Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Qupperneq 23
DV Fókus
. \ \ HUÖKOftKr> '
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004 23
/O oe/ss/ /{/ϒ/i/u
Aai*iaf^ la/UMÍnsy
/
2
Ögmundur Jónasson
Alþingismaðurinn fellur ekkert sérstaklega í
kramið hjá stelpunum hvað klæðaburð varðar.
„Hann er hræðilegur og hann ætti að slaka að-
eins á með að kaupa öll sín föt hjá Guðsteini,"
sagði ein. „Mætti kannski skerpa litina aðeins.
Hann er svo oft í einhverjum jarðlitum og vín-
rauðu. Hann ætti kannski bara að fara í dekkri
liti. Þá frekar í dökkbrúnt og blátt að mínu
mati,“ vildi ein segja um Ögmund. „Maður má
alveg vera í bláum fötum þótt maður sé vinstri-
sinnaður, er það ekki stelpur?" spurði hún.
4
JóhannesJónsson
„Hann er bara eins og nýstaðinn upp úr rúminu
þegar maður sér hann,“ sagði ein. „Hann er skemmti-
lega öðruvísi," sagði önnur. „Hann mætti alveg gyrða
sig en maður fær það á tilfinninguna að hann eigi það
eftir,“ sagði sú þriðja sem hafði skoðanir á Jóhannesi.
„Ég hugsa að hann sé maður sem þarf að stússast mik-
ið og virðist því alltaf vera f vinnugallanum." Þær virð-
ast vera nokkuð sammála um að Jóhannes eigi vel
heima á þessum lista og þarfnist nokkurrar lagfæring-
6'
Hrafn Gunnlaugsson
„Mér flnnst hann bara hræðilegur og vil ekk-
ert segja meira um það,“ sagði einn álitsgjaf-
anna okkar. „Já, það er alveg spurning um að
hneppa einni tölu, sem gæti gert gæfumuninn.
Þó kannski aldrei lagað slysið sem liann er,“
sagði sú næsta. „Hann er alltaf svo sjoppulegur,
greyið maðurinn," samsinnti þriðji álitsgjafinn
þeim kynsystrum sínum. Hrafn virðist ekki vera
með fataskápinn sinn alveg á hreinu og ætti
kannski að taka aðeins til í honum.
Steingrímur J. Sigfússon
Hann fékk viðurnefnið krútt en samt talinn I
hræðilega til fara. „Hann er svona þessi týpíski j
bóndi sem maður finnur lengst úti f sveit,":
sagði ein sem er ekki par hrifln af fatastefnu
Steingríms. „Já, hann mætti alveg losa sig við
eítthvað af þessum grænu skyrtum sínum,“ hélt
önnur áfram. „Svo á hann aðeins of mikið af ull-1
arjökkum og mætti alveg losa sig við nokkra og
færa sig í önnur efni að nn'nu mati,“ sagði sú þriðja sem eitthvert álit hafði
á stjórnmálamanninu. Þó að tweed endist vel er það ekki málið f dag.
S
7
s
Skjöldur Mio Eyfjörð
„Ef hann dytti á þessum buffalo
bomsum myndi hann hálsbrotna. Sem er
kannski ekki það versta þar sem fötin eru
ömurleg," sagði einn álitsgjafinn sem er
ekki ánægður með fataskáp Skjaldar þótt
stór og vígalegur sé. „Hann er soldið
sorglegur en fær plús fyrir að þora,“ sagði
sú næsta sem var þó alveg á sama máli.
Skjöldur er þannig maður að hann á auðvelt með að vera öðruvísi
en fólk er flest og þorir að vera hann sjálfur. Af hverju það fellur ekki
í kramið hjá stelpunum veit enginn en eins og áður sagði fær hann
plús í kladdann fyrir£ að þora og koma með sniðugar hugmyndir.
Jón Jósep Snæbjörnsson
Upphandleggsvöðvar söngvarans fara eitt-
hvað fyrir brjóstið á álitsgjöfunum okkar. „Ég er
orðin voða þreytt á að sjá hann með bera upp-
handleggsvöðvana hvar sem hann kemur,"
sagði ein stelpan. „Mér flnnst að þótt hann sé
að leika í Grease og sé £ hlýrabolum þar, þá
megi hann alveg láta þá vera í þessum mynd-
böndum. Venjulegur bolur væri kannski góð til-
breyting fyrir þennan annars frábæra söngv-
ara,“ sagði önnur. Jónsi er vinsæll söngvari og í
einni af fremstu liljómsveitum landsins en svo virðist sem hann eigi í erf-
iðleikum með fötin sín ef marka má það að hann er á þessum lista.
Fjölnir Bragason
Fjölnir er betur þekktur sem Fjölnir tattoo.
„Hvað er með þennan hlýrabol?" spurði ein. „Ná-
kvæmlega! Það að ganga upp Laugaveginn í sama
svarta Filýrabolnum í 20 stiga frosti er algjört
törnoff," sagði önnur. „Já, ég er sammála, mér
finnst hann hrikalega hallærislegur í þessum
hlýrabolum sínum. Þeir eru bara alveg off.“ stúlk-
urnar hafa greinilega ákveðnar skoðanir á hlýra-
bolum. „Hann ætti bara að setja á sig fleiri tattoo
og sleppa því að vera í fötum. Kannski bara í leð-
urbuxunum og tattúerðar að ofan, það væri
ábyggilega flott," sagði annar álitsgjafi og hló.
Hilmir Snær Guðnason
„Hann hefur greinilega engan smekk," sagði
einn álitsgjafanna þegar nafn leikarans barst í tal.
„Bleikar prjónapeysur eru ekki málið, sama hvað
hann heldur," hélt hún áfram. „Svona sætur
strákur mætti nú alveg klæða sig smekklegar,"
sagði önnur sem var alveg sammála þeirri fyrstu
sem tjáði sig um Hilmi. „En leikarar eiga það til að
vera svolítið druslulegir og sjúskaðir,“sagði ein
sem hélt jafnvel að ástæðan fyrir því gæti verið sú
að leikarar hefðu ekki há laun.
Björgólfur Guðmundsson
„Hann klæðir sig eins og hann vilji að allir
viti að hann eigi peninga," var skoðun eins
álitsgjáfans okkar. „Mér finnst eins og margir
fullorðnir menn sem vinna mikið með peninga
eigi mörg eins jakkaföt," sagði önnur stelpn-
anna. „Hann mætti vera með fjölbreyttari stfl,
hann á það til að vera alltaf eins.“ Með þeim
orðum að hann sé alltaf eins kom eitt gott ráð
frá einni: „Hann má alveg gefa þetta gula bindi
til Rauða krossins." Eins og Björgólfur er nú klár
maður virðist hann að þeirra mati ekki vera
með tískuna á hreinu, enda kannski engin
ástæða til.
Alitsgjafar okkar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
„Hvað er með þennan svarta bol sem hann
er alltaf í?“ sagði ein sem er ekki hrifin af stfln-
um hans „Hannesar". „Oj, hann mætti alveg
kíkja á skyrtur og eitthvað til að breyta aðeins
til. Hann er alltaf eins," sagði sú næsta sem var
alveg sammála þeirri fyrstu. Eitthvað fellur
hann ekki í kramið hjá dömunum að þessu
sinni. En ef hann keypti sér skyrtur eða eitthvað
nýtt til að klæðast er aldrei að vita nema vin-
sældir hans ykjust.
Þessir voru líka nefndir
Þessir voru líka nefndir: Össur Skarphéð-
insson (þótt hann sé hættur að nota slauf-
una), Krummi í Mínus (leðurbuxur og
kúrekastígvél ganga ekki upp árið 2004), Jói
Fel (mætti róa sig á þröngu bolunum), Sig-
mundur Ernir Rúnarsson, Sigurjón Kjart-
ansson, Auðunn Blöndal á Popptíví og Fjal-
ar Sigurðarson í íslandi í bítið.