Akranes - 01.01.1957, Síða 24
sem var fyrirmynd að reglusemi og hátt-
prýði. Hjá honum lærði hann verzlunar-
störf. Jón byrjaði að verzla í Flatey, er
verzlunin var gefin frjáls, en verzlaði
þar aðeins í 7 ár. Vorið 1794, þrítugur
að aldri, flutti hann til Stykkishólms og
verzlaði þar til dauðadags árið 1836.
Þegar Jón flutti til Stykkishólms var að-
eins eitt heimili í kauptúninu, heimili
Diðriks Hölter kaupmanns, alls 10
manns. Jón byggði sér verzlunarhús, þar
sem gamla Apótekið (Möllers) stendur
og íbúðarhús þar skammt frá (Schjödts-
hús, sem nú er löngu rifið). Jón ræktaði
tún inn í tanga og gerði mikla matjurta-
garða. Diðrik Hölter yngri rak verzlun-
ina eftir föður sinn — og fór vel á með
kaupmönnunum í Stykkishólmi meðan
Höltersfeðga naut við.
Árið 1806 kaupir Ólafur riddari Thor-
lacius á Bíldudal eignir Höltersfeðga,
ásamt Grunnasundsnesi, en í landi þess
hefir Stykkishólmur byggzt. Olafur Thor-
lacius keypti öll konungsverzlimarhúsin,
sem stóðu norður af íbúðarhúsi mínu
(Clausenshúsi), ásamt Grunnasundsnesi
og Melrakkaey, fyrir 5300 rd. og greiddi
út í hönd. Ó. Thorlacius réði Boga stúd-
ent Benediktsson frá Staðarfelli sem
verzlunarstjóra — og flutti hann til
Stykkishólms árið 1807.
Það er ekki ofmælt, að ekkert kaup-
tún hér á landi átti á þeim tima á að
skipa jafn lærðum og merkum kaup-
mönnum og Stykkishólmur, þar sem þeir
báðir, Jón Kolbeinsson og Bogi Benedikts-
son, voru með embættispróf, gáfaðir
menn og hálærðir. Sama mátti segja um
konur þeirra beggja — Ragnheiði, konu
Jóns, sem var systir séra Eggerts Jóns-
sonar á Ballará — og Jarþrúði Jóns-
dóttur, konu Boga. Þær voru báðar
prestsdætur, vel ættaðar, gáfaðar og
skörungur að hagsýni og stjómsemi. Það
urðu þó ekki hlutskipti þessa merka fólks,
sem voru einu íbúar Stykkishólms á
fyrsta tug 19. aldarinnar, að lifa í friði
og eindrægni. Uldeilur komu upp milli
þeirra Ragnheiðar og Jarþrúðar — og
kaupmennirnir áttu i harðsóttu mála-
þrasi, svo að þeir töluðust ekki við ár-
um saman. Bogi fékk umráðarétt jarðar-
innar Grunnasundsness, en í landareign
hennar hafði Jón Kolbeinsson ræktað tún
sitt og matjurtagarða. Bogi leit þessa
ræktun öfundaraugum, og neytti allra
bragða til að ná henni imdir sig — og
urðu málaferli mikil út af þessu. Mörg
vitni voru leidd og þvældi Bogi þeim
fyrir réttinum, eins og auðið var með
flóknum spurningum. Jón Kolbeinsson
þybbaðist við — og svo fóru leikar, að
hann bar sigur úr býtum og sat að jarð-
rækt sinni og framkvæmdum. Jón og
Bogi áttu oft í brösum út af einu og öðru
— og var það mjög hvimleitt, þar eð
þeir voru svo að segja einir í sambýli í
Stykkishólmi fyrstu tvo áratugi 19. aldar-
innar.
Jón Kolbeinsson rak mikla verzlun og
þótti góður viðskiptis. Hann átti spekú-
lantsskip, sem hann sendi víðs vegar að
sumrinu. Var Ólafur Snóksdalín, ætt-
fræðingur, verzlunarstjóri hans á þessrnn
spekúlantsferðum. Ólafur var einnig
mörg ár fisktökumaður fyrir hann í Drít-
vík undir Jökli. Jón setti á stofn útibú
i Straumfirði á Mýrum — og var Ólaf-
ur einnig fulltrúi hans þar. t>á byggði
Jón fisktökuhús á Hellissandi árið 1827,
en þar var Bjarni „Lods“ úr Höskulds-
ey fisktökumaður fyrir hann. Hákarla-
skip átti Jón einnig, svo að auðsætt er,
að hann hafði mikið tnnleikis, enda
græddist honum fé og var talinn efnað-
ur maður. Varð hann þó fyrir miklum
skaða, er danski þjóðbankinn hrundi
1810, þar sem hann átti töluvert mikið
24
AKRANES