Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Page 8
8 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004
Fréttlr DV
Ruslana
treður upp
á fslandi
Úkraínska rokkstjaman
Ruslana kemur til Islands
og heldur tónleika dagana
9. til 11. apríl næstkom-
andi, að öllum líkindum á
Nasa og Broadway. Ruslana
mun flytja lag Úkraínu í
næstu Eurovision-keppni,
en vinsældir hennar bæði
heima fyrir og erlendis hafa
vaxið mikið að undanfömu.
Tónleikahaldið er hluti
af umfangsmikilli kynning-
arherferð um Evrópu og
verður ísland fyrst Norður-
landa í röðinni. Raunar má
tala um sýningu, því hún
hefur yfirleitt með sér í för
hóp dansara og íjölmarga
hljóðfæraleikara. Tónlistin
er popp og rokk sem hlaðið
er úkraínskum og rússnesk-
um áhrifum, en sjálf er
Ruslana hámenntuð í tón-
list.
Keyptu fyrir
65 milljarða
Erlendir fjárfestar em
orðnir einu stærstu eig-
endur innlendra ríkis-
skuldabréfa. Samkvæmt
samantekt Greiningar-
deildar KB banka námu
kaup erlendra aðila á
innlendum ríkisskulda-
bréfum árið 2003 u.þ.b.
65 milljörðum. Þar af
námu bein kaup er-
lendra fjárfesta í inn-
lendum ríkisskuldabréf-
um um 20 milljörðum,
þar sem bréfin vom
keypt út úr landinu með
samsvarandi gjaldeyris-
innflæði.
Þetta em um helm-
ingi meiri kaup á ís-
lenskum skuldabréfúm
ffá í hitteö fyrra.
Rændu
reyktri ýsu
Brotist var inn í húsnæði
Hraðfrystihúss Gunnvarar
við Hnífsdalsbryggju á ísa-
firði seint í fyrrakvöld eða
nótt og þaðan stolið tæp-
lega 20 kg af reyktri ýsu.
Var ýsan geymd í kæli og
ætluð til sölu. Að sögn lög-
reglunnar á ísafirði hafa
einhverjir óprúttnir náung-
ar sennilega verið að ná sér
í soðið. En þjófnaður er
þjófnaður og vill lögreglan
hvetja þá sem gætu gefið
upplýsingar um grunsam-
legar mannaferðir á þessu
svæði á fyrrgreindum tíma
að hafa samband.
Yngsta móðir á landinu stendur sig vel í móðurhlutverkinu en þrátt fyrir það sjá
litlar sálir ástæðu til að vera með ónot á heimasíðu barnsins. Amman gætir barns-
ins meðan móðirin unga er í skólanum. Skólafélagarnir taka henni vel.
Ynnsla móðir á íslandi
f janúar á þessu ári fæddist lítið stúlkubarn. Það hefur vakið
mikla athygli að móðirin er sjálf barnung, 13 ára gömul, og á að
fermast í vor ásamt bekkjarfélögum sínum í Ingunnarskóla í
Grafarholti.
Alda Jóhanna Hafhadóttir, þrett-
án ára móðir sem heldur úti heima-
síðu um barn sitt Andreu Ósk á
barnaland.is, hefur orðið fyrir ónot-
um á síðunni vegna ungs aldurs. Inn
á bamaland.is eru fleiri hundruð
heimastður barna sem haldið er út
af foreldrum þeirra. Þegar hafa yfir
17 þúsund gestir heimsótt síðu
Andreu Óskar og nokkrir hafa fengið
útrás fyrir neikvæðar tiifinningar í
garð móðurinnar ungu.
Það þarf kjark að ganga með
barn
Alda stundar nám við Ingunn-
arskóla í Grafarholti og þar hafa
skólafélagar hennar sem eru á sama
aldri tekið henni afskaplega vel eftir
að viðtal birtist við hana um móður-
hlutverkið.
Móðir stúlkunnar, Helena Brynj-
ólfsdóttir og amma
barnsins segir
að dóttir hennar sem fermist í vor fái
á sig glósur á síðunni fyrir að hafa átt
barn svo ung sem raun ber vitni.
„Það er frekar fullorðið fólk sem er
með ónot vegna hennar unga aldurs
í móðurhlutverkinu. Mér finnst hins
vegar hún standa sig vel en fólk virð-
ist ekki átta sig á að það er miklu
léttara að fara bara í fóstureyðingu
eins og flestar aðrar stúlkur gera
gjarnan sem lenda í því að verða
barnshafandi ungar. Það þarf
óbilandi kjark til að ganga með barn
á þessum aldri og þann kjark hefur
Alda,“ segir Helena sem er aðeins 36
ára og þegar orðin amma.
Alda sækir skólann og móðir
hennar gætir barnsins fyrir hana á
meðan. Helena segir það sjálfsagt
mál að hún sjái um lidu Andreu Ósk
á meðan Alda sé í skólanum. „Hún
verður fá að leika sér líka eins og
önnur böm því vissulega er
Alda aðeins barn. Mér
hugsar vel um litíu Andreu Ósk. Það
er því hart að vita til þess að það
skitíi vera fullorðið fólk sem leggst
svo lágt að vera að áreita hana inn á
síðu bamsins," segir móðirin sem
stendur fast að baki dóttur sinni.
Unga móðirin í barnauppeldi
en á að fermast í vor
Alda Jóhanna segir sjálf að
krakkamir í skólanum beri virðingu
fyrir móðurhlutverkinu og spyrji
hana út í það ffemur en að vera
með ónot. Þeim finnist ekkert
óeðlilegt við að hún skuii vera
mamma. „Kannski dálítið skrýtið,"
segir hún. Alda segist vera sár út í
fólk sem skrifi ónot í gestabók
Andreu Óskar á heimasíðu hennar
og finnst furðulegt að fólk skuli
leggjast svo lágt.
Alda segir að Andrea Ósk sé oftast
sofandi þegar hún komi úr skólan-
um en hún er afar vær og góð. Litía
stúlkan tók aldrei
brjóst en er með
pela. Alda er
því ekki
eins
bundin
„Fljótlega eftir að ég
kem heim úrskólan-
um á daginn vaknar
hún og þá tek ég
hana en mamma
hjálpar mér með hana
og ég kemst út til að
vera með vinum mín-
um án þess að það sé
nokkuð vesen/' segir
móðirin
heima eins og hún væri ef Andrea
Ósk tæki brjóst.
„Fljótlega eftir að ég kem heim úr
skólanum á daginn vaknar hún og
þá tek ég hana en mamma
hjálpar mér með hana og ég
kemst út til að vera með
vinum mínum án þess
að það sé nokkuð
vesen," segir móðir-
in unga sem hefur
nóg að stússa við
barnauppeldið
og undirbúning
eigin ferming-
ar, sem fer
fram í vor.
Stolið af torfærukappa íslands
Þjófar tæmdu bílinn
„Þetta er hræðilegt, það var öllu
stolið," segir Gunnar Gunnarson,
torfærukappi. Aðfaranótt föstudags
var brotist inn í bíl Gunnars og hann
tæmdur af verðmætum. Gunnar tel-
ur að tjónið nemi hundruðum þús-
unda en meðal þess sem Gunnar
saknar er taska sem inniheldur allar
upplýsingar um ferð íslenskra tor-
færukappa til Noregs á
heimsbikarmót í torfæruakstri í maí.
„Við erum aftur komnir á byrjun-
arreit," segir Gunnar sem byrjaði að
skipuleggja ferðina í nóvember á
Hvaö liggur á?
Gunnar Gunnarson Skorar á þjófana að
skila töskunni.
síðasta ári. Gunnar segist hafa verið
fenginn til að skipuleggja mótið fyrir
hönd hópsins en nú sé öll sú vinna
fyrir bí.
„Ég skora á ykkur að skiia henni
aftur,“ segir Gunnar við þjófana.
„Þaö er kannski ekki hægt að taia um asa núorðið, því skilin á skattframtölunum batna ár frá ári
segir Gestur Steinþórsson, skattstjóri i Reykjavík, en skattatíð er að komast í hámark. „Eftir því sem
fleiri einstakiingar skila á netinu og eftir þvísem meiri upplýsingar eru fyrirfram settar á framtals-
eyðublööin því meðfærilegra verður allt í framkvæmd. Færri þurfa frest en áður og á næstu árum
bætast við fyrirfram útfylltar upplýsingar. Þannig að fyrir flest fólk er að koma aö þvíað skattfram-
talsskilin veröa orðin afskaplega einföld."
Frægt merki sett í gjaldþrot
Óttar Felix afskrifar Japis
Verslun Japis á Laugavegi hefur
verið lokað og sett £ gjaldþrot. Þar
með eru horfhar síðustu leifar frægr-
ar verslunarkeðju sem var ráðandi í
sölu á rafeindatækjum frá Japan um
árabil.
„Ég átti helminginn í þessu og af-
skrifaði einfaldlega minn hlut. Með-
eigendur mínir vildu ekkert gera
þannig að ég setti verslunina í gjald-
þrot, greiddi virðisaukaskatt, laun
og launatengd gjöld og lít svo á að
þetta sé búið. Nú horfi ég fram á
veginn enda nóg annað að gera,“
segir Óttar Felix sem átti Japis á
Laugavegi með þeim Úlfari Þórðar-
syni og Hafsteini Hásler sem áður
ráku veitingastaðinn Gauk á Stöng í
sameiningu. Úlfar hefur ráðið sig
sem rekstrarstjóra á Hótel Búðir á
Snæfellsnesi.
Nú ætíar Óttar Felix að einbeita
sér að útgáfumálum hjá fyrirtæki
sínu Sonet. f bígerð er samhæfð
Óttar Felix Hauksson Ekki um annað að
ræða en að losa sig viðJapis..
markaðssetning á Norðurlöndum á
barnastjömunni Robertino sem átti
eina söluhæstu hljómplötuna hér á
landi fyrir síðustu jól. Þá verður Ro-
bertino settur á markað í Kína 15.
maí næstkomandi. Að auki rekur
Óttar Felix Austurbæ við Snorra-
braut þar sem verið hefur blómleg
menningarstarfsemi af ýmsum toga.
Gjaldþrot Japis á Laugavegi mun
ekki hafa nein áhrif á annan rekstur
Óttars Felix.