Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2004, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2004
Fókus DV
SmHRHKL BIO
kl. 10 B.i. 14
Stórbrotin og margverðlaunuð
stórmynd með óskarsverð-
launahafanum Nicole Kidman, Golden
Globe og BAFTA verðlaunahafanum
Renée Zellweger og Jude Law.
[SÖMETHING'S GOTTA GIVE kl. 6 og 9]
[KALDAUÓS ld. 6 og 8 [
MYSTIC RIVER
kl. 9.10 B.i 16 ára
HEIMUR FARFUGLANNA
kl. 6
FILM-UNDUR KYNNIR SV MBL |
SÝND kl. 6 og 9
B.i.16 {HESTASAGA
Sýnd kl. 8.05
SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is
jSOMETHING GOTTA GIVE kl. 5.40, 8, og 10.201 jBJÖRN BRÓÐIR kl. 4 og 6 M. ISL TALI
www.sambioin.is
Færeyskir dagar
Dagana 5. mars til 14.
mars verða Færeyskir
dagar haldnir á Fjöru-
kranni og Hótel Víkingi í
Hafnarfirði. Hingað til
lands koma þjóðkunnir
Færeyingar, bæði tón-
listarmenn og eins mat-
reiðslumenn til að
kynna matargerð þeirra.
Mikið verður um dýrðir í
Firðinum af þessu tilefni
og ætti fólk að kynna sér
dagskrána vel.
Opið bíó nr. 20
Bíó Reykjavík heldur
Opið bíó í tuttugasta
sinn í kvöld. Hátíðin er
sem fyrr í húsakynnum
MÍR, Vatns-
stíg lOa, og
hefst klukk-
an 20. Húsið opnar hálf-
tíma fyrr. Aðgangur er
ókeypis.
Jæja
Nýr Hattur
og Fattur
Möguleikhúsið frumsýn-
ir nýtt íslenskt leikrit um
grallarana góðkunnu
Hatt og Fatt og ævintýri
þeirra með Siggu
sjoppuræningja á
fimmtudaginn. Verkið er
samið af Olafi Hauki
Símonarsyni. Leikstjóri
er Bjarni Ingvarsson og
leikarar eru Pétur
Eggerz, Valur Frqyr Ein-
arrson og Alda Arnar-
dóttir.
Skáldaspírukvöld fer fram á Jóni forseta í kvöld. Kvöld þessi
eru haldin annað hvert þriðjudagskvöld og segjast forsprakk-
arnir hafa uppgötvað mörg ung og efnileg skáld.
Sterk þörf fyrir Ijóð
„Við erum að uppgötva mörg
ung og efnileg skáld,“ segir Bene-
dikt S. Lafleur, sem er forsprakki
skáldaspírukvölds sem haldið er
annað hvert þriðjudagskvöld á
menningarbarnum Jóni forseta.
„Ég og Gunnar Andrésson erum að
skipuleggja þessi kvöld með þann
tilgang í huga að kynna ný skáld í
bland við þekktari skáld. Það er
svo mikið að gerast í þessum
heimi að það er alveg ótrúlegt og
við höfum orðið varir við mjög
mikla eftirspurn í að lesa upp.“
Benedikt rekur sjálfur sína út-
gáfu sem heitir Lafleur-útgáfan og
segist tilbúinn til að hjálpa þess-
um skáldum að koma sér á fram-
færi. „Ég er að gefa út bæði Gunn-
ar Dal og Geirlaug Magnússon svo
og óþekktari skáld. Eg hvet alla
sem hafa áhuga á að lesa upp ljóð
til að hringja í mig og skrá sig og
svo sjáum við til með framhaldið,"
segir Benedikt.
Ljóðakvöldið í kvöld verður
þriðja kvöldið í þessari syrpu en
búið er að skipuleggja dagskrána
fram í maí. „Það hefur verið fullt á
þessi kvöld, bæði meðal lesenda
og áhorfenda, þannig að það er
mikill áhugi í gangi. Það hefur
gengið vonum framar að fá fólk til
að mæta og hlusta og áhorfendur
eru á öllum aldri, bæði fólk sem
hefur gaman af skáldskap og svo
fólk sem þekkir skáldin og svo
koma margir líka af forvitni. Ég var
mjög undrandi yflr því hve þörfin
fyrir ljóð er mikil, það er miklu
meiri áhugi á að hlusta, skrifa og
yrkja en ég bjóst við. Ég held að
• fólk sé að fylla upp í andlegt tóma-
rúm, þessi þörf er alltaf mjög sterk
og ekki síst núna. Ljóðið er mjög
nútímalegt form á texta, það er
beint og fer engar krókaleiðir og í
hraða nútímans hittir það beint í
mark. Þetta snýst líka um þörf
Benedikt Lafleur „Ég var mjög undrandiyfir því hve þörfin'fyrir Ijóð er mikil, það er miklu
meiri áhugi á að hlusta, skrifa og yrkja en ég bjóst við.'
Krár • Það verður fjör á Ellef-
unni í kvöld þegar hljómsveitirnar
Æla og Tommygun spila þar. Dag-
skráin hefst klukkan 22 og.sveitirnar
spila til lokunar.
• Davíð A. Stefánsson, Ófeigur Sig-
urðsson, Fríða Bonnie Andersen,
Hörður Gunnarson og Kristín
Ómarsdóttir lesa ljóð á þriðja
Skáldaspírukvöldinu á Jóni forseta,
Aðalstræti 10, klukkan 21.
Bíó • Kvikmyndasafn fslands
sýnir japönsku kvikmyndina
Seppuku eftir Masaki Kobayashi, frá
árinu 1962 f Bæjarbíói, Strandgötu
6, Hafnarflrði, klukkan 20.
Lífið eftir vinnu
mannsins til að stoppa tímann í
hraða nútímans og um þörf hans
til að vita hvar hann stendur í nú-
inu og ljóðið, það
stoppar tímann," segir Benedikt.
Skáldaspírukvöldið verður haldið í
kvöld kl. 21 og aðgangur er ókeyp-
is.
Gunnar Jónsson leikari
Ætla að kaupa
hjólastól
Hvað gerðirðu við peningana
sem frúin í Hamborg gaf þér?
Ég lagði þá inn í banka.
Afhveijuíbanka?
Til þess að ávaxta féð.
í hvaða banka lagðirðu inn?
KB banka að sjálfsögðu.
Hvað fékkstu mikinn pening frá
henni?
350.000 eftir skatt.
Frúin í Hamborg
Hvað ætlarðu að láta peningana
ávaxta sig lengi?
Þangað til þeir eru orðnir
1.000.000.
Hvað ætlarðu þá að kaupa þér?
Hjólastól, vegna þess að ég verð
orðinn svo gamall.
Einhver sérstök ósk um hjóla-
stól?
Hann á að vera hvítur og svart-
ur...
Tónleikar • Davíð Ólafsson
bassi flytur afríska sálma frá Amer-
íku í Duushúsum í Reykjanesbæ
klukkan 12. Með honum leikur
hljómsveit undir stjórn Daníels
Bjarnasonar.
• Kolbeinn Bjamason ilautuleikari
og Geoffrey Douglas Madge píanó-
leikari flytja verk eftir Boulez, Bach
og fleiri í Salnum, Kópavogi, klukk-
an 20.
• Tangósveit lýðveldisins heldur
sitt fimmta tangókvöld í Iðnó klukk-
an 21. Tangósveitina skipa Hjörleif-
ur Valsson fiðluleikari, Tatu
Kantomaa harmonikkuleikari,
Gunnlaugur T. Stef-
ánsson kontrabassaleikari og Vignir
Þ. Stefánsson píanóleikari.
Fundir og fyrirlestrar
• Agúst Þór Amason flytur erindi
um íslensku stjórnarskrána og þá
hugmyndafræði sem býr að baki
stjórnarskrám á Lögfræðitorgi Há-
skólans áAkureyri, Þingvallastræti
23, stofu 24. Erindið er klukkan
16.30.
• MaryMcDonald-Rissanen, dós-
ent í ensku við Tampereháskóla í
Finnlandi, flytur fyrirlestur um
sjálfsævisöguleg skrif og konurnar á
Prince Edward-eyju í stofu 201 í
Amagarði, klukkan 17.15.
• Þorfinnur Ómarsson, Sigríður
Anna Þórðardóttir, Bryndís
Hlöðversdóttir og Róbert MarshaU
ræða um konur og fjölmiðla á hinu
mánaðarlega Hitú Feministafélags
íslands á Sóion, klukkan 20.
• Kynning á þeim möguleikum
sem bjóðast í meistara- og doktors-
námi við Háskóla íslands fer fram í
Hátíðasal Aðalbyggingar frá kl. 16 til
18 og eru allir áhugasamir vel-
komnir. Kennarar og nemendur
verða á staðnum og veita allar upp-
lýsingar.
• Valur Ingimundarson sagnfræð-
ingur heldur erindi í Norræna hús-
inu í fyrirlestraröð Sagnfræðinga-
félags íslands,
„Hvað er
(um)heimur?" Er-
indið neftúst „Nýju
stríðin" og verður
fjallað um eðli
stríðsreksturs eftir
að kalda stríðinu lauk. Erindið er
flutt klukkan 12.05, aðgangur er
ókeypis og öllum heimill. I erindinu
verður ijallað um eðli stríðsreksturs
eftir að kalda stríðinu lauk. Sjónum
verður beint að kenningu Mary
Kaldor um „nýju stríðin" og „einka-
væðingu" hernaðar, en einnig að
hlutverki bandarískra hátækni- eða
„sýningarstríða“ ogverndar- og
hernámssvæða á vegum alþjóða-
stofnana og vestrænna ríkja.