Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Page 4
4 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 Fréttir 0V Ráðherrar fordæma hryðjuverk Halldór Ásgrímsson og aðrir utanrfldsráðherrar NATO rflcjanna fordæmdu í gær hryðjuverkin í Madrid á dögunum og vottuðu fjöl- skyldum fórnarlambanna og Spánverjum samúð. Þeir ákváðu að baráttan gegn hryðjuverkum yrði eitt helsta mál bandalagsins á næstu árum. Samstarf NATO og ESB var rætt og þróunin í frak. Ráðherrarn- ir sátu hátíð- arathöfn þar sem sjö voru boðin vel- kominin íAtíants- lagið. Veiðimaður í mál við Bráð Veiðimaðurinn ehf. vann í gær mál gegn Bráð ehf. fyrir Hæsta- rétti. Bráð var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að borga Veiðimann- inum rúmar 2,3 milljónir króna fyrir vangoldna leigu. Starfsmaður Sölunefndar dæmdur Héraðsdómur Reykja- ness hefur dæmt Einar Jónsson, fyrrverandi starfs- mann Sölunefndar varnar- liðseigna, í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Einar er sakfelldur fyrir fjárdrátt að upphæð 2,3 milljónir króna. Brotin voru framin á árunum 2001 til 2002 og varða flest viðskipti með bfla og vagna í eigu Sölunefndar. Mótmæla launalækkun Félagsfundur í Drífanda stéttarfélagi, sem haldin var þann 31. mars, mótmælir harðlega tilraunum fisk- verkenda í Vestmannaeyj- um til að lækka laun fisk- verkafólks frá því sem verið hefur. Fundurinn lýsir yfir fullu trausti við samninga- nefnd félagsins og hvetur ne&idina til að standa tryggan vörð um þær launauppbætur sem fengist hafa með harðri baráttu í gegnum árin. Guðni Ágústsson segir ágreining innan flokksins vegna mismunandi skoðana á markaðssetningu lambakjöts erlendis. Páll Magnússon telur markaðsátak í Banda- ríkjunum „misheppnað“ og Valgerður segir meira vit í að flytja út þorramat en að eyða milljónum í lambið. Guðni lýsir átakalínum innan flokksins, markaðssetn- ingu í Bandaríkjunum og greinaskrifum á heimasíðum í viðtali við DV. „Það er öllum hollt að fá á sig gagnrýni en mér kom á óvart að hún kæmi úr þessari átt," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra. Það vakti athygli þegar Páll Magnússon, aðstoðarmað- ur viðskiptaráðherra, gagnrýndi Áform, verkefni sem snýr að markaðssetningu kindakjöts erlendis, harðlega á heimasíðu sinni til varnar Valgerði Sverrisdóttur sem hefur áður sagt að við ættum frekar að flytja út þorramat en að eyða milljónum í til- gagnslausan útflutning á kindakjöti. Guðni Ágústsson segist líta á þessi átök sem ys og þys út af litíu. „Ég greini samt að það sé einhver ágreiningur en held að það séu eng- ar víglínur þarna á bak við,“ segir Guðni. „Páll og Valgerður bera ábyrgð á sínum greinum og ég hygg að þau fari yfir þessi mál.“ Guðni segir það óskandi að þau hefðu skoðað málin betur áður en þau skrifuðu sínar greinar. Það hefði ver- ið gott að heyra í þeim áður en heimasíðurnar gleyptu við þessari hugsun," segir hann. Misheppnað verkefni í pistíinum á heimasíðu sinni er Páll Magnússon harðorður. Hann segir verkefnið „misheppnað" og að illa sé komið fram við bændur með því að telja þeim trú um að markaðsátakið í Bandaríkjun- um gangi vel. Lfldr hann verk- efninu við ævintýrið um nýju fötin keisarans þar sem allir sáu að keisarinn var ekki í neinum fötum en enginn þorði að segja honum það. Þessu er Guðni Ágústsson ekki sammála. „Við erum á mjög sterkum markaði með ísland heild," segir Guðni. „Ár- angur Áforms er einnig heil- mikill á þessum fimm árum og eins og segir í kínversku spak mæli þá byrjar margra milna ferð á einu skrefi.“ Guðni seg- ir að ef áætíanir standist þá verði raunsalan á Bandarflcjamarkaði eftir fimm til tíu ár mun meiri - 500 til 1000 tonn. Það sem Guðni segir hins vegar mikilvægast er það að menn eru famir að hugsa öðruvísi. „Nú drösl- ast menn ekki með lambið í stíga- druslum erlendis heldur er hugsun- in sú að lambið sé gæðamatur sem seljist á háu verði." Guðni nefnir einnig tengslin við ferðaþjónustuna og að ekki sé hægt að h'ta á þetta frá einu sjónarhorni. ,AUt hangir þetta saman," segir Guðni. „Útflutningur á íslensku kindakjöti og öðrum íslenskum vör- um. Við erum að selja meira en lamba- kjöt. Við erum að selja ferðaþjón- ustu, ímynd og þjónustu; eitthvað sem gagnast þjóðinni í heild." Páll og Valgerður bera ábyrgð á sínum greinum og ég hygg að þau fari yfir þessi mál." Guðni segir það óskandi að þau hefðu skoðað málin betur áður en þau skrifuðu sínar greinar. Umboðsmaður lambsins Nýlega var tekin sú ákvörð- un á Alþingi að setja tíu millj- ónir af íjárlögum utanrflds- ráðs í markaðssetningu ís- lensks lambakjöts á erlend- um mörkuðum. Theódór Bjarnason hefur verið orð- aður við starf sem einskonar umboðsmaður íslenska lambsins. Það hefur vakið hörð viðbrögð sláturleyfis- hafa og bændasamtakana sem telja peningunum betur varið í þá starf- semi sem fyrir er - í stað þess að búa til nýjar stöður. JÉtíi það sé ekki best að Halldór útskýri þetta," segir Guðni. „Það var tillaga nefndar að setja tíu milljónir í þetta verkefni og ég held að þessir aðilar sem eru að deila þurfi að ná sér saman. Kannski finnst þessum aðilum að þeim sé mismunað; að þeir séu ekki að fá stuðning meðan aðrir eru að fá stuðning." Um ráðningu Theódors vill Guðni htíð segja. „Það er bara spurning hvernig Halldór vinnur úr sínum peningum," segir Guðni og bætir við að þegar talað er á þessum nótum um markaðssetningu lamba- kjöts sé mjög auðvelt að efast um þetta allt saman. „Það sem er mikilvægast er að við erum á réttri leið. Menn þurfa að átta sig á því að svona verkefni þurfa mikinn stuðning og samvinnu - eða eins og skáldið sagði: Það þarf að selja lambið eins og gullinmuru og gleymmérei." simon@dv.is Rugluðu lyfjafræðingarnir og systir Lyfjafræðingar eru gengnir af göflunum og komnir í mál við Landspítalann vegna ráðningar systur dómsmálaráðherra í starf yfirmanns lyfjabúrs spítalans. Nógu slæmt þykir lyfjafræðingunum að Valgerður Bjarnadóttir sé systir Björns Bjarnasonar en þó verra að hún sé viðskiptafræðingur en ekki apótekari. Hvernig ætti Valgerður lflca að geta verið apótekari? Aldrei hefur hún lært þá iðn né haft áhuga á. Starf hennar á Landspítalanum er að kaupa inn lyf og geyma. Ekki að búa þau til og neyta. Segir sig í raun sjálft að það er bæði fífldirfska og allt að því heimska hjá lyfjafræðingum að steftia Landspítalanum vegna þessa. Vilji þeir endilega að lyfja- fræðingur kaupi inn og geymi lyf sjúklinganna á spítalanum verða þeir að leita annarra ráða. Því það eru valdhafarnir í landinu sem stjórna því hver geymir lyfin og jafnvel lflca hver neytir þeirra. Og þar sem Valgerður, sýstir Bjöms, Hvernig hefur þú það? ,Ég hefþaö Ijómandi gott svo ekki sé meira sagt/segir Baldvin Jónsson markaðs- maöur. Baldvin segir þaö leitt efeinhverjum Iföi illa vegna hans en þá sé ekki annaö aö gera en reyna aö hafa áhrifá þaö.„Ég læröi þaö afbók sálfræöingsins Erik Fromm, Listin aö elska, aö ráöiö til aö láta sér llöa vel væri aö hafa áhrifá aðra þannig aö þeim liði líka vel. Þannig fær maöur straumana til baka," segir Baldvin sem þrátt fyrir allt lætur sér Iföa vel þó einhverjum framsóknarmönnum Iföi kannski illa. hafði áhuga á starfinu fékk hún það. Lyfjafræðingarnir ættu bara að vera fegnir að Valgerður hafði ekki hug á starfi Flugmálastjóra eða Brunamálastjóra því þá hefðu þeir getað átt það á hættu að fá flugvél í hausinn eða brenna inni. Valgerður valdi lyfin á spítalanum og fékk þau. Það verður svo sem nógu skemmtilegt að sjá þegar lyfjafræð- ingamir verða komnir með máhð fyrir Hæstarétt og dómararnir hringja upp í dómsmálaráðuneyti til að spyrja hvemig þeir eigi að dæma. Lyfjafræðingarnir mega þá þakka fyrir að verða ekki dæmdir sjálfir fyrir að abbast upp á valdastéttina í landinu sem vill og getur ráðið því hvaða manneskja gegnir hvaða starfi. Það er engu lflcara en lyfja- fræðingunum sé ekki sjálfrátt. Helst mætti ætía að þeir væm á lyfjum. Svarthöföi ráðherrans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.