Akranes - 01.01.1957, Qupperneq 21

Akranes - 01.01.1957, Qupperneq 21
verið sigld upp. Nokkru síðar skrifaði konungur borgarráðinu í Brimum — og tjáir því, að kaupmönnum þar hafi tek- ist að ljúga út leyfisbréf fyrir Nesvogi undir nafninu Stykkishólmur, — og bið- ur hann ráðið að heimta af kaupmönnum leiðarbróf þeirra. Kaupmennirnir þver- neituðu að skila leiðarbréfum sínum — og kváðu kæru Aldinborgaranna sprottna af illgirni og öfund, þvi að Nesvogur og Stykkishólmur væru tvær hafnir. 1 þessu stappi stóð i 3 ár — og verzlaði hvor á sinni höfn — Aldinborgargreifinn í Nes- vogi og Brimarinn i Stykkishólmi. Sum- arið 1597 fengu Brimarakaupmenn vott- orð 12 Islendinga iir Stykkishólmi og ná- grenni, um að Stykkishólmur og Nesvog- ur væru tvær hafnir. Vottorð þessi voru send konungi — og hélt verzlunin áfram á báðum stöðunum um sinn. Brátt lagð- ist Nesvogur niður, og Stykkishólmur varð aðalverzlunarstaðurinn. Er Aldin- borgargreifinn sótti næst um hafnirnar árið 1600, sækir hann um Stykkishólm og Grundarfjörð, en þá er Nesvogur dottinn úr sögunni. Árið 1602, er verzlunareinokun Dana hefst — og hafnirnar eru leigðar, er Stykkishólmur leigður, en Nesvogs hvergi getið. Þar er engin verzlun lengur. öll skjöl viðvíkjandi upphafi verzlunar í Stykkishólmi eru i Landsskjalasafni greif- ans af Aldinborg og Ríkisskjalasafni i Brimurn. Einnig eru þar verzlunarbækur og skuldalistar þýzkra kaupmanna í Nes- vogi — og munu það vera elztu íslenzku verzlunarbækur sem til eru. Samkvæmt framansögðu verður Stykkishólmur verzl- unarstaður 1596, og hefja Brimarar verzlun þar með einkennilegum hætti, eins og ég gat um hér að framan. Verzl- un hefir því verið rekin i Stykkishólmi í 360 ór. Ólafsvik varð verzlunarstaður 1686 eða 90 árum síðar, og Hellissandur ekki fyrr en eftir síðustu aldamót. Hins vegar má segja, að kaupskapur hafi allt frá landnámsöld verið rekinn í Rifi, Grundarfirði og Kumbaravogi, þó að þessir staðir hafi lagzt niður, eða ekki verið reknir með sama hætti sem átti sér stað fyrr á öldum. Gera má ráð fyrir að verzlun í Rifi hefjist á ný, eftir að góð höfn þar gefur möguleika til þess. Er verzlunareinokun Dana hófst hér á landi 1602 var verzlun landsins skipt á milli borgaranna í 3 borgum Danaveld- is: Kaupmannahöfn, Málmey og Hels- ingjareyri. 20 höfnum eða verzlunarstöð- um hér á landi var skipt á milli kaup- manna frá þessum 3 borgum — og sem þeim var gefið leyfi til að sigla til. 7 þessara hafna lentu í hlut Málmeyjar- kaupmanna, J). á. m. Stykkishóhmn-. Árið 1612 skeði það einkennilega atvik, að Brimarar komu á skipi sínu til verzl- unar í Stykkishólmi, ])rátt fyrir einokun- ina. Var enginn Dani á skipinu. Það er líkast þvi, að Brimararnir hafi borið tryggð til Stykkishólms, með því að þeir fyrstir manna hófu verzlun sína ])ar. Þetta sama ár kom ekkert skip frá Málm- ey. Kaupmaðurinn í Málmey, sem átti að sjá um verzlunina í Stykkishólmi hét Jakob Bremer, og hefir að líkindum verið frá Brimum. Hann var þá orðinn efna- lítill eða gjaldþrota, svo að hann hefir að likindum fengið vini sína á Brimum til að hlaupa imdir bagga með sér „að sigla höfnina upp“, eins og það var nefnt — enda þótt það bryti í bág við lög og vilja Danakonungs. Um miðja 17. öld kemur merkur kaup- maður við sögu verzlunarinnar i Stykkis- hólmi. Það var Jónas Trellund, sem var i félagi við einn helzta kaupsýslumann Danaveldis á þeim tímum, Hans Peder- sen Bladt, sem síðar varð borgarstjóri í Kaupmannahöfn. Jónas Trellund rak hér A K R A N E S 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.