Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2004, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 2004
Fókus DV
Thadd Mize óttaðist fyrrum tengdafjölskyldu sína. Hann reyndi að haga fundum með börnum sínum
tveimur þannig að öryggið væri í fyrirrúmi. Það gekk ekki eftir.
f
I„Þau náðu honum, er það ekki1
Hann reyndi að segja ykkur hversu
hættuleg þessi fjölskylda væri en
þið vilduð ekki trúa honum
<ÍC*
Ungur og hamingjusamur! Thadd Mize vissi ekki hversu mikið pakk tengdafjölskyldan var.
Thadd Mize, ungur tveggja barna
faðir, ók sem leið lá í gegnum North-
land-útverfið í Kansasborg í Banda-
ríkjunum síðdegis 12. september
árið 2001. Á meðan hann ók spjall-
aði hann við unnustu sína, Jennifer,
í farsímann. Thadd var glaður í
bragði en skyndilega breyttist tónn-
inn í röddinni og hann sagði Jenni-
fer að honum sýndist að sér væri
veitt eftirför - lítill sendibíll nálgað-
Sérstæð sakamál
ist óðfluga. Jennifer fylltist þegar í
stað skelfingu og ekki batnaði
ástandið þegar Thadd sagði henni
að hann þekkti fólkið sem væri að
elta hann. Sendibíllinn var nú kom-
inn alveg upp að bifreið Thadds. „Ég
hef rétt fyrir mér Jennifer, þetta eru
þau!“
Það næsta sem Jennifer heyrði
voru skothvellir og hróp Thadds.
„Guð minn almáttugur, ég hef verið
skotinn! Hann hæfði mig, hjálp!"
Thadd reyndi að halda bflnum á veg-
inum á meðan honum blæddi út og
unnusta hans, sem er hjúkrunar-
fræðingur, heyrði síðustu orð hans;
hann sagði henni hverjir væru í bfln-
um og hver hefði skotið sig.
Stormasamt hjónaband
Jennifer beið ekki boðanna og
kallaði þegar í stað á sjúkralið. Sjálf
fór hún út í bflinn sinn og ók á ofsa-
hraða í hverfið þar sem Thadd hafði
verið staddur. Hún sagði síðar:
„Hann sagðist vera á 68. götu. Ég
spurði hvort allt væri í lagi en rödd
hans fjaraði smám saman út.“
Jennifer fann unnusta sinn eftir
stutta leit. Hann lá meðvitundar-
laus fram á stýrið. Hann var með
veikan hjartslátt en þegar sjúkralið
kom á vettvang hafði hjarta hans
hætt að slá.
„Hann var góður
drengur og hans
einu mistök voru að
kvænast inn í vonda
fjölskyldu."
Þegar lögreglumenn heimsóttu
móður hans skömmu síðar vissi hún
í hvaða erindagjörðum þeir voru.
„Þau náðu honum, er það ekki?
Hann reyndi að segja ykkur hversu
hættuleg þessi fjölskylda væri en þið
vilduð ekki trúa honum. Enginn
vildi aðstoða hann og nú er það of
seint," sagði móðir Thadds.
Thadd var 28 ára þegar hann lést.
Hann hafði nýlega skilið við konu
sína, Chrystu, og var að byggja líf sitt
upp á nýtt. Hjónabandið hafði verið
stormasamt í meira lagi og einkum
hafði sambandið við tengdaforeldr-
ana, Jimmy og Brendu Williams,
verið slæmt. Jimmy og Brenda áttu
að baki langan sakaferil. Þau höfðu
nokkrum sinnum orðið gjaldþrota
og sætt rannsókn vegna fjársvika og
tryggingasvindls. Fyrr um daginn
höfðu þau lýst sig gjaldþrota í ijórða
sinn.
Thadd hafði hins vegar átt nota-
lega stund með sonum sínum, 4 og 8
ára, og boðið þeim á uppáhaldsveit-
ingastað þeirra, MacDonald’s. Að
máltíðinni lokinni ók hann með
drengina á bflastæði verslunarmið-
stöðvar í grenndinni þar sem móðir
þeirra átti að sækja þá. Thadd og
Chrysta höfðu gert með sér sam-
komulag um að hittast ávallt á opin-
bemm stöðum enda sambandið afar
stirt. Thadd beið góða stund en loks
kom systir Chrystu og sótti drengina.
Um leið og drengirnir vom úr
augsýn hringdi Thadd í Jennifer en
þau höfðu að reglu að tala saman
sem oftast þegar samskipti við fyrr-
um tengdafjölskyldu voru annars
vegar. Samtalið hafði staðið nokkra
stund og Thadd keyrt góðan spöl
þegar áfallið dundi yfir.
Fylgst með Chrystu
Thadd og Chrysta áttu í miklum
fjárhagserfiðleikum allan tíman sem
þau voru gift. Þau urðu gjaldþrota
árið 1998. Á sama tíma stunduðu
tengdaforeldrarnir það að svíkja fé
út úr tryggingafélögum. Þrátt fyrir að
Thadd fengi lögskilnað frá konu
sinni í nóvember 2001 héldu vanda-
málin tengd fjölskyldu hennar
áfram að hrella hann. Harðar deilur
komu upp varðandi umgengnisrétt
hans við drengina og Jimmy ógnaði
Thadd með byssu oftar en einu
sinni. Lögreglan sýndi málinu engan
áhuga.
Jimmy og Brenda vom handtekin
vegna morðsins á Thadd í janúar
2002. Jimmy var ákærður fyrir morð
að yfirlögðu ráði en Brenda fyrir
morð af annarri gráðu. Þau voru
hneppt í gæsluvarðhald. Chrysta
flutti með synina til Oklahoma en
lögregla fylgdist áffam grannt með
ferðum hennar.
Ekki leið á löngu þar til lögreglan
komst að því að Chrysta hafði haft
ástæðu til að koma fyrmm eigin-
manni fyrir kattarnef. Það kom á dag-
inn að fáeinum vikum eftir skilnað-
inn hafði Chrysta, í samvinnu við for-
eldra sína, falsað undirskrift Thadds
á umsókn vegna líftryggingar. Sam-
kvæmt skilmálum tryggingarinnar
áttu 150 þúsund dalir að renna til
Chrystu við dauða Thadds.
Skjölin höfðu hins vegar borist
Thadd. Hann hringdi þegar í stað í
tryggingafélagið og afpantaði líf-
trygginguna. Þetta var nokkmm
stundum áður en hann var myrtur.
Góður drengur sem
gerði mistök
Lögreglan komst svo að því að
Thadd hafði sagt Chrystu sama dag
að henni yrði ekki kápan úr því
klæðinu að ná út tryggingunni£,
hann væri í þann mund að afpanta
hana. Chrysta hringdi þá í foreldra
sína og sagði þeim allt af létta.
Brenda og James sáu að þau máttu
engan tíma missa og ákváðu að elta
Thadd frá þeim stað þar sem synirn-
ir yrðu sóttir. Brenda sat við stýrið
og James var með byssuna tilbúna.
Þau vissu ekki þá að tryggingin hafði
þá þegar verið gerð ógild.
Brenda og Jimmy vom dæmd í
lífstíðarfangelsi vegna morðsins á
tengdasyni sínum. Þau geta ekki sótt
um náðun. Dóttir þeirra, Chrysta,
var dæmd í 15 ára fangelsi fýrir aðild
að morðinu.
„Líf sonar míns var rétt að hefj-
ast,“ sagði Pat Mize, móðir Thadds,
að loknum réttarhöldunum. „Hann
var góður drengur og hans einu
mistök voru að kvænast inn í vonda
fjölskyldu. Þegar hann svo vildi
losna frá ráðabruggi þeirra og svik-
um gátu þau ekki tekið því. Þau
hættu ekki fyrr en þau höfðu bund-
ið enda á lff hans. Þetta er allt svo
tilgangslaust."
Tengdamamma BrendaWilli- Tengdapabbi JimmyWilliams Kaldrifjuð Fyrrum eiginkonan, Unnustan Jennifer Monroevar
ams var fégráðug og miskunnar- ógnaði tengdasyni sinum oftsinn- Chrysta, keypti liftryggingu með að tala við Thadd i simann þegar
laus kona. is með byssu. þvi að falsa undirskrift Thadds. hann var myrtur.