Akranes - 01.10.1952, Qupperneq 6
menn útilokað, að Hammeraas hafi gert
þessu líkar tilraunir með nýja braut, en
aðrir þykjast ekki minnast þess, að neitt
skip hafi dottið í uppsetningi í tið Hamm-
eraas. Aðrir fullyrða að þetta sé rétt. Þeir
tilfæra skipið, sem á að hafa verið „Anna
Breiðfjörð" og tilnefna einnig mann, sem
á að hafa sagt: „Ég fer í burt héðan, ég
vinn ekki með svona manni.“
Þetta, sem hér er sagt frá, fannst mér
hugsanleg ástæða fyrir svo skjótri endan-
legri uppsögn, sem getið var um í fundar-
gerðinni 21. okt. Auk drykkjuskaparins,
— sem stjórnin hefur líklega haft einhverj •
ar áhyggjur af — gat þetta því hafa komið
fyrir á þessu umrædda tímabili, og bein-
línis hafa valdið svo snögglegri uppsögn.
Stjórninni gat hafa þótt þetta áhættusamt
fyrirtæki, auk þess sem þetta gæti bakað
slippmnn mikla ábyrgð á skipum, og ef
til vill mönnum líka. Þetta gátu því verið
tiltæk viðbótarrök fyrir uppsögninni.
Eftir að hafa athugað þetta svo vel sem
hægt er, frá öllum hliðum, getur hér enn
komið fleira til. Eins og áður er sagt, mun
Hammeraas hafa verið vel lærður fag-
maður og kunnað á öllu þessu glögg skil,
enda búinn að fást lengi við skipasmiðar,
og ef til vill á allstórri skipabyggingar-
stöð. — Ef til vill hefur hann heldur aldr-
ei átt að vera hér til langframa, heldur
til að byggja slippinn og vera leiðbein-
andi fyrst i stað. — 1 heimalandi sínu hef-
ur hann aðeins verið verkstjóri, eða fram-
kvæmdarstjóri, sem sagði fyrir verkum.
Sem undirbjó öll verkefni og sagði mönn-
inn sínum fyrir, hvernig ætti að vinna,
og ef til vill lagt fram af því teikningar.
Hann gengur því þarna um til eftirlits,
svo sem 3—4 sinnum á dag eða oftar eftir
atvikum. Hann verður þess fljótlega var,
að hér hafði hann á að skipa góðum smið-
um, þótt sem óhætt var, að trúa þeim
fyrir því, sem fyrir þá var lagt, þótt eigi
væru þeir faglærðir.
Þessu atferli voru menn þá hér á landi
hins vegar algerlega óvanir, og hefur sjálf-
sagt ekki átt miklum vinsældum að fagna,
hvorki hjá smiðum eða stjórn og sizt hjá
hluthöfum fyrirtækisins, og enn siður hef-
ur þetta þótt henta hjá nýju fyrirtæki,
reistu af hinum mestu vanefnum með
margvíslegum erfiðleikum á hverju leiti.
En hvað sem öllu þessu líður, er Haimner-
aas frá fyrirtækinu og kemur ekki frek-
ar við þessa sögu. Magnús V. Jóhannesson,
yfirframfærslufulltrúi, sem einnig er fag
lærður skipasmiður, og man furðu mikið
frá þessum tímum, segir að löngu seinna
hafi hann séð hér í Reykjavík norskt
björgunarskip, sem honum fannst allt
benda til, að hafi verið með byggingar-
fangamarki Hammeraas.
Hammeraas var hinn myndarlegasti
maður í sjón, og gekk alltaf með gull-
spangargleraugu, eða „lonjettur.“
Til viðbótar við þessi vonbrigði um ráðn-
ingu hins fyrsta verkstjóra kom ýmislegt
fleira fyrir, sem ekki var beinlinis upp-
örvandi fyrir hinn unga félagsskap.
Nokkru seinna, eða hinn 19. jan. 1903
er eftirfarandi aðalefni eins stjórnarfund-
ar, sem haldinn er í verzluninni Edinborg.
„i. að leigja skip af Jul. Schou til að
fara til Akraness, að sækja þangað það,
sem rekið hafði þangað af munum félags-
ins. Samþ. að félagið taki skipið í ábyrgð
fyrir % virðingarverðs þess, meðan það er
í þessari ferð.
2. samþ. að senda inn í Andresey, að
sækja það, sem þangað hefur rekið.“
Þetta virðist í fyrstu líta mjög einkenni-
lega út. Hvað er hér á seiði? Tæki slipps-
ins komin um allar trissur til fjarlægra
staða. Þetta er svo alvarlegt, að leigt er
skip upp á Akarnes, og tekin ábyrgð á þvi,
að því er virðist til viðbótar sanngjarnri
léjgu, til þess að smala þessu saman. Hef-
ur þetta át't sér stað fyrir óvenjúlegan
trassaskap, eða óvenjulegt, óvænt stórflóð?
f þá daga var hér engin höfn, allt op-
ið og óvarið og óhreyft, allt frá landnáms-
tið. Þegar grandinn var kominn í kaf, valt
þarna inn svo að segja óbrotinn úthafs-
sjór og mæddi náttúrlega verulega á
Slippnum, sem var svo vestarlega. Og i
stórstraum gat hér einnig orðið æðisgeng-
inn áhlaðandi, bæði af norðri og í austan-
átt, brautin léleg og mikið af hliðarsliskj-
um og öðru dóti, er illt var að verja. Enda
segja kunnugir, að það hafi oft komið
fyrir, að ýmislegt hafi flotið út og tapazt.
Elzti slippurinn.
Gamla dráttarbrautin, sem smíðuð var
að fyrirlagi og undir stjórn Jens Hamm-
eraas, skipasmíðameistara, var mjög ein-
föld. Botnlag brautarinnar var allt ofan
frá og niður í stórstraumsfjöruborð, hlað-
ið úr grjóti, sem lagt var í sement. Garð-
inn hlóð Ólafur steinsmiður Pétursson frá
Ánanaustum. Hallinn var það mikill, að
skipið gæti runnið sjálfkrafa niður braut-
ina þegar hleypt var af stokkunum. f botn-
lagið var fest niður sliskja með bryggjum
báðum megin, þannig að hún myndaði U.
Sliskjan mun hafa verið um 14“ að inn-
anmáli samsett úr tveimur 3“ plönkum
en kanturinn var myndaður úr plönkum
3“ X 6“, þannig að dýpt sliskjunnar var 3“.
Kantarnir og botnplankarnir vor boltaðir
saman og voru sterkar járnspengur þvert
yfir kantinn að utanverðu til að verja
það að kanturinn klofnaði frá við hliðar-
átak. Til hliðarstuðnings við skipið við
uppsátur voru svo kallaðir ,,búkkar,“ þrí-
fóta, burðarhluti þeirra þ. e. hryggur var
úr trjám 6X7 en lappirnar úr 5X5. Slá-
in, sem batt lappirnar við burðarhrygg-
inn var úr 2 X 5 felt saman með „grat-“
fellingu, samsetning, sem myndaði sjálf-
heldu. Sláin var ca. 24“ frá neðri kanti
af löpp, en ca. 12“ frá neðri kanti af hrygg-
tré. Þar, sem burðarhryggur og lappir
komu saman að ofan, var allt bundið með
planka, sem hryggurinn var skorinn nið-
ur í, þannig að hann hjálpaði löppunum
til að bera burðarhrygginn og hélt öllu
saman. Burðarhryggurinn stóð ca. 18“
út fyrir þennan plankabinding og var það
kallað búkkahús, oft notalegt að festa xim
hann. Búkkinn var allur festur saman með
skipasaum, sem á slippmáli voru kallaðir
„spikarar." Áður en vinna hófst við undir-
búning uppsetningsins þurfti að athuga
veðurútlit og sjólag, svo að hin mikla
ÁSur en höfnin var byggð.
114
AIÍRANES