Akranes - 01.10.1952, Qupperneq 34

Akranes - 01.10.1952, Qupperneq 34
r FRAMLEIÐIR: Eldavélar. Þvottavélar. Kæliskápa. Þvottapotta. Þilofna og fleiri hitunar- og suðutæki. Leitið upplýsinga hjá: H.f. Raftwkjaverbsmiðjon Hafnarfirði. — Símar: 9022, 9023 og 9322. þar á mörg börn, og hefur átt þar heima síðan. Hann stundaði sjómennsku og stund- vun landvinnu, eitthvað mun hann og hafa fengis þar við verkstjórn. Árið 1891 er Hallgrímur Tómasson í Skuld. 1892 er þar Nikulás Árnason, sem er þar samfleytt í g ár. 1897 er þar Sig- urður Sigurðsson, siðar á Mel, og er þar um þriggja ára skeið. Árið 1901 er þar aftur komin Guðrún Jónsdóttir og Sig- urður Halldórsson, sonur Halldórs Benja- mins, en þar er þá hjá þeim Guðrún App- ollina, dóttir þeirra, á 1. ári, er mun hafa andast mjög ung. Árið 1903 mun Skuld hafa lagst í eyði, er þetta fólk byggir á Fögruvöllum við Suðurgötu, þar sem þess verður nánar getið. Aldursmunur var mik- ill á Sigurði og Guðrúnu, eða 19 ár, er hún var eldri en hann. Um þetta leyti flytur Sigurður alfarinn til Reykjavíkur, þar sem hann bjó æ síðan. Þar kvæntist hann ekkju, — Sigriði Bjarnadóttur ágætri konu, — og átti með henni þrjú börn. Son, sem dó á 1. ári, og tvær dætur, sem báðar eru enn á lífi (ig52).önnur þeirra heitir Svava, gift kona í Reykjavík. Hin heitir Bjarnfríður Viktoría, á heima í Vest- urheimi, og er gift þar íslenzku mmanni. Hvorug systranna munu eiga böm. Skuld stóð mjög nærri þar sem nú er Ásgarður við Kirkjubraut 17. ★ ‘ttarmonikan i höndum nírœðrar konu. Hinn 4. des. s. 1. átti frú Þórunn í Höfn, — eins og hún er tíðast nefnd, — níntíu ára afmæli. Síðast í október kom ég til hennar andartak, því að ég hélt, að ef til vill væri hver seinastur að sjá hana og heyra í þessum heimi. Þórunn er enn ekkert „blávatn,“ enn er hún ræðin og röggsamleg og stendur ekki á svörum hjá henni heldur en fyrr. Líkamskraftar hafa mikið þorrið, þótt hún fari flezta daga skamma stund fram úr rúmi. Sjónin er og mjög farin að láta ásjá, þótt enn lesi hún eitthvað, en sálar- sjón hennar er heil og skýr, og skortir þar ekki umræðuefni eða áhugamál á lífræn- um efnum, þeim er til góðs megi leiða. Enn þá er léttleiki og kýmni ofarlega í hug hinnar niræðu konu, þótt alvaran sé þar sem fyrr hinn lygni undirstraumur. Ég hló, þegar hún sagði mér að siðast í „gær- kvöldi hafi hún þanið harmonikuna í rúminu með góðum árangri." Því miður gátum við ekki haft langar samræður að þessu sinni, en þó nóg til þess, að finna, að alltaf er söngurinn sami,“ traust á Guði og góðum mönnum, sem m. a. hafi gert henni fært að endurtaka sinn sígilda boð skap, að hún hafi verið hamingjubarn 5 þessum heimi. Og Þórunn er þess full- viss, að hamingjan haldi áfram að elta hana og umvefja, eftir að sáhn er „flog- in“ á annað svið. Þessa trú boðar Þórunn af fullkominni einlægni og alvöru á þess- um merka áfanga í lífi hennar. Ég óska henni til hamingju með þessa björtu lífs- skoðun, sem raunverulega segir: Að þrátt fyrir allt og allt, sé lífið bæði hér og ann- ars heims „nóttlaus voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín.“ Ó. B. B. Ráðskona Baltkabræðra. (sýnd í Bíhöllinni 29. og 30. nóv.). Leikfélag Hafnarfjarðar — sem og áhorfendur virðast hafa miklar mætur é þessu fremur lélega leikriti, sem byggt á að vera á hinni alkunnu þjóðsögu um Bakkabræður. Félagið sýndi þenn- an leik — bæði í Hafnarfirði og víðar — 86 sinnum á árunum 1943—45. Hefur það nú liklega verið sýnt um 100 ánnnm, svo ekki er að undra þótt meðferð þess sé orðin sæmilega góð. Með- ferð Huldu Runólfsdóttur á ráðskonunni, virð- ist mér ágæt, svo og ýmissa annarra leikara. Enda þótt bræðumir væru engir nýmóðins menn eftir sögunni, virðist mér sumir þeirra vera þama um of öfgakenndir. Leiksviðið virtist gott. Sýn- ingamar voru allvel sóttar, og leikumm vel fagn- að af áhorfendum. Leikfélag Hafnarfjarðar mun starfa af mikl- um dugnaði, sýnt mörg góð leikrit, og hafa ýmsum góðum kröftum á að skipa. 142 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.