Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004
Fréttir BV
Tveir síbrota-
menn teknir
Lögreglan í Hafnarfirði
handtók tvo síbrotamenn í
vikunni vegna tveggja inn-
brota í bænum og voru þeir
úrskurðaðir í gæsluvarðhald
í gærdag til mánaðamóta.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni var tilkynnt um
tíu innbrot og þjófrxaði í vik-
unni. Þar af voru fjögur inn-
brot í bifreiðar, í verslun í
Garðabæ, bílapartasölu við
Dalshraun, verksmiðju við
íshellu og lagerhúsnæði við
Drangahraun. Þá voru til-
kynntir tveir þjófhaðir á
reiðhjólum.
VSÓ og Landsvirkjun báðu Dr. Ragnhildi Sigurðardóttur um sérfræðilega
matsvinnu en sættu sig ekki við umfang vinnunnar og niðurstöðurnar. Hún vann
fullnaðarsigur fyrir dómi og fyrirtækin fengu skömm í hattinn.
Dómupinn sigur fyrir
íslenska vísindamenn
Slökkviliðs-
stjóri rekinn
fyrirskróp
Slökkviliðsstjórinn á
BfldudaJ var leystur frá
störfum á fundi bæjar-
ráðs Vesturbyggðar í vik-
unni vegna þess að hann
mætti ekki á boðaða æf-
ingu slökkviliðsins. Hér
eftir verður aðeins einn
slökkviliðsstjóri í hinu
sameinaða bæjarfélagi
Vesturbyggðar, sem sam-
anstendur af byggðar-
kjörnunum Patreksfirði
og Bfldudal, ásamt sveit-
um. Var fráfarandi
slökkviliðsstjóra á Bfldu-
dal þakkað fyrir störf sín
á fundi bæjarráðs á mið-
vikudaginn.
Er rétt að auka
heimildir til
hlerana?
Kolbrún Halldórsdóttir
alþingismaður
„Þaö skiptir máli að lögreglan
hafi ákveðnar heimildir til að
afla sér upplýsinga um hættu-
lega aðila. Hins vegar er þarna
ákveðin hætta á ferðinni því
stjórnvöld eiga það til að
ganga oflangtí svona mál-
um. Þvi veröur að tryggja það
að ekki verði gengið á per-
sónuvernd einstaklinga með
lagasetningu afþessu tagi."
Hann segir / Hún segir
„Mér finnst eðlilegt að hleranir
séu notaðar I alvarlegum
glæpamálum eins og eitur-
lyfjamálum. En ég er hræddur
við að yfirvöld misnoti slíkar
heimildir eins og dæmin
sanna erlendis frá. Þvi er ég
ekki hlynntur þvi að heimildir
verði auknar. Ég held að þær
séu nægar fyrir og yfirvöld
eiga ekki að hlera samtöl
nema brýnar ástæður liggi að
bakisllku."
Garðar Baldvinsson
ábyrgur faöir
„Þetta er mikill sigur fyrir íslenska vísindamenn þar sem hann
veitir þeim stuðning til að stunda og skila faglegri, hlutlausri
vinnu. Að því tilskyldu að VSÓ áfrýi ekki þá er tveggja ára mála-
ferlum loksins lokið. Fyrir mér er úrskurðurinn mikill léttir, þrátt
fyrir að hann hafi í rauninni verið fyrirsjáanlegur og frekari stað-
festing á þeim óvönduðu vinnubrögðum sem VSÓ og Lands-
virkjun höfðu í frammi gagnvart skýrsiunni um mat á umhverf-
isáhrifum Norðlingaöiduveitu og ennfremur áfellisdómur yfir
framgöngu þeirra gagnvart mér,“ segir dr. Ragnhildur Sigurðar-
dóttir, en í gær vann hún dómsmál gegn VSÓ ráðgjöf ehf í deilu-
máli sem snérist einkum um vinnuframlag hennar vegna um-
hverfismatsins sem VSÓ annaðist fyrir Landsvirkjun og um höf-
undarrétt að hennar vinnu.
Deilan tengdist því að í skýrslu
um umhverfisáhrif Norðlingaöldu-
veitu var texti Ragnhildar klipptur
og skorinn að hætti VSÓ og Lands-
virkjunar og sætti hún sig ekki við
það. „Svo virðist sem framganga
þeirra í þessu dómsmáli öllu sé
meira til að „hegna“ mér og vara
aðra við að leggja ekki út í álíka
framgöngu og _ ég gerði í þessu
rnáli," segir Ragnhildur.
Vanmat og misskilningur
Málsaðilar deildu um það magn
vinnu sem VSÓ hefði fengið Ragn-
hildi til að annast og hún lagt af
mörkum. VSÓ hélt því fram að hún
hefði lagt fram reikninga fyrir vinnu
sem hún hefði ekki verið beðin um
að inna af hendi og rukkað fyrir
óhóflegan tímafjölda, auk þess sem
VSÓ ætti höfundarréttinn og hefði e
ákvörðunarvald um það hvernig
textinn yrði nýttur í matsskýrsl-
unni. VSÓ lagði fram matsgerð því
til stuðnings að rukkaður vinnu-
tímafjöldi væri of mikill og að Ragn-
hildur ætti þvert á móti að greiða
fyrirtækinu rúmlega hálfa milljón
til baka af því sem hún hefði fengið
greitt.
Ragnhildur hélt því aftur á móti
fram að VSÓ hefði vanmetið og
misskilið eðli og umfang vinnunnar
þegar upphaflegt samkomulag var
gert um hennar aðkomu að málinu.
Hún hafi svo og í ýmsum atriðum
verið ósammála framsetningu VSÓ
og Landsvirkjunar á hennar vinnu
og texta í matsskýrslunni.
Fullur sigur Ragnhildar
Sigurður Guðmundsson hdl
flutti málið fyrir Ragnhildi. Stefnu-
krafan var upp á rúma eina milljón
króna, sem er mismunurinn á
heildarupphæð reikninga
hennar, 2,6 milljónir króna,
og greiðslum sem inntar
höfðu verið af hendi, 1,5
milljónir króna.
Páll Þorsteinsson hér-
aðsdómari tók undir að
áætlanir VSÓ um umfang
verksins hefðu ekki stað-
ist og að matsgerð sem
lögð var fram um
vinnutímann væri
ekki mark-
tæk. Páll
taldi að
VSÓ
hefði hvorki hnekkt því að um-
deildar vinnustundir hefðu
né því að fjár-
hæðir reikninga Ragn-
hildar væru ósann-
gjarnir. Hann dæmdi
VSÓ til að greiða
Ragnhildi alla stefnu-
upphæðina, ásamt
vöxtum og 400 þús-
und krónur í máls-
kostnað en hafnaði
endurgreiðslu-
kröfu VSÓ.
frídrik@dv.is
Dr
Ragnhildur
Sigurðardóttir
Ætluðu VSÓ og
Landsvirkjun að
hegna henni?
Byggðastofnun sögð ábyrg fyrir helsvelti
Fiskurinn sveltur
vegna smáaura
„Ég benti
Byggðastofri-
un ítrekað á
að fiskurinn
væri sveltur -
Það átti öllum
að vera ljóst,"
segir Jón Bek,
formaður
landeigenda-
félags TáJkna-
fjarðar. Tvær
fiskeldis-
stöðvar urðu
gjaldþrota á Tállcnafirði. Byggða-
stofhun var stærstí kröfuhafinn í
þrotabú annars fiskeldisins, Bleikj-
unnar og tók því við rekstri stöðvar-
innar. f stað þess að fóðra fisldnn Jét
Byggðastofnun hann svelta - þrátt
fýtit aðvaranir yfirdýralæknis og
landeigenda.
„Það var oft skorað á Byggðastofii-
un að hefja fóðrun," segir Jón Bek.
„Sjálfur sendi ég tugi tölvubréfa og
var í mildum samskiptum við þessa
menn." í einu tölvubréfinu sem Jón
sendi fer hann yfir stöðuna í málinu.
„Staðan í dag er einfaldlega þessi:
Edisfískurinn í stöðinni hefnr ekki
verið fóðraður svo mánuðum skiptir
vegna fjárskorts oghefurhann hlotið
varanlegan skaða af. Stórhluti affísk-
inum hefur þegar verið dæmdur
ónýtur og bíður hans ekkert nema
förgun, “ segir Jón Bek í tölvubréfi til
stjómar Byggðastofnunar.
Ekkert var Jiins vegar aðhafst
þangað til í mars þegar yfirvöld gripu
í taumana. Aðalsteinn Þorsteinsson,
forstjóri Byggðastofhunar, segir að
deilur við landeigendur hefðu spilað
stóran þátt í málinu.
Jón Bek segtr
deilurnar fjalla um að
landeigandinn, sem
einnig var hluthafi í
fýrirtækinu, hafi vilj-
að fá hærri leigu en
áður. Þetta sættí
Byggðastofnun sig
ekki við og „þarna
varð tugmilljóna
tjón út af deilum
um smápeninga,
segir Jón.
simon@dv.is
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjórl
Byggðastofnunar Ber fyrir sig deil-
ur við landeigendur
Ríkisútvarpið Afnotagjöld
hækka ó sama tima og skor-
ið er niður i dagskró.
Afnotagjöld RÚV hækkuð um 2.100 á ári
Niðurskurður í dagskrá
og hærri afnotagjöld
Eigendur sjónvarpstækja þurfa
að greiða 2.112 krónum meira til
Rfldsútvarpsins en áður. Afnota-
gjaldið verður hækkað um 7 prósent
1. maí næstkomandi, eða úr 2.528
krónum á mánuði í 2.704 krónur.
Ástæðan er hallarekstur Rfldsút-
varpsins. Á sama tíma er verið að
skera niður í dagskrá og em horfur á
því að pistlahöfundar og þáttagerð-
armenn verði látnir fara frá Rás 2.
Auk þess er áformað að taka inn-
lenda sjónvarpsþætti af dagskrá.
Helst em nefndir til sögunnar
unglingaþátturinn At og fréttaskýr-
ingaþátturinn í brennidepli.
Afnotagjaldið var síðast hækkað
um 5 prósent í byrjun ársins. Rekstr-
arhalli stofnunarinnar var 314 millj-
ónir króna á síðasta ári, en tekjur
munu aukast um rúmlega 160 millj-
ónir á ári með hækkuninni. Sú upp-
hæð kemur úr vasa sjónvarpseig-
enda í landinu. Hækkunin leysir
ekki fjárhagsvanda Rfldsútvarpsins
og er því lagt upp með um 150 millj-
óna króna niðurskurð það sem eftir
er ársins.