðrik vill oftar en ekki enda á sambærilegum lista. „Hann er eins og hann er og klæðir sig alltaf smart," sagði einn álitsgjafanna. „Já, hann er maður sem kann að klæða sig," samsinnti sú næsta. „Mér finnst hann flott klæddur en samt ömurleg týpa," sagði önnur. „Mér finnst hann klæða sig skemmtilega og hann veit hvað hann vill. Og svo er hann alveg óhræddur við að sýna sig í því sem honum finnst flott." Það er greinilegt að stelp- urnar hafa sína skoðun á Frilcka en smekklegur er hann, drengurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.