Akranes - 01.10.1952, Page 20

Akranes - 01.10.1952, Page 20
Siðasta áratuginn smiðar „Héðinn“ véiar og tæki fyrir síldar- og fiskimjölsverk- smiðjur, hraðfrystihús, lýsisvinnslustöðv- ar og fiskþurrkunarhús kringum allt land, og annast uppsetningu þeirra. Bygging síldarverksmiðjunnar ,Rauðku‘ á Siglufirði á árunum 1944—45 markar merlc tímamót í sögu Héðins. 1 sambandi við þær framkvæmdir innti fyrirtækið af hendi mesta þrekvirkið, sem íslenzk vélsmiðja hafði unnið til þess tíma. Smíð- aðar voru tvær síldarpressur fyrir verk- smiðjurnar fyrstu sinnar teg. hér á landi og um leið stærstu síldarpressu í heimi Að fenginni reynslu var Héðni falið að sjá um smíði á vélum og tækjum í nýju síldarverksmiðjuna á Siglufirði og Skaga- strönd, er reistar voru á árunum 1946— 47. Voru m. a. í því sambandi smíðaðar 5 „Héðins“-sildarpressur af stærstu gerð. Sildarverksmiðjan nýja á Siglufirði var talin vera sú stærsta og fullkomnasta, sem þekktist. Eru þessar verksmiðjur glæsi- legur minnisvarði um ágæti íslenzks járn- iðnaðar. Verksmiðjan á Akranesi var endurbyggð 1948, og sama ár var síldar- og fiskimjöls- verksmiðjan að Kletti við Reykjavik byggð. Báðar voru verksmiðjur þessar útbúnar með síldarpressum og öðrum tækjum frá Héðni. Fjölþætt framleiðsla. Með auknum vélakosti, hetri tækni og hæfari iðnaðarmönnum hefir verið hægt að færast meira í fang. Síðustu árin hef- ur Héðinn farið inn á fjöldframleiðslu ýmissa véla og tækja. Framleidd hafa ver- ið oliukynditæki af mörgum gerðum fyrir verksmiðjur og íbúðarhús, og á s. 1. ári voru smíðuð fullkomin olíukynditæki í tvo af gömlu togurunum. Af öðrum framleiðsluvörum má nefna dælur, snigildrif, lofthitara fyrir vinnu- sali, loftræstingarviftur, loftblásara, ventla af ýmsum gerðum og stærðum margs kon- ar drifbúnað o. m. fl. Vökvaknúin línuspil fyTÍr vélbátaflot- ann byrjaði Héðinn að framleiða 1950. Hafa þegar yfir 30 bátar fengið þessi spil, en þau spara útgerðinni mikið fé ár- lega, þar sem veiðarfæratjónið verður hverfandi. Framleiðsla heimilisþvottavéla er nýj- ung í íslenzkum iðnaði. Vélarnar eru framleiddar sameiginlega af Héðni og Raf- ha, og eru þegar komnar á markaðinn. Horft um öxl. Stofnendur Héðins eru báðir látnir. Bjami Þorsteinsson andaðist 9. des. 1938, en Markús Ivarsson 23. ágúst 1943. Þeir unnu saman að vexti og viðgangi fyrir- tækisins í 16 ár, og er vart hægt að hugsa sér ákjósanlegra starfsbræðralag en var þeirra á milli. Vélsmiðjan „Héðinn" var gerð að hluta- félagi 1. júlí 1941 og árið eftir tók við framkvæmdastjóm Sveinn Guðmundsson, vélfræðingur, sem veitt hefur fyrirækinu forstöðu síðan. Hann byrjaði jámsmiða- nám í Héðni 1929 og sigldi síðar til fram- haldsnáms í vélfræði. Að námi loknu hóf hann starf í Héðni að nýju. Hefur Héð- inn vaxið og dafnað undir stjórn hans og tekið að sér mörg og stór verkefni. Af starfsmönnum þeim, sem unnið hafa að staðaldri hjá fyrirtækinu, á Sigurður Ámundason, járnsmiður, lengstan starfs- feril. Hefur hann unnið hjá smiðjunni frá stofnun hennar, eða í samfleytt 30 ár. Oscar Hedlund, verkstjóri, hefur unnið i 2g ár, Kjartan Jónsson, verkstjóri, í 28 ár og Sigurður Haraldsson, efnisv. í 28 ár. Hjá fyrirtækinu starfa margir menn, sem unnið hafa þar í samfleytt 10 ár eða meir. Starfsmenn fyrirtækisins hafa með sér félagsskap, sem heldur upp fjölþættri starf- semi og má þar til nefna íþróttir, ferða- lög, fræðslustarfsemi, skemmtanir o. fl. Úr sýningardeild HéSins á ISnsýningunni *P52- Fremst á myndinni sézt roSflettivél fyrir hraSfyrsti hús. Hafa þegar veriS tekn- ar í notkun fjöldi slíkra véla. Eina starfandi karlakór iðnaðarmanna í R.vik er að finna innan vébanda Héðins Á 30 árum hefur Héðinn þróast úr lít- illi smiðju í stærsta iðnfyrirtæki landsins á sviði jámiðnaðarins. Fyrirtækið hefur tekið virkan þátt í hinni stórfelldu tækni- þróun íslenzks iðnaðar. Er vélakostur smiðjunnar með nýtízku sniði og allur hinn fullkomnasti. Þjóðnýt störf. Héðinn hefur ávallt verið í nánum tengslum og samstarfi við sjávarútveg landsmanna og tekið að sér margvisleg- ar framkvæmdir, er snerta hagnýtingu sjávarafurða. Með aðstoð verksmiðja þeirra og iðju- fyrirtækja, sem „Héðinn" hefur búið vél- um og tækjum, eru afurðir landsmanna fullunnar í landinu sjálfu, en ekki flutt- ar út sem hráefni. Verðmæti þeirra hefur þannig margfaldast, og rnn leið gert þjóð- inni kleift að afla sér gjaldeyris til fram- færslu og nýsköpunar atvinnuveganna. Þýðing „Héðins" fyrir þjóðarbúið verð- ur aldrei metin til fjár. Nokkrar tölur, teknar úr sýningardeild Héðins á Iðn- sýningunni 1952, sanna þetta áþreifan- lega, eins og nú skal greint. „Héðinn“ hefur reist og endurbyggt meira en þrjá fjórðu hluta af öllum hraðfrystihúsum landsmanna. Samanlögð framleiðslugeta allra síldar- verksmiðja í landinu er 150 þús. hektó- lítrar á sólarhring. Verksmiðjur þær, sem „Héðinn“ hcfur reist, geta unnið úr rösklega helmingi þessa magns. „Héðinn“ hefur byggt þrjá fjórðu hluta af öllum fiskimjölsverksmiðjiun lands- manna. Fastir starfsmenn „Héðins“ eru að jafn- aði um 200 að tölu. Frá stofnun fyrir- tækisins nema greidd vinnulaun 51.5 milljón krónur. Nær 300 menn hafa verið við jámiðn- aðarnám í „Héðni“ á þeim 30 árum, sem fyrirtækið hefur starfað. Smíði fyrsta íslenzka dieselhreyfilsins á árinu 1952 er eitt leiðarljósið i þróunar- sögu vélaiðnaðar á íslandi, og sannar, að þar, sem aflvélar eru framleiddar, hefur iðnaðurinn numið land. Iðnsýningin 1932 er merkur þjóðarat- burður. Hún sannar ótvírætt tilverurélt íslenzks iðnaðar í nútíð og framtið, og það sem méira er um vert, hún er vísbend- ing til þjóðarinnar um að búa vel að sínu. Tækni islenzks járniðnaðar hefur fleygt svo stórkostlega fram á síðustu þrjátiu árum, að vart mun finnast annað hlið- stætt dæmi í atvinnusögu vorri. Þessi iðn- grein er orðin að stóriðnaði hjá þjóðinni. Skerfur „Héðins“ í þeirri þróun er ekki óverulegur. 128 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.