Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Page 16
16 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 Fókus DV Mv brilliant divorce Edda Björgvinsdóttir spjallar um dætursín- ar sem hún átti í fyrra sambandi, mennina í lífi sínu, upplogna samfélagsþjónustu á Sólheimum og Kaffi- brúsakarlana og Gísla Rúnar Jónsson. Hún reifar einnig ástina og gleðina sem hún fær út úr hverjum degi og ekki má gleyma öllum kjaftasögunum. Edda Björgvins er leikkona sem vart þarf að kynna fyrir þjóðinni. Hún er á toppi ferils síns um þessar mundir og blómstrar sem aldrei fyrr í Fimmstelpum.com. Áhorfendur tryllast þegar hún stígur á svið og ærast þegar hún yfirgefur það. En á milli þess sem hún stend- ur á senunni gerir hún upp hús í Hafnarfirði (það hefur hún ekki gert áður því Gísli Rúnar hefur alltaf séð um framkvæmdirnar hingað til) og svo brunar hún austur á Sólheima í Grímsnesi þar sem almannarómur segir að hún sé í samfélagsþjónustu. Þessi sami almannarómur er ekki viss um hvað hún sé að afþlána, en telur að það kunni að vera eitthvað tengt glæpaakstri eða umferðar- dólgshætti. „Jú, ég hef heyrt þetta. Það hringdi til mín ónefndur blaðamað- ur og vildi ræða þessi mál við mig um daginn. Ég hafði ekki heyrt þetta fyrr en þá,“ segir Edda hlæjandi og bætir við að þó að hún geti skemmt sér yfir sögunni nú þá hafi henni ekki verið hlátur í huga þegar hún komst að því að þessi saga væri komin á kreik. „Ég neita því ekki að það sveið dálítið, því þetta var rakin lygi. En ég á vin sem rakti þessa sögu til föðurhúsanna. Já, eigum við ekki að segja að það komi úr óvinaher- búðum Sólheima og leggi nú hver sem vill saman tvo og tvo." Gamli hippinn fílar Sólheima Edda er að æfa sumarleikhús Sól- heima og kemur þangað nokkrum sinnum í viku og gistir. Hún segir staðinn yndislegan, þar sé mikil veð- ursæld á sumrin en að sama skapi kaldara á veturna. „Það er ekki amalegt fyrir mig gamlan hippann að fá að vera hér. Hann eflist allur í mér og gömlu Jtippavinimir mínir skilja mig vel,“ segir hún kankvís og hugurinn renn- ur aftur til þeirra ljúfu daga: „Ég átti kornung tvær dætur sem nú em eldri en ég. Ég vil að það komi skýrt ffam. Evu Dögg átti ég 17 ára og var orðin ófrísk af Margréti þegar ég setti upp stúdentshúfuna. Eg var últra mega vinstri sinnaður hippi með kringlótt gleraugu og pípu, í lopapeysu og klossum. Barnsfaðir- inn átti rússajeppa með blæju og var á svipuðum aldri," segir Edda og bætir við að hann sé nú skólastjóri á Hellu. Hún hlær dátt að minning- unni sem hún segir ekkert annað en ljúfa. Hún var rúmlega tvítug með tvær dætur og átti eftir að fara í leiklistar- skólann sem hún hafði alltaf verið ákveðin í taka með stormi. „Ég held að þeim ffæjum hafi verið sáð þegar ég var sjö ára. Það blundaði í mér síðan og óx með ámnum. Við hipp- inn, sem síðar varð skólastjóri, fór- um í sína hvora áttina, ég með Evu Dögg, þá eldri, en hann með Mar- gréti, þá yngri." Eignaðist börn í skólum Eftir að leiðir Eddu og skólastjór- ans skildi snéri hún sér að því að læra leiklist og kynntist ást lífs síns. „Já, það má segja það, ást lífs míns. Kaffibrúsakarlarnir vom með mér í leiklistarskólanum. Ég leit á þessa menn sem þóttust vera fyndnir með fyrirlitningu og sagði við sjálfa mig að þeir hlytu að vera heimskir. En það kom síðar á daginn að þeir vom fjandi greindir og það kom mér verulega á óvart. Ég áttaði mig líka á að þeir em með skemmtilegri mönnum, báðir tveir," segir hún og útskýrir að á þessum árum hafi hún verið hrokagikkur eins og ungu fólki er tamt. Edda varð fljótlega ófrísk af sínu þriðja bami og Björgvin fæddist á meðan hún var í leiklistarskólanum. „Ég var dáhtið í því að eiga börn í skól- um, svona rétt til að gera mér þetta aðeins erfiðara. En allt gekk vel og sextán árum seinna átti ég Róbert sem nú er tíu ára. Hann var bamið sem ég hafði loksins tíma til að ala upp," seg- ir Edda og leggur áherslu á að hún sé í góðu sambandi við þau öll og verið mjög lánsöm hvað þau varðar. „Við faðirinn ólum Margréti upp saman, þó að hún hafi átt heimili hjá honum og Eva hjá mér þá skiptum við þeim eins og við gátum," segir hún og bætir við að ekki hafi það verið minna lán að Gísli sá ófor- betranlegi bamakall hafi tekið dætr- um hennar tveimur ofsalega vel. „Ég var mikið öfunduð af vinkonum minum sem einnig áttu börn og voru komnar í samband, hve Gísli var dætrum mínum góður. Þannig hefur það verið síðan og hann verð- ur alltaf að heyra í öhum skaranum á hverjum degi. Annars hður honum ekki vel." Giftist Gísla kannski á morgun Síðan hefur þjóðin meira eða minna fylgst með Eddu og Gísla og brölti þeirra í gegnum árin. Menn hafa velt því mikið fyrir sér hver stað- an sé hjá þeim núna. Þau sjást saman eins og hjón en búa ekki saman. Em þau í fjarbúð eða um hvað snýst sam- band þeirra? Um það segir hún að þau séu í ofsalega góðu sambandi: „En af prinsipp ástæðum ætlum við ekki að upplýsa nánar um það. Nema að við tækjum upp á því að gifta okkur einn daginn eða flyttum í sitt hvora heimsálfuna. Það er bara annað hvort sem gerist hjá okkur. Ég mun sennilega giftast einhverjum af gömlu kærustunum mínum aftur því ég er svo htið fyrir nýjungar. Nema að ég hitti góðan skátapilt og giftist hon- um. Sjáðu, okkur langar bara ekki að eyðileggja allt fyrir hárgreiðslustof- unum. Fólk verður að hafa eitthvað um að tala," segir hún og skellir upp úr. Edda hefur ekki ósjaldan orðið fyrir Gróu gömlu á Leiti og þrátt fyr- ir sakleysi sumra sögusagna séu aðr- ar ekkert annað en mannorðsmorð. „Já, eins og þetta með meðferð- imar," segir Edda. „Það eiga margir að hafa verið með mér í meðferð en ég myndi segja frá því með stolti ef ég hefði farið í meðferð. Ég er bara ekki alki, heldur aðstandandi og hef verið í Al-Anon samtökunum. Þeir sem ekki þekkja muninn eru fljótir að álykta að ég hafi verið í meðferð. Mér er nákvæmlega sama því þetta tólf spora kerfi er það besta sem hægt er að hugsa sér og Al-Anon eru mann- ræktarsamtök sem hjálpa fólki að líða betur. Það er það besta sem hefur komið fyrir mig," segir hún alvarleg í bragði. Þióðin elskar Eddu og gleypir í neilu lagi Þeir sem fylgst hafa með Eddu segja að hún sé á hátindi ferils síns. Húrí er sammála því og viðurkennir að hún hafi þurft að hafa fyrir því. „Ámi Pétur vinur minn sagði við mig um daginn að ég væri komin á það stig að þjóðin elskaði mig skilyrðis- laust. Hann sagði: „Edda ég held að þú sért komin á þann stað að allir sem voru að gagnrýna þig hér áður séu sáttir og vilji bara eiga þig. Þú ert komin yfir það að detta niður og stíga upp á víxl." Mér þótti það ógeðslega fyndið þegar hann sagði það en ég held að það sé bara svo mikið komið í sarpinn að þjóðin nenni ekki að vera að skammast og ónotast út í mig lengur," segir hún og leggur áherslu á að hún sé sátt við stöðu sína. En aðspurð um það hvort gamli hippinn, Edda Björgvins, sé ekki vinstrisinnaður eða hvort efnis- hyggjan hafi gleypt hana eins og flest annað fusscu: Edda. „Það er nú öðru nær. En pólitíkin í mér hefur engu að síður breyst að því leyti að ég hef hallast að kvennapólitík. Ég er róttæk og mér finnst það ofboðs- lega sorglegt að Kvennalistinn skuli ekki hafa haldið þetta út,“ segir Edda sem ekki hefur gefist upp. Ingibjörg Sólrún er hennar kona en ekki munaði miklu í síðustu kosn- ingum að hún yrði forsætisráð- herra. Gjöfult lífshlaup og orðin 51 Edda verður á Sólheimum í sumar og hefur umsjón með sum- arleikhúsinu. Hún hefur mikla ánægju af .að vinna með vistmönn- um Sólheima og segir fátt meira gefandi. „Hvað síðan er framund- an, menn halda að ég sé að djóka þegar ég segi hvað ég er að fara að æfa. My brilliant divorce, heitir ein- leikur um fimmtíu og eins árs konu sem er að gera upp skilnað sinn. Það er auðvitað enginn annar en Gísli Rúnar sem þýðir og staðfærir en höfundurinn er írskur. Þetta er bráðsniðugur einleikur sem. ég hlakka til að hella mér í," segir hún og vill ekki segja mikið meira. „Það er svo gaman að eiga leyndarmál og ekkert gaman að gefa allt upp. Ég get þó sagt það að við erum að þreifa fyrir okkur og sá sem vill hagnast og býður best fær þetta verk sem ég efast ekki um að á eftir að verða vel tekið," segir hún og brosir leyndardómsfull. Hún segir að þrátt fyrir að vera orðin 51 árs þá gleymi hún því alltaf. „Ég er eins og fífl og spyr fólk sem er tíu eða fimmtán árum yngra en ég hvort það hafi verið með mér í skóla. Sé ekki nokkurn mun á því og mér. Svona er maður veruleikafirrtur," segir hún og hlær dátt. Edda er á því að lífið hafi verið henni gjöfult. Telur að hún hafi fengið ótrúlega mikið í vöggugjöf. „Þá á ég við svona a gleðiensím," segir hún og hlær. „Ég vakna með tilhlökkun í maganum á hverjum morgni, ég er aldrei í vondu skapi. Það er ofsalega mikið að þakka fyrir. En erfiðleikar í lífinu, ég fellst ekki á það. Alls ekki þó ég hafi þurft að selja einhverja húskofa vegna þess að ég hef verið að skemmta mér með frjálsum leik- hópum, nei. Lífið hefur leikið við mig og ég myndi vera verulega reið ef einhver færi að gera því skóna að ég hefði hafi gengið í gegnum erfið- leika. Eðlileglífsreynslajá, enþreng- ingar, nei," segir Edda ljómandi af lífsgleði. bergljot@dv.is „Ég var últra mega vinstri sinnaður hippi með kringlótt gleraugu og pípu, í lopapeysu og klossum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.