Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Síða 36
J6 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 Sport DV Neville segir Arsenal-menn hrædda Gary Neville, bakvörður Manchester United, segir að leikmenn Arsenal séu skíthræddir fyrir leikinn í dag. „Þeir vita að við erum eina liðið sem getur varist þeim og síðan sött hratt á þá. Þeir vita lika að við er- um eina liðið sem getur unnið þá," sagði Neville. Hann sagðist jafnframt ekki geta skrifað undir það ða Arsenal væri besta lið Eng- lands. „Þessi lið eru hníf- jöfn.og það ríkir mikil virð- ing þeirra á milli. Við höf- um oft verið betri en eins og staðan er í dag eru þeir ■Sbetri. Það gæti hæglega breyst fljótlega." Saha ekki með í dag Franski framherjinn Louis Saha mun ekíd leika með Manchester United gegn Arsenal í dag þar sem hann lék með Fulham gegn Cheltenham í þriðju umferð bikarkeppn- innar í janúar. Saha, sem verið meiddur að undanförnu, hleypti nýju blóði í leik Man- chester United gegn Arsenal um síðustu helgi og því er slæmt ' fyrir liðið að njóta ekki krafta hans. Erum stóru strákarnir PatrickVieira, fyrirliði Arsenal, segir að þeir séu stóru strákarnir í barátt- unni við Manchester Uni- ted. „Við erum líkamlega sterkari en þeir og það þarf ekki annað en að horfa á f Sol Campbell til að sjá það. Við erum grimmari en þeir og með mann frammi, Thierry Henry, sem getur unnið leiki fyrir okkur upp á sitt einsdæmi. Svona stilla liðin líklega upp Arsenal: Jens Leh- mann; Lauren, Kolo Toure, Sol Campbell, Gael Clichy; Freddie Ljungberg, Patrick Vi- eira, Edu, Robert Pires; Thierry Henry, Dennis Bergkamp. Man. Utd: Roy Carroll; Gary Neville, Wes Brown, Mikael SOvestre, John O’Shea; Cristiano Ronaldo, Roy Keane, Nicky Butt, Ryan Giggs; Paul Scholes, - Ruud Van Nistelrooy. Ryan Giggs, vængmaður Manchester United, upplifði eitt sitt stærsta augnablik á knattspyrnuferlinum á Villa Park 14. apríl 1999. Þá skoraði hann sigurmarkið gegn Arsenal í framlengingu í undanúrslitum bikarsins með stórkostlegum einleik. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu í vetur en ætlar sér að slá á þær í dag. Stund sannleikans Ryan Giggs hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína með Manchester United í vetur og hafa margir gengið svo langt að telja að hann muni yfirgefa félagið að loknu þessu tímabili. Giggs upplifði augnablik ferils síns fyrir tæpum fimm árum, gegn Arsenal á Villa Park. Giggs mætir á nýjan leik í dag á völlinn þar sem hann átti sína sætustu stund sem knattspyrnu- maður, gegn sama liði og þá og markmið hans er að stoppa sigur- göngu Arsenal og sýna öllum knatt- spyrnuáhugamönnum að hann er ekki dauður úr öllum æðum - stund sannleikans er runnin upp. Það var 14. apríl 1999 sem Ryan Giggs sýndi aUri heimsbyggðinni hvers hann er megnugur. Hann skoraði þá mark sem var skólabókardæmi fyrir alla þá hæfileika sem hann hefur sem knattspyrnumaður, mark sem átti stóran þátt í því að Manchester United vann hina eftirsóttu þrennu, defid, bikar og meistaradeUd. Sviðið var klárt Það voru liðnar 108 mínútur af stórkostlegum undanúrslitaleik Manchester United og Arsenal, síð- ari hálfleikur framlengingarinnar var nýhafinn. David Beckham hafði komið United yfir en Dennis Bergkamp jafnaði metin fyrir Arsenal. Hann lét síðan Peter Schmeichel, markvörð United, verja frá vítaspymu og sviðið var klárt fyrir galdramanninn ffá Wales. Giggs fékk boltann á sínum eigin vaUarhelmingi, lék á helminginn af Arsenal-liðinu áður en hann þmmaði boltanum yfir vamar- lausan David Seaman, markvörð Arsenal, og í netið. Fögnuðurinn var eftir því og það var ógleymanleg sjón að sjá Giggs rífa sig úr peysunni og hlaupa með hana töluverðan spotta. Giggs sagði í samtali við enska „Ég get ekki lýst því hversu mikið okkur langar til að vinna þennan titiL" fjölmiðla í gær að hann væri viss um að þetta mark yrði sýnt þúsund sinnum fyrir leikinn í dag. „Mér er alveg sama um það því þetta er besta mark sem ég hef skorað. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að þetta mark mun ekki skipta nokkru einasta máli um útkomuna í leiknum núna. Það er langur tími liðinn frá þessum leik, það eru nýir leikmenn í báðum liðum og staðan er aUt önnur,” sagði Giggs. Skarplega athugað hjá honum því fyrir fimm árum var Manchester United á miklu skriði og kláruðu tímabilið með glæsibrag. Nú er það hins vegar Arsenal sem er í forystusætinu, með sjö stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeUdarinnar, í átta liða úrslitum meistaradeUdar- innar og aðeins með Manchester United í veginum fyrir þriðja bikarmeistaratitlinum í röð. Okkar úrslitaleikur BikarmeistaratitUlinn er sá eini sem Manchester United getur unnið á þessu tímabUi og Giggs sagði að það hjálpaði honum og félögum sínum að það væri meira í húfi fyrir þá en leUcmenn Arsenal. „Ég get ekki lýst því hversu mikið okkur langar tU að vinna þennan titU því hann er sá eini sem við eigum möguleUca á að vinna á þessu tímabih. Þetta er okkar úrshtaleikur en Arsenal á eftir mikið af svoleiðis leikjum. Við verðum að klára þennan leik því það bíður okkar ekki annað tækifæri,” sagði Giggs. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur í vetur en segist ætla að sýna öUum hvers hann er megnugur í leiknum. „Mér Uður vel í stórleikjum og hef yfirleitt spUað vel í þeim. Ég vona að það verði engin breyting á.“ oskar@dv.is Arsenal og Manchester United gætu bæði orðið án sinna bestu framherja í dag Van Nistelrooy meiddur og Henry hvíldur Svo gæti farið að bæði Arsenal og Manchester United verði án sinna bestu framherja í undanúrslitaleik Uðanna í bikamum á VUla Park í dag. Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy á við meiðsli að stríða á hné og lék tíl að mynda ekki þegar Holland og Frakkland gerðu markalaust jafntefli í vináttulandsleik á miðvikudaginn. Það eru miklar efasemdir í herbúðum Manchester United hvort hann verði klár í leikinn sem væri að sjálfsögðu mikið áfall fyrir liðið en van Nistelrooy er markahæsti leikmaður liðsins í bikarnum með fjögur mörk. TU að bæta gráu ofan á svart má Frakkinn Louis Saha ekki spUa með United í leiknum þar sem hann hefur áður leikið með Fulham í bikarnum. Þrír framherjar klárir Þar með eru aðeins þrír ffamherjar eftir innan raða .ensku meistaranna. Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær, sem er nýstiginn upp úr löngum og erfiðum meiðslum, Urúgvæinn Diego Forlan, sem lék landsleik með Úrúgvæum á miðvikudagskvöldið og hinn ungi David BeUion en þessi þrenning mun varla hræða líftóruna úr varnarmönnum Arsenal. íhugar að hvíla Henry Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, íhugar að hvfia sinn besta mann, franska framherjann Thierry Henry, vegna mikfis leikja- álags á næstunni. Hann leyfði Henry að spila landsleik gegn Hollend- ingum og sagðist ekki vita hvort hann yrði nægUega ferskur tU að spUa undanúrslitaleikinn í bikarnum. „Thierry stendur mér að sjálfsögðu tll boða en ég hef ekki ákveðið hvort ég læt hann byrja inn á eða hef hann á bekknum. Við spUum fjóra leiki á næstu sjö dögum og ég er í erfiðari aðstöðu. Ég verð að vega og meta þau verkefni sem eru fyrir höndum hverju sinni því við vUjum ná árangri alls staðar. Það er markmiðið og vonandi finn ég rétta lausn á þessu vandamáli. Það jákvæða er að aUir leikmennimir, sem spUuðu landsleiki í vikunni, komu tíl baka í góðu formi, hefiir og klárir í slaginn,” sagði Wenger. Henry og van Nistelroy Verða hugsanlega ekki íeidtínunni þegar Arsendal og Man. Utd. mætastidag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.