Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.2004, Page 41
DV Fókus
LAUGARDAGUR 3. MARS 2004 41
------------------------»
kl. 6, 8 Og 10.10
----- SYND kl. 12, 2,4,6, 8 Og 10 M/ENSKU TALI
B.i. 16 SÝND kl. 12, 2, 4 og 6 M/ISLTALI
ÞEGAR EKKl ER MEIRA l'LÁSS I
HELVlTI.MUNU HINIRDAUÐU
HELTAKA JÖRÐINA!
An efa einn besti
spennuhrollur sem
sést hefur I bíó.
Myndin fór beint á
toppinn i Banda-
rfkjunum fyrir
tveimur vikum
og hefur slegið
hryllilega I gegn.
SÝND Id. 8 og 10.10
B.i. 16 SÝND kl. 12, 2 og 4 MEÐ fSLENSKU TALI
m www.sonibioin.is
REGFIBOGinn
LAUGARAS ~ 553 2075
eioj
sýnd kl 3.30, 545, 8.30 Og 10.40 SÝND kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16
Sýnd kl. 2,4,6,8 og 10.15
KMKJáem. drewbarktmcwe
stefnumótið... endalaustl
Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á
toppnum f USA!
z Mmsmms
fet/., T I « R A ÍÍV'lýj,
■pMEl GIBSO'hf -
«r'** Skonrokk
^>♦ /2 kvikmyndir.com
P/-SSION
tin umtalaðaðasta og aðsóknar
mesta kvikmynd allra tima
Sýnd kl. 8 og 10.15 B. i. 16ira
www.laugarasbio.is
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins
setur nú upp verkið Sorgin klæðir
Elektru eftir Eugene O’Neill. Eugene
er talinn með höfuðskáldum Banda-
ríkjamanna, en hann er eini Banda-
ríkjamaðurinn sem hefur unnið
Nóbelsverðlaun fyrir leikritagerð.
Eugene fæddist áiið 1888 á hótel-
herbergi í Broadway, en faðir hans
var einhver vinsælasti leikari tíma-
bilsins. Fátt gaf þó til kynna að Eu-
gene myndi feta í fótspor hans og
hefja feril í leiklistarheiminum. A
fyrsta ári í Princeton var hann rek-
inn tímabundið, og ákvað að snúa
ekki aftur á skólabekk. Þess í stað fór
hann til Hondúras til að gerast gull-
grafari, en var sendur aftur heim eft-
ir sex mánuði með hitabeltisveiki.
Næstu árin var hann ýmist sjómað-
ur, asnahirðir, flækingur eða blaða-
maður. í desember 1912 fékk hann
berklaveiki og var lagður inn á spít-
ala, og það var þá sem hann byrjaði
að lesa leikrit af krafti, og var Svíinn
þunglyndi Strindberg í sérstöku
uppáhaldi.
Upp ffá þessu hóf hann að skrifa
leikrit, og persónur hans voru oftar
en ekki byggðar á einstaklingum
sem hann hafði hitt á flækingsárum
sínum. Árið 1916 komst hann í kynni
við leikhópinn „The Provincetown
Players," og varð brátt hirðskáld
hópsins. Leikritið Beyond the
Horizon var sett upp á Broadway
árið 1920, og frægðarsól hans reis
hratt upp frá því. Árið 1936 fékk
hann svo Nóbelsverðlaun í bók-
menntum. En það var einmitt upp-
frá því sem vinsældir hans tóku að
dala, þveröfugt við Halldór Laxness
sem öðlaðist loks almenna viður-
kenningu þegar hann fékk sín
verðlaun 20 árum eftir Eugene. Ný
kynslóð gagnrýnenda gaf lítið fyrir
verk hans, og hann hvarf af sjónar-
sviðinu. En þörf hans til að skrifa var
áfram öllu öðru yfirsterkari, og það
var einmitt á þessum tíma sem hann
skrifaði flest sín helstu verk, svo sem
The Iceman Cometh og A Long Days
Journey into the Night. Flest þessara
verka hans voru þó ekki sett upp
meðan hann lifði. Hann dó í kyrrþey
árið 1953.
Það liðú ekki nema þrjú ár þar til
verk hans voru enduruppgötvuð og
sett upp á Broadway, og er hann í
dag ekki einungis talinn fyrsta
merka bandaríska leikritaskáldið,
heldur eitt af merkustu leikrita-
skáldum allra tíma.
Sorgin klæðir Elektru var skrifað
árið 1931. Leikritið er byggt á harm-
Sorgin klæðir
Elektru eftir
Eugene O'Neill er
sýnt á Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhúss-
ins með Hilmi
Snæ, Arnbjörgu
Hlíf og Guðrúnu
Gísladóttur í aðal
hlutverkum.
Helsi
Bandarikjanna
leik Æskilos, Oreisteu sem fjallar
um konu sem drepur eiginmann
sinn og dóttur sem reynir að hefna
föður síns. O’Neill var undir mikl-
um áhrifum frá sálgreiningarað-
ferðum Freuds og Jungs, og kemur
þetta skýrt fram í leikritinu. Upp-
runalega gerist verkið eftir lok
bandaríska borgarastríðsins en í
Sarah Jessica Parker hefur verið valin tískudrottning New
York borgar. Leflckonan sem sló í gegn í þáttunum Sex and the
City þykir afar smart í klæðnaði og stfll hennar bæði í senn per-
. sónulegur og faglegur. Hátíðarhöldin fara fram í júni en þar
mun hönnuðurinn Donna Karan fá verðlaun fyrir ævistarf sitt
L ásamt því að kventískuhönnuður ársins verður valinn. Þeir
I, sem eru tilnefhdir eru Carolina Herrera, Marc Jacobs, Michael
Kors og Ralph Rucci. Þess ber að geta að P. Diddy er tilnefnd-
Úklk ur í flokki karlatískunnar.
uppfærslu Þjóðlefldiússins er tíma-
setningin óræð. Með helstu hlut-
verk fara Hilmir Snær Guðnason,
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Guörún
Gísladóttir og Ingvar E. Sigurðsson,
en þetta er í fyrsta sinn sem hann
stígur á svið í Þjóðleikhúsinu í þó
nokkurn tíma.
valur@dv.is
Samstarfssjóður
Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar
auglýsir eftír styrkumsóknum
fyrir árið 2004
Reykjavíkurborg er aðili að sjóði höfuðborga Færeyja, Græn-
lands og íslands. Sjóðurinn hefur að markmiði að efla skilning
og samstarf milli þessara borga, íbúa þeirra, samtaka og stjórn-
málamanna og veita fjárstyrki til verkefna sem þjóna þessum
markmiðum.
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til verkefna
sem tengjast samskiptum milli bæjanna og efla tengsl þeirra
með einhverjum hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða
íþrótta.
í umsókn skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega, fyrir-
komulagi þeirra, tímasetningu og kostnaði.
Skriflegri umsókn skal beint til:
Samstarfssjóður Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar
b.t. Gunnars Eydal, skrifstofustjóra borgarstjórnar Ráðhúsi
Reykjavíkur 101 Reykjavík
Umsóknir berist eigi síðar en 7. maí n.k. og koma umsóknir
sem síðar kunna að berast ekki til afgreiðslu.
Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða.
Æskilegt er að umsókn fylgi þýðing á dönsku.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjórnar,
Ráðhúsi Reykjavíkur, s: (354) 563 2000.
Stjórn sjóðsins mun afgreiða umsóknir í júní n.k.
Reykjavík, 31. mars 2004
Borgarstjórinn í Reykjavík