Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 24

Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 24
sem var fyrirmynd að reglusemi og hátt- prýði. Hjá honum lærði hann verzlunar- störf. Jón byrjaði að verzla í Flatey, er verzlunin var gefin frjáls, en verzlaði þar aðeins í 7 ár. Vorið 1794, þrítugur að aldri, flutti hann til Stykkishólms og verzlaði þar til dauðadags árið 1836. Þegar Jón flutti til Stykkishólms var að- eins eitt heimili í kauptúninu, heimili Diðriks Hölter kaupmanns, alls 10 manns. Jón byggði sér verzlunarhús, þar sem gamla Apótekið (Möllers) stendur og íbúðarhús þar skammt frá (Schjödts- hús, sem nú er löngu rifið). Jón ræktaði tún inn í tanga og gerði mikla matjurta- garða. Diðrik Hölter yngri rak verzlun- ina eftir föður sinn — og fór vel á með kaupmönnunum í Stykkishólmi meðan Höltersfeðga naut við. Árið 1806 kaupir Ólafur riddari Thor- lacius á Bíldudal eignir Höltersfeðga, ásamt Grunnasundsnesi, en í landi þess hefir Stykkishólmur byggzt. Olafur Thor- lacius keypti öll konungsverzlimarhúsin, sem stóðu norður af íbúðarhúsi mínu (Clausenshúsi), ásamt Grunnasundsnesi og Melrakkaey, fyrir 5300 rd. og greiddi út í hönd. Ó. Thorlacius réði Boga stúd- ent Benediktsson frá Staðarfelli sem verzlunarstjóra — og flutti hann til Stykkishólms árið 1807. Það er ekki ofmælt, að ekkert kaup- tún hér á landi átti á þeim tima á að skipa jafn lærðum og merkum kaup- mönnum og Stykkishólmur, þar sem þeir báðir, Jón Kolbeinsson og Bogi Benedikts- son, voru með embættispróf, gáfaðir menn og hálærðir. Sama mátti segja um konur þeirra beggja — Ragnheiði, konu Jóns, sem var systir séra Eggerts Jóns- sonar á Ballará — og Jarþrúði Jóns- dóttur, konu Boga. Þær voru báðar prestsdætur, vel ættaðar, gáfaðar og skörungur að hagsýni og stjómsemi. Það urðu þó ekki hlutskipti þessa merka fólks, sem voru einu íbúar Stykkishólms á fyrsta tug 19. aldarinnar, að lifa í friði og eindrægni. Uldeilur komu upp milli þeirra Ragnheiðar og Jarþrúðar — og kaupmennirnir áttu i harðsóttu mála- þrasi, svo að þeir töluðust ekki við ár- um saman. Bogi fékk umráðarétt jarðar- innar Grunnasundsness, en í landareign hennar hafði Jón Kolbeinsson ræktað tún sitt og matjurtagarða. Bogi leit þessa ræktun öfundaraugum, og neytti allra bragða til að ná henni imdir sig — og urðu málaferli mikil út af þessu. Mörg vitni voru leidd og þvældi Bogi þeim fyrir réttinum, eins og auðið var með flóknum spurningum. Jón Kolbeinsson þybbaðist við — og svo fóru leikar, að hann bar sigur úr býtum og sat að jarð- rækt sinni og framkvæmdum. Jón og Bogi áttu oft í brösum út af einu og öðru — og var það mjög hvimleitt, þar eð þeir voru svo að segja einir í sambýli í Stykkishólmi fyrstu tvo áratugi 19. aldar- innar. Jón Kolbeinsson rak mikla verzlun og þótti góður viðskiptis. Hann átti spekú- lantsskip, sem hann sendi víðs vegar að sumrinu. Var Ólafur Snóksdalín, ætt- fræðingur, verzlunarstjóri hans á þessrnn spekúlantsferðum. Ólafur var einnig mörg ár fisktökumaður fyrir hann í Drít- vík undir Jökli. Jón setti á stofn útibú i Straumfirði á Mýrum — og var Ólaf- ur einnig fulltrúi hans þar. t>á byggði Jón fisktökuhús á Hellissandi árið 1827, en þar var Bjarni „Lods“ úr Höskulds- ey fisktökumaður fyrir hann. Hákarla- skip átti Jón einnig, svo að auðsætt er, að hann hafði mikið tnnleikis, enda græddist honum fé og var talinn efnað- ur maður. Varð hann þó fyrir miklum skaða, er danski þjóðbankinn hrundi 1810, þar sem hann átti töluvert mikið 24 AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.