Akranes - 01.10.1952, Page 21
Þórleifur Bjarnason:
FANGI AJOLUM
Þórarni Halldórssyni hafði tekizt, þrátt
fyrir setu sína í tilbreytingarlausu myrkri,
að fylgjast með dagatalinu. Og ef honum
skjátlaðist ekki var aðfangadagur jóla i
dag. Hann skynjaði jólahátiðina í ein-
hverri órafjarlægð. Hún kom ekki til hans
heldur var umhverfis hann utan þeirra
moldarveggja, sem umluktu hann og
bjuggu honum myrkrastofu. Og kannske
yrðu þetta siðustu jól, sem kæmu þó
aldrei til hans.
Það var gengið um skemmuna og Guð-
mundur vinnumaður rétti honum matar-
skammtinn inn um gættina. Hann var
sterkasti vinnumaður sýslumanns og trú-
andi til að ráða við mann í járnum.
— Hérna kem ég með jólamatinn til
þín — sagði hann.
— Kemurðu ekki líka með kolu, svo að
ég sjái jóladýrðina — spurði fanginn. —
Kertisskar býst ég ekki við að fá.
— Hvað skalt þú með jólaljós, — sem
jagar boðskap jólanna út af þínu hjarta
og ákallar sjálfan myrkrahöfðingjaxm? En
á morgun færðu karmske að sjá jólaljós,
ef þín forblindu augu mega sjá þau. Hér
verður messað, og sýslumaðurinn er misk •
unnsamur.
— Á ég kannske að fá að fara í kirkju?
—spurði fanginn — og heyra guðsmann-
inn frá Svarfhóli?
— Auðvitað vilt þú ekki heyra guðs-
orð. Þú hatar presta og hefur þegar fyrir-
komið einum.
Þarna kom ný ásökun, sem hann hafði
ekki heyrt áður. —
— Hef ég nú líka sálgað prestum? —
spurði hinn járnaði.
— Það vita allir kristnir menn, að sá
sálugi séra Sigurður Jónsson deyði fyrir
þínar galdrakúnstir.
— Það er svo. — Og þetta er þinn
jólaboðskapur. En komdu inn fyrir, Gvend-
ur. Ekki drep ég þig hér í járnum, þar
sem ég get engan staf krotað. Þú getur
sagt mér einhverjar fréttir.
— Ekki sit ég hjá galdrahundum á sjálfa
jólanóttina.
— Þig bíta engir galdrar. — Þú ert
fæddur i sigurkufli. — Gefðu mér ljós
greyið mitt, svo að ég sjái til að borða á
sjálfa jólanóttina. — Það er nóg af lýsi-
kolum á Eyri.
— Sit þú i þínu myrkri — nóg færðu
af eldinum síðar meir.
Og Gvendur sterki fór — dró fætur
eftir gólfi og þreifaði sig út úr skemmunni.
Þórarinn sat eftir í myrkrinu, sem hon-
um hafði verið úthlutað jafnt á jólum sem
á öðrum tímum. Hann þreifaði eftir matn-
um á trédiskinum, og þarna kom jóla-
hátíðin til hans í þunnri sneið af liangn-
utn magál. — Þvílik veizla. — Innan lít-
illar stundar hafði hann hroðið diskinn
og setti hann fyrir ofan bálk sinn. Það
glamraði í jámunum og honum heyrðist
aumkunarlegur tónn í þeim núna. Svo
starði hann út i myrkrið, en það var sama,
hvort hann hafði augun opin eða ekki
i þeim myrkravegg, sem hann sat.
Svo hann átti að fá að fara í kirkju á
morgun -— honum var svo sem sama um
það -— og þó hann mundi fá að sjá and-
lit, sem hann kannaðist við. En var nokk-
ur fögnuður í því að sjá þau? Allflest
hefðu sjálfsagt tekið sömu veikina — þetta
flögt augnanna og ógleðiviprur, þegar þau
sáu hann. En hann fengi að koma undir
bert loft og sjá dagsins ljós í fyrsta skipti
síðan hann kom hingað. Því fagnaði hann.
þótt hann teldi sig að mestu hafa sigrað
myrkrið og einveruna, þar sem hvert smá-
hljóð varð að nístandi ópi og rödd sjálfs
manns að undirheimaöskrum. Nú orðið
gat hann fundið hina mjúku hvíld í myrkr-
inu og þá gleymni, sem flutti hann inn
í lönd kynjalegra fjarlægða.
Hann hrökk við og reis upp. Eitthvert
hljóð barst framan úr skemrpunni snöggt
og ofstopafullt í þeirri feiknlegu kyrrð,
sem umvafði hann. — En það hvarf eins
fljótt og það birtist — sjálfsagt lítilfjör-
legt brak í viðum. Dauft hrísl á gólfinu
kom honum aftur til þess að líta upp og
gleyma því hversu honum var vamað að
sjá nokkuð. En hann átti að þekkja þetta
hógláta hljóð. Það voru vinkonur hans,
mýsnar, — einu lifandi verurnar, sem
heimsóttu hann í kyrrðinni Þær sóttu
að disk hans og leituðu að molum. Stund-
um komu þær allt upp á bálkinn til hans
—jafnvel hlupu yfir andlit hans og fyllt-
ust ofboði, þegar þær fundu snöggar hreyf-
ingar hans. Mýsnar börðust um roðið, sem
eftir var á diskinum hans — toguðu í
það á víxl og reyndu hver um sig að koma
þvi að sinni holu. Þannig var barizt um
hvert uggabein — af músum og mönn-
um.
Hann féll í værð. Það var eins og myrkr-
ið klofnaði og mynduðust í það geilar með
fögrum litum. Þeir skýrðust og deyfðust
á víxl, nrnnu saman og urðu að mynd,
sem hann kannaðist við — sumargrænt
land skyggt bláma mikillar fjarlægðar.
Myndirnar hurfu og nýjar komu i staðinn.
Þær smá máðust út eða tættust sundur,
og nú sáust aðeins hvikulir litir, sem urðu
að dansandi eldrákum, þéttust og þjöppuð-
ust saman og urðu að ólmandi eldi. Hann
deplaði augunum og reis upp, svo að
hringlaði i járnunum og mýsnar hlupu
frá þrætumálum sínum í holurnar.
Litirnir í myrkrinu hurfu og hann
lagðist aftur á bálkinn. Innan stundar
var hann sofnaður.
Næsta dag, sem hann vissi að var jóla-
dagur, rættist fyrirheit Guðmundar sterka.
Heyrn Þórarins var i myrkursetum og
einveru orðin ofnæm fyrir öllum hljóðum,
sem til hans bárust. Hann skynjaði manns-
raddirnar löngu áður en skemmudyrnar
opnuðust, og hann vissi þá strax, hvað
þeir voru margir og þekkti skóhljóð flestra
þeirra.
Magnús sýslumaður talaði við Helga
Einarsson, böðul. — Svo að hann var hér.
Sýslumaður spurði hann frétta vestan úr
fjörðum.
— Urðu þar nokkur sjóslys i haust —
spurði sýslumaður.
— Ekki getur það talizt — svaraði
Helgi í sínum venjulega kæruleysistón. —
Það fórst bátur í Haukadal með fimm
mönmnn. — Ég þekkti engan þeirra. Bát-
ur með þrem mönnum fórst í lendingu
á Ingjaldssandi. Þeir voru að koma úr
kaupstað í Dýrafirði. Menn sáu þann
fjórða með þeim í bátnum, áður en þeir
reyndu að lenda, og sat hann hjá for-
manninum. Menn telja víst, að það hafi
verið sending, sem kom með bátnum og
grandaði honum.
— Hu — söng í sýslumanni. — Eng-
in einkennileg veikindi? — spurði hann
svo.
— O, það held ég nú. Jón bóndi 1
Lambadal hefur legið síðan á Mikjáls-
messu í haust, haldinn æði og ofsóknum.
Það er kennt strák á Höfða. Hann vildi
ólmur fá Ingigerði dóttur Jóns, en var
synjað.
— Já, djöfullinn virðist ætla að verða
fengsæll á vorum dögum. En hafa nokkr-
ir vígabrandar eða önnur teikn á himni
sézt þar vestra í haust?
— Ekki heyrði ég þess getið og spurði
ekki um.
— Spurðirðu ekki um það?
— Nei. Ég hef ekkert forstand á him-
inteiknum. En sýslumaðurinn hefur sjálf-
sagt heyrt um kaupskipið, sem sást í
Dýrafirði í haust og hvarf þar. Það sást
sigla inn fjörðinn — um höfuðdaginn var
það. — Svo var það allt i einu horfið,
og úr þvi hefur ekki sézt tangur né tegund.
Þeir telja, að skipið hafi verið tómt og
AKRANES
129