Akranes - 01.10.1952, Síða 5

Akranes - 01.10.1952, Síða 5
inni. Þá var kosin bráðabirgðastjórn og hlutu þessir kosningu: Jes Zimsen. Tryggvi Gunnarsson. Ásgeir Sigurðsson. Þama stendur og svofelld bókun: „Eftir talsverðar umræður var samþ. með meiri hluta atkvæða að ráða hr. Jens Hammer- aas, enn um tíma, með þvi skilyrði, að hann lofi að vera reglumaður.“ Enn var itrekuð samþ. um að fela stjórninni að semja lög fyrir félagið. Hinn 21. október 1902 er svo haldinn fundur til þess að ræða frumv. það til laga fyrir félagið, sem stjórnin hafði sam- ið. Þéssi lög voru þar samþ. grein fyrir grein og í heild, og þessir menn kosnir í stjórn fyrir félagið: Tryggvi Gunnarsson. Ásgeir Sigurðsson. Jes Zimsen, — til vara: Runólfur Ólafsson, Mýrarhúsum. End- urskoðendur voru kosnir: Pétur Sigurðs- son og Guðmundur Ólafsson, Nýjabæ. Eftir nokkrar umræður, var á þessum sama fundi samþ. að segja Jens Hammer- aas upp, og stjórninni „falið á hendur að gjöra fyrirspumir um annan útlendan verk-stjóra.“ Samþ. var og að félagið láti byggja smá skúr „undir eigur félagsins.“ Allt virðist því benda til, að allir aðiljar hafi talið þetta, (21. október) hinn eigin- lega og endanlega stofnfund félagsins. Geðjast þeim ekki að gullspöngunum ? Eins og hér hefur mátt sjá, var ráðinn hingað norskur skipasmiður, að nafni Hammeraas, til þess að byggja slippinn. Ef aðeins er stuðzt við það, sem fundar- gerðimar segja um þennan Hammeraas, verður hlutur hans ekki glæsilegur. Það er auðséð af fundargerðinni 29. marz, að þá er Hammeraas enn ekki kominn til landsins. Á fundinum 21. júní er fyrst skýrt frá áliti hins norska „sérfræðings,“ sem þó er næsta óákveðið, að því er virðist, sbr.: „annars mætti eins setja hann — þ. e. slippinn — upp í Hlíðarhúsasandi.“ Á fund inum 14. okt. er svo eftir lang- ar umræður samþ. að halda Hammeraas eitthvað áfram, tneð því hann lofi að vera reglu- samur. En á næsta fundi, að- eins eftir viku þar frá, er samþ. að segja honum upp, en stjórn- inni jafnframt falið að ráða „annan útlendan verkstjóra.“ Nú skal gerð hér nokkur grein fyrir þessum fyrsta slipp, byggingu hans og viðskiptum Oft voru þarna erlend skip. stjórnarinnar við Hammeraas. Áður var þess getið, að efninu hafi ekki verið skipað upp á þann stað, þar sem hann átti að byggja. Þvi var sem sé skipað upp við steinbryggjuna gömlu, og hann var byggður á svæðinu þar fyrir ofan, þar nálægt sem nú er verzlunarhús O. Elling- sens, og að nokkru leyti var hann byggð- ur í vörugeymsluhúsi Nordborgarverzl- unar, sem Knudzon eignaðist og rak verzl- un lengi, en það hús stóð, þar sem Ingólfs- hvoll stendur nú. Nyrðri hluta þessarar lóðar eignaðist Guðjón Sigurðsson úrsmið- ur og byggði á henni Ingólfshvol 1903, en syðri hlutann eignaðist Landsbankinn og byggði þar. Nú á Landsbankinn einnig Ingólfshvol. Þegar verkinu var lokið, var öllu fleytt vestur í Hlíðarhúsasand, að svonefndum Kríusteini, sem hér var áður nefndur. Af þeim smiðum, sem voru við byggingu slippsins i Nordborgarhúsi eru aðeins tveir lifandi, þeir Guðni Helgason og Eyjólfur Gíslason. Báðir þessir menn byrjuðu og skipasmiðar í Slippnum það ár, er hann tók til starfa, einnig síðar á árinu Daníel Þorsteinsson, sem síðar stjómaði honum í mörg ár. Allt er mjög á huldu um þennan fyrsta „slippstjóra,“ Hammeraas. Með hliðsjón af fyrrnefndri bókun liggur næst að halda, að áfengisnautn hafi orðið honum sérstak- lega að falli i augum stjórnarinnar og hlut- hafa. Enda þót.t maðurinn hafi ef til vill drukkið mikið, virðist mér þessar samþ. gagnvart ráðningu og uppsögn, — sem gerðabókin getur um, — vera gerðar með of stuttu millibili, til þess að geta tekið þær alvarlega í sambandi við verkstjór- ann, næstmn eins og að hefðu staðið „fana- tízkir“ bindindispostular nú á tímum. Mér fannst þetta því ekki nóg til að dæma hann úr leik og „vísa honum úr landi.“ Viðbótargagna er þó-ekki auðgert að afla sér nú i slíku máli. Ég leitaði því á fund þeirra fáu manna, sem enn eru á lífi, og unnu i Slippnum undir hans stjórn, eða á annan hátt máttu vel vita um álit manna á starfshæfni hans og göllum. Þessum mönnum kemur öllum saman um, að Hammerass hafi verið mjög góður fag- maður og kunnað verk sitt með ágætum. T. d. sagði Daníel Þorsteinsson, að smíðið á hinni fyrstu braut hafi borið vitni um mikla vandvirkni og kunnáttu. Þegar Hammeraas kom hingað mun hann hafa verið milli 60—70 ára gamall, og er talið að hann hafi þá verið búinn að byggja milli 50 og 60 stærri og smærri skip. Hitt er svo alveg víst, að hann drakk mikið, þó þannig, að litið sást á honum, og aldrei kvað hafa heyrst i honum orðinu hærra. Þessi fyrsta dráttarbraut i Hlíðarhúsa- sandi var auðvitað mjög ófullkomin, og í sambandi við hana voru engin tæki til útaffærslu. Það var þvi alls ekki hægt að taka á land nema eitt skip til viðgerðar í einu. Þetta mun Hammeraas og sjálf- sagt öllum hafa þótt mjög bagalegt, þvi að skip, sem mikillar viðgerðar þurfti við, stóð þarna auðvitað lengi í vegi fyrir þvi næsta, en skipin orðin mörg, eins og áður er að vik- ið. Heyrt hefi ég, að Hammer- aas hafi viljað reyna að bæta úr þessu á einfaldan og ódýran hátt. Hann hafi athugað af- stöðu þama, og þótt f jaran vera svo þétt og góð, að óhætt væri að leggja „sliskjurnar“ einar á sandinn — svo margar sem þurfti — og setja svo skip upp á þeim án frekari eða meiri undirbúnings. Er haldið að Hammeraas hafi reynt þetta, en þegar fyrsta skipið hafi ver- ið tekið upp á þessari nýgerðu braut, hafi það dottið og legið við skemmdum. Ekki telja AKRANES 113

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.