Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 3. APRlL 2004 Fréttir &V Fátt er breskara í hugum margra en breska konungsfjölskyldan. Út á við jafnt sem inn á við er hún tákn hins ört minnkandi heims- veldis. En hún hefur einungis búið í landinu í þrjár aldir, og fyrstu konungar ættarinnar voru ekki einu sinni mælandi á enska tungu. Það hefur lengi tíðkast innan ættarinnar að giftast af hagsmunaástæðum, og taka sér síð- an hjákonur. Augljóst er hvaðan afkomendur Elísabetar hafa þessa tilhneigingu til að hneyksla. í Síðasta drottningin af ætt Stúarta, Anna, varð ólétt 18 sinnum. Sex sinnum missti hún fóstur, eitt barnið fæddist andvana og öll hin ellefu dóu áður en þau komust á fullorðins- ár. Þegar hún lést árið 1714 var því enginn beinn erfmgi að krúnunni og var hún því lát- in ganga til Hannoverættarinnar í Þýska- landi, en einn úr hennar röðum hafði gifst enskri prinsessu meira en hálfri öld áður. Það voru margir sem höfðu meiri erfðarétt á krúnunni en hún, en þóttu ótækir þar sem þeir voru kaþólikkar. Varð því Georg af Hannover nú einnig Georg I af Bretlandi. Georg hafði gifst frænku sinni Soffíu Dóróteu árið 1682, og var hjúskapurinn ekki hamingjusamur. Það tíðkaðist meðal prinsa Hannoverættarinnar að giftast af hags- munaástæðum, og taka sér síðan ástkonur til að gamna sér með. Þetta voru þó forrétt- indi sem voru einungis leyfð karlmönnum, og þegar Soffía Dórótea tók sér ástmann, Königsmark greifa, var hann myrtur. Soffía og Georg skildu árið 1694, og fór hún því ekki með honum til Bretlands, en þess í stað tók hann með sér tvær hjákonur. Georg hafði lítinn áhuga á breskum stjórn- málum og lærði aldrei tungumálið. Þegar ráðherrar hans ræddu við hann neyddust þeir því til að nota latínu. Konungur nennti sjaldnast að mæta á fundi og hafði mun meiri áhuga á að hjálpa þjónum sínum og frillum að komast í álnir, og að klippa út pappír í snotur munstur. Áhugaleysi hans og arftaka hans hjálpaði svo til við þróun þingræðis í Bretlandi. Skrifaði eiginkonunni bréf þar sem hann lýsir framhjáhaldi Sonur hans, Georg II, sem tók við árið 1727, var talinn treggáfaður l£kt og faðirinn. Hann kunni búningagerðir og ættarraðir ut- an að og eyddi löngum stundum í að telja peninga, en átti erfitt með að setja hlutina í stærra samhengi. Hann var giftur konu sem hafði mun sterkari karakter en hann sjálfur, Karólínu, en eins og aðrir í ættinni var hann ekki við eina fjölina felldur. Hann átti fjöld- ann allan af hjásvæfum, þar á meðal konu forsætisráðherrans Walpole, sem virðist hafa staðið nokkuð á sama. En ekkert af samböndunum varð þó langvarandi og hann var alltaf hændur að konu sinni, reyndar svo mikið að hann sendi henni iðu- lega bréf þar sem hann lýsti því í smáatrið- um hvernig hann táldró aðrar konur. Georg var óvinsæll af Bretum þar sem hann tók hagsmuni furstadæmisins í Hannover fram yfir hagsmuni konungsríkis- ins. Rétt eins og faðir hans hafði gert reifst hann við son sinn og bannfærði hann úr höllinni. Konungur lést árið 1760 sitjandi á klósettinu, rétt eins og konungur rokksins gerði rúmum tveimur öldum síðar. Sam- kvæmt fyrirskipun konungs voru lík hans og hinnar ástkæru eiginkonu skorin í sundur langsum og sett saman við hvort annað, og myndi hann þannig verða trúr henni um alla eilífð sem hann var ekki í lífinu. Elsti sonur konungs hafði látist óvænt og tók því yngri bróðirinn, sem varð Georg III, við ríki föður síns. Georg hinn þriðji giftist einnig af erfðaástæðum, og var eiginkona hans þýska prinsessan Karlotta. Karlotta þessi þótti afar ófríð og sá Georg strax eftir ráðahagnum. Ólíkt fyrirrennurum sínum hélt hann þó ekki framhjá henni, heldur ein- beitti sér að eiginkonunni, með þeim afleið- ingum að hún var ólétt nær stanslaust fyrstu 22 ár stjórnartíðar hans, og gat honum sjö syni og átta dætur. Konungur hafði þó að öðru að huga en föðurhlutverkinu, því í stjórnartíð hans braust út uppreisn í ný- lendunum í Ameríku sem endaði með ósigri Bretíands. Ekki batnaði ástandið við að kon- ungur var úrskurðaður geðveikur, en seinni Blf tíma læknar hafa komist að því að hann þjáðist af sjaldgæfum ættgengum blóðsjúk- dómi sem meðal annars hefur áhrif á tilfinn- ingah'f. Krónprinsinn og sex bræður hans voru langþreyttir á púrítönskum lífsstíl föður síns og áttu í ástarsamböndum við leikkonur, út- lendinga eða þaðan af verra. Bræðurnir voru miklir fjárhættuspilarar og stórskuldugir, og hneykslin sem þeir ollu skóku konungsveld- ið að rótum. En þegar franska byltingin braust út sameinaðist enskur aðall um kon- ungdæmið, og var því borgið í bili. Fékk undanþágu frá páfa til að sofa hjá prins Krónprinsinn var vel menntaður og þótti myndarlegur. Hann varð gríðarlega ástfang- inn af ungri konu, frú Fitzhebert, sem var ekki bara ekkja heldur einnig kaþólikki. Þau giftu sig á laun, en giftingin hafði ekki laga- legt gildi þar sem hann fékk ekki blessun föður síns. Þar sem enginn bræðra hans gerði sig líklegan til að eignast lögmætan eriingja lét prinsihn loks undan og giftíst, eins og lög gerðu ráð fyrir, þýskri prinsessu. Hét þessi Karólína. Sendinefnd fór að sækja hana til Þýskalands, og kom á daginn að hún hafði það fyrir sið að hvorki þvo sér né skipta um föt. Brugðið var á það ráð að hella prinsinn fullan til að hann gæti gegnt skyld- um sínum á brúðkaupsnótt. Þau eignuðust barn nákvæmlega níu mánuðum síðar, og var það þeirra eina afkvæmi. Prinsinn varð hins vegar hrifinn af þernu eiginkonu sinn- ar, en sneri svo athygli sinni aftur að ekkj- unni frú Fitzhebert. Ekkjan hafði fengið sér- staka undanþágu frá páfa til að mega sofa hjá prinsinum, og gat nú gert það án þess að brjóta gegn trú sinni. Eiginkona hans stakk hins vegar af til Ítalíu með ítölskum ævintýra- manni. Þegar kóngur dó tmstm ' -j 2% W mggp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.