Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Page 23
DV Fréttir LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 23 eep Purple Deep Purpte starfaði upphaflega frá febrúar 1968 til mars 1976. Þá hætti hún. A þessu tímabili voru starfandi fjórar útgáfur af sveitinni og á þessum tíma sendi hún frá sér sínar bestu plötur. Hljómsveitin var svo endurstofnuð árið 1984 og hefur starfað síðan, með nokkrum mannabreytingum þó. En hér koma þessar fjórar upprunalegu Purple útgáfur: Útgáfa I (feb. 1968 -júní 1969) Rod Evans - söngur Jon Lord - hljómborð Ritchie Blackmore - gitar Nick Simper- bassi lan Paice - trommur Plötur Shades OfDeep Purple (1968) The Book OfTaliesyn (1968) Deep Purple (1969) Útgáfa II (jún. 1969-júní 1973) lan Gillan - söngur Jon Lord - hljómborð Ritchie Blackmore - gitar Roger Glover - bassi lan Paice - trommur Plötur Concerto For Group & Orchestra (1969) Deep Purple In Rock(l 970) Fireball (1971) Machine Head (1972) Made In Japan (1972) Who Do We Think We Are (1973) Útgáfa III (jún.1973 - apríl 1975) David Coverdale - söngur Plötur Jon Lord - hljómborð Burn (1974) Ritchie Blackmore - gitar Stormbringer (1974) Glenn Hughes - bassi lan Paice - trommur Útgáfa IV (apríl. 1975 -mars 1976) David Coverdale - söngur Plötur Jon Lord - hljómborð ComeTasteThe Band (1975) Tommy Bolin - gitar Glenn Hughes - bassi lan Paice - trommur Áttunda útgáfan af sveitinni Deep Purple var endurstofnuð 1984 af sömu meðlimum og skipuðu hina rómuðu útgáfu II. Hún gaf þá út eina plötu, Perfect Strangers, og fór í mikið tónleikaferðalag. Eftir tvö ár þoldu Ian Gillan og Ritchie Black- more ekki samstarfið lengur. Fyrst hætti Gillan, en síðan hætti Richie og Gillan kom aftur. Útgáfan af Deep Purple sem spilar í Höllinni í júní er númer átta í röðinni. f henni eru þrír af með- limunum sem voru í útgáfu II (Ian Gillan, Roger Glover og Ian Paice), en líka bandaríski gítarleikarinn Steve Morse sem var áður m.a. í Kansas og hljómborðsleikarinn Don Airey. Hann er gamall stríðs- hestur í rokkinu, hefur m.a. spilað með Judas Priest, Rainbow, Whitesnake, Jethro Tull, Ozzy Os- bourne og ELO. Þessi útgáfa af Purple gaf út sína fyrstu plötu í fyrra. Hún heitir Ban- anas og hefur fengið góða dóma hjá Purple-hausum. Hljómsveitin hefur líka verið að spila stíft á tónleikum undanfarna mánuði. Tónleikar þeirra fá mikið lof á Deep Purple- vefsíðum. Sveitin er yfirleitt að spila tveggja tíma sett, 19-20 lög, þ.á.m. Woman From Tokyo, Bananas, Hig- hway Star, Space Truckin, Lazy, Smoke On The Water, Hush og Black Night. Dagskráin er samt auð- vitað ekki alltaf sú sama. Allt getur gerst. Don Airey þykir góður arftaki Jon Lord (sem dró sig í hlé 2002, m.a. vegna heilsubrests). Sveitin þykir enn mjög kraftmikil. Ahorf- endur í Höllinni geta líka átt von á löngum gítar-, orgel- og trommusól- óum. Stór hópur hundtryggra aðdá- enda Deep Purple á enn mjög stóran hóp tryggra aðdáenda úti um allan heim. Það er alltaf verið að gefa út fleiri og fleiri tónleika með sveitinni, bæði gamla og nýja og endurútgáfur af gömlu plötunum seljast vel. Á næstu vikum er von á 30 ára afmælis- útgáfu af Burn-plötunni og þreföld safnplata, Platinum Collection er væntanleg í júní. Það er ljóst að eitt af stóru nöfn- unum í rokksögunni spilar í Höllinni 24. júní nk. Þetta er einstakt tækifæri fyrir landann og líka síðustu forvöð að sjá Deep Purple áður en lykil- menn sveitarinnar komast á sjötugs- aldurinn. Elín Hirst og Sigríður Árnadóttir eru fréttastjórar á sitt hvori sjónvarpsstöðinni. Búast má við aukinni samkeppni á milli stöðvanna í kjölfar þess að Stöð 2 færði fréttatíma sinn til 18:30 í vikunni sem leið. Það mun því reyna meira á sjálfa fréttastjórana þegar líður á sumarið. DV setti sig í samband við konurnar sem stjórna þessum tveimur fréttastofum og fékk að kynnast þeim aðeins nánar. Drolingar íslenskra 1. Fullt nafn? Sigrlður Árnadóttir. 2. Fæðingardagurog ár? Fædd 24. maí 1960. 3. Maki? Helgi Már Arthúrsson. 4. Böm? Gunnar Arthúr Helgason, 10 ára og Elin Þóra Helgadóttir 7 ára. 5. Bifreið? Er sjálfá milli bila I augnablikinu. 6. Btaðamennskuferilinn? Byrjaði ungí sumarafíeysingum i Útvarpinu 1975, var i morgunþættin- um Gull I mund veturinn 1982-83. Fréttamaður á Fréttastofu Útvarpsins 1984-2004. Tók við starfi fréttastjóra á Stöð 21.2.2004. 7. Hvað varð til þess að þú heillaðist af starfinu? Kynni min afstarfinu á Fréttastofu Útvarpsins á áttunda áratugnum. Ég held við höfum valið hvort annað, ég og starfið, enda kemur okkur bæri- lega saman. Eins og sjá má af upptainingunni hefur það samband hald- ið bærilega. 8. Hver er helsta erlenda fyrirmyndin í fréttabransanum? Ég hefekki tekið mérneinn einn erlendan fjöl- miðlamann til fyrirmyndar. 9. Hverer helsta innlenda fyrirmyndin I fréttabransanum? Aftur verð égað nefna Fréttastofu Útvarps- ins. Þar voru fyrirmyndir mlnar. Þar lærði ég til verka hjá Margréti Indriðadóttur. Hún er hörkutól, hún ersanngjörn, en kenndi mér að besta veganestið er að hafa það sem sannara reynist og bera virðingu fyrir lesend- um, hlustendum og áhorfendum. I þvi felst að þora og vilja viðurkenna mistök. l. Hverjar eru aðaláherslurnar í frétta- flutningi á þinni fréttastofu? Áhugaverðar, trúverðugar fréttir fyrir fólk og um fólk. Við erum ófeimin við að taka á viðkvæmum málum á snarpan hátt efvið teljum að það eigi erindi til almennings. Skörp, skýr og skemmtileg, þegar við á. Það eru okkar mottó. Ekki skaðarað vera fyrst og fremst, nú þegar við höfum flutt fréttatímann afturfram til klukkan 18:30. 11. Hvað er toppurinn og botn- inn á ferlinum? Botninn (eða kannski toppurinn) var þegar ég stóð úti í kartöflugarði á Hvaleyrarholti i svartamyrkri í október 1986 og lýsti því stóran óþjálan farsima, þegar Reagan, Banda- rikjaforseti ók framhjá á leið frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Hann átti leiðtogafund með Gorbatsjov í Höfða skömmu siðar. Toppurinn var að tilkynna með fimmtán minútna fyrirvara að gos væri að hefjast i Heklu i febrúar2000. Það stóðst og heyra mátti beina lýsingu afupphafi gossins i kvöldfréttum Útvarpsins, sem var vinnu- staður minn þá. Ég held að þetta verðiseint slegið út. 12. Hvort er fréttnæmara og af hverju? a) Maður bítur hund til bana. b) Hundur bítur mann til bana. Eftirað búið erað bæta„til bana“við þessa gamalkunnu setningu er hvort tveggja þó nokkuð fréttnæmt þykir mér. Hundursem ban- armanni kemsl i fréttirnar, sem ogmaður sem banaði hundi með mannsbiti. 13. Neyðarlegasta atvik í beinni útsend- ingu? Það var þegar ég spjallaði frjálslega ummann sem var á leið I viðtal ibeinni útsendingu. Það var lag í gangi og ég hélt að öllu væri óhætt. Komst svo að þviað léttúðugt hjal mitthafði lekið út. 14. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrlinu? Fara um landið á fjórum sívölum. 15. Ahugamál? Fréttir og fagið. Svo auðvitað fótbolti í sjötta flokki eftir að ég komst að þvi hvað snýr fram og hvað aft- urá boltanum, eftir að drengurinn fór að spila með. 16. Uppáhalds söngvari? Pabbi við uppvaskið. 17. Uppáhalds leikari? Dóttir min. 18. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Tjalda I rigningu og biða alla nóttina, milli vonar og ótta, eftirþví að fyrsti dropinn bori sig I gegn. 19. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vakna i tjaldi á fögrum sumarmorgni i íslenskri sveit, heyra flugurnarsuða og fuglana syngja. 20. Finnst þér koma til greina að breyta rekstrarformi RÚV? Pass. 1. Fullt nafn? Elin Hirst. 2. Fæðingardagur og ár? 4.september 1960. 3. Maki? Friðrik Friðriksson, hagfræðingur. 4. Börn? Friðrik Árni, menntaskólanemi, Stefán, mennta- skólanemi og Hekla (hundur) heimasæta. 5. Bifreið? BMW-316, árgerð 2001. 6. Blaðamennskuferilinn? Blaðamaður DV frá 1984-86, fréttamaður Bylgjunnar 1986-88, fréttamaður Stöðvar 2 1988-91, varafréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar 1992-94, fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar 1994- 96, fréttastjóri DV 1997, fréttamaður Sjónvarpsins 1998-2001, varafréttastjóri Sjónvarpsins 2001-2002, fréttastjóri Sjónvarpsins frá 2002. 7. Hvað varð til þess að þú heillaðist af starfinu? Virtist vera starfþar sem hægt væri aðfá útrás fyrir sköpunar- gleði. Það hefur lika komið á daginn. 8. Hver er helsta erlenda fyrir- myndin f fréttabransanum? Gefþað ekki upp. Vil ekki móðga neinn. 9. Hver er helsta innlenda fyrir- myndin í fréttabransanum? Sama svar. 10. Hverjar eru aðaláherslurn- ar í fréttaflutningi á þinni fréttastofu? Áreiðanleiki, hlutlægni, snerpa, sann girni og tillitssemi i viðkvæmum mál- um.Áhersla á að segja fréttir frá öll- um stöðum á landinu, ekki bara suð- vesturhorni þess. 11. Hvað er toppurinn og botninn á ferlinum? Toppurinn er ekki kominn enn. Botninn var þegar ég pindi hana elsku ömmu mina i for- síðuviðtal með mynd fyrir 20 árum eftir að brotist var inn hjá henni. Þetta lét hún yfir sig ganga fyrir barnabarn- ið sitt sem ætlaði að verða frægur blaðamaður. 12. Hvort ei fréttnæmara og af hverju? a) Maður bítur hund til bana. b) Hundur bftur mann til bana. Það er fréttnæmara ef hundur bltur mann til bana. Mannslifer verðmæt- ara en hundslíf samkvæmt þeim gildum sem við lifum eftir. 13. Neyðarlegasta atvik í beinni útsendingu? Þegar eldri strákurinn minn var lítill var ég í vandræðum með pössun, enn eina ferð- ina, svo ég lét hann sitja undir fréttaborð- inu hjá mér í fréttaútsendihgu. Allt gekk vel þar til lítill glókollur gægðist upp milli okk- ar Sigmundar Ernis þegar við vorum að Ijúka fréttatímanum. Við létum sem ekkert væri en áhorfendum hefur trúlega ekki þótt þetta mjög fagmannlega að verki staðið. 14. Hvað ætlar þú að gera f sumarfrí- inu? Ég tek sumarfrí í framhaldi aftveggja mán- aða blaðamannaleyfi í haust. Þessa 3 mán- uði ætla ég að nota til að Ijúka MA ritgerð I sagnfræði og vonandi útskrifast um áramót. 15. Ahugamál? 18. öldin á Islandi. 16. Uppáhalds söngvari? Andrea Bocelli. 17. Uppáhalds leikari? Ben Stiller (um þessar mundir). 18. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Sitja á gagnslitlum fundum. 19. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera á góðra vina fundi. 20. Finnst þér koma til greina að breyta rekstrarformi Rúv?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.