Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Side 10
10 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004
Fréttir DV
Olíufélögin
auka verð-
bólgu
Stóru olíufélögin hækk-
uðu eldsneytisverð í gær-
dag og reikna má með að
hækkunin haft áhrif til
hækkunar vísitölu neyslu-
verðs um u.þ.b. 0,15%.
Greiningardeild íslands-
banka Qallar um þessa
hækkun og áhrif hennar á
vefsíðu sinni. Gangi spáin
eftir mun verðbólga reynast
2,0% í apríl og eykst frá
1,8% í mars.
Peningar
fyrir tonlist-
armenn
Ríkisstjórnin sam-
þykkti í gær að leggja
ffam frumvarp um tón-
listarsjóð til að efla ís-
lenska tónlist og kynna
íslenska tónlistarmenn.
Sjóðnum verður skipt í
tónlistardeild sem á að
styðja tónlistarmenn,
hljómsveitir, kóra og
tónlistarhátíðir og hins
vegar markaðs- og kynn-
ingardeild sem á að veita
styrki til að kynna og
markaðssetja tónlist á ís-
landi og í útlöndum.
Datt í lukku-
pottinn
Bandarískur vörubíl-
stjóri datt heldur betur í
lukkupottinn í vikunni þeg-
ar hann vann í lottó-
inu í Virginíu í
Bandaríkjunum.
Potturinn var hvorki
meira jié minna en
1,6 milljarður króna
og er sá annar
stærsti í sögu lottósins í
Bandaríkjunum. J.R. Trip-
lett tók tíðindum með ró og
beið í sex vikur með að ná í
vinninginn. „Ég var furðu
róleguryfir þessu," sagði
Triplett við fjölmiðla vestra
en eiginkona hans sagðist
ætla að gera stórinnkaup.
Hjónakornin ætla síðan að
fjárfesta f fasteignum.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað sýnir að í samanburði við hin Norð-
urlöndin greiðum við 46% meira fýrir lyf
Hægt vaipi ao spara
4,4 milljarða króna
f nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað hér á landi
kemur fram að í fýrra nam lyfjakostnaður hér á landi um 14
milljörðum kr. með virðisaukaskatti. Ef hver íslendingur hefði
greitt jafnmikið fýrir lyf og Danir og Norðmenn gerðu að meðal-
tali þetta ár hefði þessi kostnaður orðið 4,4 milljörðum kr. lægri.
Á undanfömum árum hefur
lyfjaneysla fslendinga aukist mikið.
Hlutfallslega hefur lyfjakostnaður
þó aukist enn meir. í skýrslu Ríkis-
endurskoðunar er m.a. leitast við
að skýra þann mikla mun sem fram
kemur og settar fram ábendingar
um það hvernig draga megi úr
kostnaði vegna lyfjakaupa og
stuðla að skynsamlegri lyfjanotkun.
Lyfjaverð hér á landi tekur að
stærstum hluta mið af lyfjaverði í
Danmörku og Noregi. Samanburð-
ur Rfldsendurskoðunar við þessi
lönd vegna ársins 2003 leiðir í ljós
að þá greiddu íslendingar að með-
altali 46% meira fýrir lyf en þessar
þjóðir þrátt fyrir
heldur minni
lyfjanotkun,
Rfldsendurskoðun bendir á að
þessi munur skýrist fyrst og fremst
af tveimur álíka veigamiklum þátt-
um. Annars vegar noti íslendingar
verulega minna af ódýrum sam-
heitalyfjum en Danir og Norðmenn
sem á allra síðustu árum hafa auk-
ið mjög sölu slíkra lyfja. Hins vegar
sé kostnaður við að dreifa lyfjum og
selja meiri hér á landi en í hinum
löndunum, m.a. vegna smæðar
markaðarins, lítillar veltu margra
lyfja, kostnaðar við að merkja lyf á
íslensku og þess að apótek eru hlut-
fallslega fleiri hér en þar.
samanbor-
ið við 37%
mun
árið
2002.
- S&Oá-'Íp; Æ
Ábendingar
f skýrslu sinni setur Rfldsendur-
skoðun fram margvíslegar
ábendingar um það hvernig
- stjómvöld, lyfjafyrirtæki
og lækncu geti dregið úr
lyfjakostnaði hér á
? landi. ÞcU er brýnast að
tryggja að framboð og
verð ódýrra samheita-
ly^a sé sambærilegt við
það sem tíðkast í ná-
grannalöndum okkar. Til
þess að stuðla að lægra
lyfjaverði mætti m.a. grípa
til eftirfarandi ráðstafana:
Breyta greiðsluþátttöku
sjúkratrygginga þannig að hún
Sigurður Þórðarson forstjóri Rfk-
isendurskoðunnar Ýmislegt
hægt að gera til að spara lyfja-
kostnað.
1.4*,
miðist
almennt við lægsta
lyfjaverð í samanburðar-
löndunum að teknu tilliti til eðli-
legrar álagningar. Hvetja sjúkrahús
og aðrar heilbrigðisstofnanir til að
notast við lyfjalista, þar sem reynt
er að tryggja hagstæðustu lyfja-
notkun, og fylgjast betur með því
að læknar ávísi jafnan á ódýrasta
sam-
bærilega
lyfið þegar það á við. Þá
þyrfti að endurskoða heimil-
aða álagningu bæði í heild- og
smásölu þannig að hún hvetji til
sölu á ódýrum lyijum. Einnig
þyrftu stjórnvöld í samstarfi við
lyfjafyrirtækin að kanna hvernig
hagræða megi og draga úr kostnaði
við dreifingu og sölu lyíja.
Fengu staðfestingu á hóflegum hagnaði
Lyfjahópur fagnar úttekt
Lyfjahópur FÍS - Félags ís-
lenskra stórkaupmanna - fagnar
vandaðri úttekt Ríkisendurskoðun-
ar á lyfjakostnaði; notkun, verði og
framboði lydja á íslandi. Þetta kem-
ur fram í tilkynningu frá hópnum.
„Mikilvægt er að í skýrslunni er
staðfest að afkoma fyrirtækja í
lyfjaheildsölu bendi ekki til þess að
hagnaður þeirra sé óeðlilega mikill.
Álagning lyfjaheildsala er heldur
ekki gagnrýnd sérstaklega, en því er
hins vegar haldið fram að þær regl-
ur, sem opinberir aðilar hafa sett
um álagningu, hvetji ekki til kaupa
á ódýrustu lyfjum," segir m.a. í til-
kynningunni.
Lyfjahópur FÍS tekur undir það
að kostnaður við að setja lyf á ís-
lenskan markað er tiltölulega hár.
Lyfjaheildsalar á íslandi gegna
mildu víðtækara hlutverki heldur
en heildsalar annars staðar á Norð-
urlöndum, þar sem þeir annast
m.a. skráningu, merkingu og pökk-
un á vörunni, sem framleiðendur
gera víðast í stærri löndum.
Hægt er að einfalda og spara í
opinbera kerfinu eins og Rfldsend-
urskoðun bendir á, en varast ber að
draga úr merkingum og leiðbein-
ingum til sjúklinga. f gildandi regl-
um á Evrópska efhahagssvæðinu
eru skýr fyrirmæli um merkingar,
sem vandséð er hvernig hægt er að
sniðganga, enda er skylt í því efni
að hafa hagsmuni sjúklinga í fyrir-
rúmi.
karla i knattspyrnu.
Logi Ólafsson erhúmoristi af
guös náðs og mikill gleðimaö-
ur. Menn koma ekki að tómum
kofanum hjá Loga sem þykir
bæði hörkuduglegur og skipu-
lagöur í störfum. Hann er frá-
bær knattspyrnuþjálfari. Logi
hefur veriö vanmetinn því
góður árangur landsliðsins er
ekki slst honum að þakka.
Forseti Palestínumanna hvergi banginn
Sharon hótar að
myrða Arafat
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, hótaði í gær að fyrirskipa af-
töku Yassers Arafat, forseta Palest-
ínumanna. Sharon viðhafði sams-
konar hótun gagnvart sheik Hassan
Nasrallah, leiðtoga Hizbollah-
skæruliða. Hótanirnar bar forsætis-
ráðherra fram í viðtali við dagblaðið
Haaretz og sagði hvorugan manninn
geta verið öruggan um líf sitt. „Ég
myndi ekki mæla með því við nokk-
urt tryggingafyrirtæki að selja þeim
líftryggingu/1 er haft eftir forsætis-
ráðherra.
„Hver sá sem drepur gyðing, slas-
ar ísraelskan borgara eða fær annan
mann til að drepa gyðing hefur fyrir-
gert réttinum til lífs," sagði Sharon.
Arafat mun hafa brugðist við með
orðunum: „Sharon hefur reynt að
myrða mig þrettán sinnum en aldrei
tekist. Ég er ekki auðvelt skotmark."
Saeb Erekat, ráðherra í stjórn
Palestfnu, segir að verði Arafat myrt-
ur muni það hafa í för með sér
Yasser Arafat. Ariel Sharon.
ringulreið, öfgar og stjórnleysi á her-
teknu svæðunum á Vesturbakkan-
um og í Gaza.
ísraelsmenn tóku fyrir stuttu Ah-
medYassin, andlegan leiðtoga Ham-
as, af lífi. Hamas hótaði blóðugum
hefndum gagnvart ísrael. Staða
Ariels Sharon þykir hafa veikst vegna
áætlana sinna um að flytja Gyðinga
frá Gaza og vegna yfirvofandi ákæru
þar sem honum er gefið að sök að
hafa þegið mútur.
Hjörtur Magni Jóhannsson Hefur ekki digran rikissjóð til að vaða í.
Prestur leiður yfir vanskilatilkynningu
Bankinn gerði mistök
„Það voru mistök bankans að
senda út þessa kröfu," segir Séra
Hjörtur Magni Jóhannsson um van-
skilatilkynningu sem send var frá
Landsbankanum til safriaðarmeð-
lima Frfldrkjunnar en þetta var gert til
að fýlgja eftir loforði um 2.500 króna
fjárstuðning til kirkjunnar. „Við höf-
um sent öllum þeim sem fengu slíka
kröfu afsökunarbeiðni," segir Hjörtur
og bætir við að þessi beiðni um sam-
skot hafi verið vegna útgáfu á veglegu
hátíðarriti til að minnast hundrað ára
afmælis Frfldrkjunnar. „Við verðum
að fara þessa leið því að við getum
ekki sótt í digra sjóði eins og Þjóð-
kirkjan." Hjörtur Magni hefúr
gagmýnt harðlega afar ójafna stöðu
trúfélaganna gagnvart opinberum
sjóðum. „Ég hef bent á það að þjóð-
kirkjan fær á árí hverju einn og hálfan
milljarð króna umfram önnur trúfé-
lög sem notaður er í daglegan rekstur,
krkjubyggingar og ýmsa starfsemi."
Frfldrkjan reiðir sig mjög á frjáls
framlög enda hefúr kirkjan þá sér-
stöðu að taka ekki gjald fyrir ýmsa
kirkjulega þjónustu. Þannig er í Frí-
kirkjunni ekkert gjald innheimt fyrir
fermingar, skímir og giftingar.