Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004
Fókus BV
♦
DV varpar hér upp hugmynd að nýrri íslenskri kvikmynd og gott betur - útfærir hana svo hægt sé að
vinda sér í verkið. Þess eru dæmi að íslenskar kvikmyndir hafi byggt á sannsögulegum atburðum: Agn-
es og Svo á himni. En ekki er um auðugan garð að gresja þegar kemur að samtímaviðburðum. Hver vill
ekki sjá á hvíta tjaldinu söguna um afdrifaríka för Vaidasar Jucivicius til íslands?
Vaidas Jucivicius
Ingvar E. Sigurðsson
Heiðveig Þráinsdóttir
Elma Lísa er módel líkt og Heiðveig og á auð-
velt með að setja sig f hennar spor. Elma Lísa
á einnig frægan kærasta Ifkt og Heiðveig sem
er kvikmyndagerðarmaðurinn Reynir Lyng-
dal. Menn kannast reyndar ekki við það að
Reynir hafi lent í einhverju misjöfnu en vfst er
að Elma Lfsa þarf örugglega oft að fyrirgefa
Reyni þegar hann kemur heim seint og um
sfðir eftir að hafa snúið plötum með Jóa vini
sfnum Bé f diskótekaradúettinum Gullfoss og
Geysir.
Ingvar hefur áður leikið menn af sla-
venskum uppruna. Margir muna af-
bragðs frammistöðu hans sem foringi
rússnesku sjómannanna f mynd Óskars
Jónassonar um Perlur og svín. Enginn ef-
ast um hæfileika Ingvars auk þess sem
hin meðfæddu háu kinnbein munu auka
á trúverðugleika hans sem Litháa.
Jónas er stór, Stefán er stuttur. En það
skiptir ekki máli. Bestu kvikmyndaleikar-
ar sögunnar, De Niro, Pacino og Dustin
Hoffman, jaðra allir við að vera dvergar.
En á hvíta tjaldinu eru þeir risar, líkt og
Stefán verður þegar hann túlkar Jónas.
DV bindur við það vonir að þarna muni
Stefán toppa frammistöðu sína frá þvf að
brillera í hlutverki Erlings, en undirbún-
ingur fyrir það hlutverk gæti einmitt
gagnast honum vel í tengslum við undir-
búning þessarar myndar.
ArnarJensson
(raun og veru kemur enginn annar en Þórir til
greina þegar hlutverk Amars Jenssonar er
annars vegar. Þórir er, Ifkt og Arnar, fjall-
myndarlegur. Og svo það sem fellur alveg
eins og flís við rass - Þórir er, auk þess að vera
þaulreyndur leikari, rannsóknarlögreglumað-
ur líkt og Arnar. Hvað vilja menn hafa það
betra?
Þórir Steingrímsson
|\
Grétar Sigurðarson Ólafur Darri Ólafsson
Fáir ef nokkrir fara betur með hlutverk
manna sem verða fórnarlömb aðstæðn-
anna. Ólafur Darri hefur til að bera þenn-
an trega f augunum, þennan þunglyndis-
lega tón, sem höfðar svo vel til fslend-
inga. Ólafur Darri er einnig kraftalega
vaxinn líkt og Grétar og því færi hann til
að mynda létt með að koma líki Vaidasar
fyrir f jeppanum á meðan Egill Heiðar
Anton Pálsson og Friðrik Friðriksson
flækjast fyrir Ifkt og hverjir aðrir aum-
ingjar.
Tomas Malakauskas
Egill HeiðarAnton Pálsson
Consalves da Silva
Gfsli Pétur er kjörinn í hlutverk kafarans. Ekki
aðeins að Gfsli Pétur sé hinn kafaralegasti þá
vill svo vel til að faðir hans er einmitt kafari.
Gísli Pétur þekkir þvf vel til starfans. Þá er
hann einnig afar líkur Grétari sem gæti gefið
skáldinu Ævari Erni byr undir báða vængi
með óvæntri fléttu. Og... ef Ólafur Darri for-
fallast gæti Gfsli Pétur hlaupið f skarðið og
leikið Grétar. Þarna ráða þvf bæði sjónarmið
sem snúa að margsnúinni fléttu sem og
praktfsk sjónarmið.
Gisli Pétur Hinriksson
Enginn veit hver Egill Heiðar Anton
Pálsson er fremur en Tomas Mala-
kauskas, sem gerir Egil Heiðar kjör-
inn til að takast á við hlutverk huldu-
mannsins. Egill Heiðar Anton er Ifk-
lega þekktastur fyrir það að vera
kærasti Margrétar Vilhjálmsdóttur
ieikkonu, en hún fær þvf miður ekki
hlutverk f þessari stórmynd. Annar
góður kostur við Egil Heiðar Anton er
sá að hann á þetta volduga nafn sem
mun örugglega selja f útlöndum.
Maðurinn sem
stakk Grétar
Hér koma ýmsir til greina og f raun frjálst val
þvf engin lýsing á manninum liggur fyrir. Því
er alveg tilvalið að kalla tll Magnús Ólafsson
en eins og menn vita er ekki hægt að gera
kvikmynd á fslandi án þess að hann leiki f
henni.
Magnús Ólafsson