Akranes - 01.01.1957, Side 21

Akranes - 01.01.1957, Side 21
verið sigld upp. Nokkru síðar skrifaði konungur borgarráðinu í Brimum — og tjáir því, að kaupmönnum þar hafi tek- ist að ljúga út leyfisbréf fyrir Nesvogi undir nafninu Stykkishólmur, — og bið- ur hann ráðið að heimta af kaupmönnum leiðarbróf þeirra. Kaupmennirnir þver- neituðu að skila leiðarbréfum sínum — og kváðu kæru Aldinborgaranna sprottna af illgirni og öfund, þvi að Nesvogur og Stykkishólmur væru tvær hafnir. 1 þessu stappi stóð i 3 ár — og verzlaði hvor á sinni höfn — Aldinborgargreifinn í Nes- vogi og Brimarinn i Stykkishólmi. Sum- arið 1597 fengu Brimarakaupmenn vott- orð 12 Islendinga iir Stykkishólmi og ná- grenni, um að Stykkishólmur og Nesvog- ur væru tvær hafnir. Vottorð þessi voru send konungi — og hélt verzlunin áfram á báðum stöðunum um sinn. Brátt lagð- ist Nesvogur niður, og Stykkishólmur varð aðalverzlunarstaðurinn. Er Aldin- borgargreifinn sótti næst um hafnirnar árið 1600, sækir hann um Stykkishólm og Grundarfjörð, en þá er Nesvogur dottinn úr sögunni. Árið 1602, er verzlunareinokun Dana hefst — og hafnirnar eru leigðar, er Stykkishólmur leigður, en Nesvogs hvergi getið. Þar er engin verzlun lengur. öll skjöl viðvíkjandi upphafi verzlunar í Stykkishólmi eru i Landsskjalasafni greif- ans af Aldinborg og Ríkisskjalasafni i Brimurn. Einnig eru þar verzlunarbækur og skuldalistar þýzkra kaupmanna í Nes- vogi — og munu það vera elztu íslenzku verzlunarbækur sem til eru. Samkvæmt framansögðu verður Stykkishólmur verzl- unarstaður 1596, og hefja Brimarar verzlun þar með einkennilegum hætti, eins og ég gat um hér að framan. Verzl- un hefir því verið rekin i Stykkishólmi í 360 ór. Ólafsvik varð verzlunarstaður 1686 eða 90 árum síðar, og Hellissandur ekki fyrr en eftir síðustu aldamót. Hins vegar má segja, að kaupskapur hafi allt frá landnámsöld verið rekinn í Rifi, Grundarfirði og Kumbaravogi, þó að þessir staðir hafi lagzt niður, eða ekki verið reknir með sama hætti sem átti sér stað fyrr á öldum. Gera má ráð fyrir að verzlun í Rifi hefjist á ný, eftir að góð höfn þar gefur möguleika til þess. Er verzlunareinokun Dana hófst hér á landi 1602 var verzlun landsins skipt á milli borgaranna í 3 borgum Danaveld- is: Kaupmannahöfn, Málmey og Hels- ingjareyri. 20 höfnum eða verzlunarstöð- um hér á landi var skipt á milli kaup- manna frá þessum 3 borgum — og sem þeim var gefið leyfi til að sigla til. 7 þessara hafna lentu í hlut Málmeyjar- kaupmanna, J). á. m. Stykkishóhmn-. Árið 1612 skeði það einkennilega atvik, að Brimarar komu á skipi sínu til verzl- unar í Stykkishólmi, ])rátt fyrir einokun- ina. Var enginn Dani á skipinu. Það er líkast þvi, að Brimararnir hafi borið tryggð til Stykkishólms, með því að þeir fyrstir manna hófu verzlun sína ])ar. Þetta sama ár kom ekkert skip frá Málm- ey. Kaupmaðurinn í Málmey, sem átti að sjá um verzlunina í Stykkishólmi hét Jakob Bremer, og hefir að líkindum verið frá Brimum. Hann var þá orðinn efna- lítill eða gjaldþrota, svo að hann hefir að likindum fengið vini sína á Brimum til að hlaupa imdir bagga með sér „að sigla höfnina upp“, eins og það var nefnt — enda þótt það bryti í bág við lög og vilja Danakonungs. Um miðja 17. öld kemur merkur kaup- maður við sögu verzlunarinnar i Stykkis- hólmi. Það var Jónas Trellund, sem var i félagi við einn helzta kaupsýslumann Danaveldis á þeim tímum, Hans Peder- sen Bladt, sem síðar varð borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Jónas Trellund rak hér A K R A N E S 21

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.