Akranes - 01.01.1957, Side 34

Akranes - 01.01.1957, Side 34
Þessi mynd aj Siglufirði, var tekin s. I. sumar, þegar sildarverksmiSjurnar voru að fara í gang hver af annarri. Reykinn af þeim leggur hútt í loft upp, því dð logn er i bænum. ■— (Ljósm.: Jóhannes Þórðarson, Siglufirði). það, að fjöregg atvinnulífsins á Siglu- firði síðastliðin 2 ár, sé útgerð tveggja togara á vegum bæjarins. Þegar annar þeirra er í höfn með afla, vinna þar á 3. hundrað manns. Á s. 1. ári var tap á skipunum 1,4 milljón kr., en nokkru meira vegna strandsins á b.v. Hafliða. 1 vinnulaun greiddu þeir hins vegar 12 milljón kr. á sjó og landi. Þrátt fyrir tapið, hefur togarareksturinn verið bæn- um ómetanleg lyftistöng atvinnulífsins. S. 1. vetur voru eingöngu Siglfirzkir sjó- menn á skipunum, og eru þeir taldir mjög góðir togarasjómenn, eftir að þeir fóru að venjast þeim veiðum. Skipstjór- ar á skipunum eru: Gísli Jónsson og Al- freð Finnbogason, báðir eru þeir úrvals- menn og með þeirn hæstu í flotanum. Með aðstoð ríkisins fengu togarar bæj- arins ómetanlega aðstöðu við rekstur skipanna, er það byggði fullkomið hrað- frystihús í sambandi við Síldarverksmiðj- ur ríkisins. Þetta hús tók til starfa 27. október 1953, og framleiðir einnig ís handa þeim, svo að nú athafna þeir sig algerlega í heimahöfn (Ef Akurnesingar hefðu svoddan heilsu). 1 Siglufirði eru og gerðir út nokkrir vélbátar á tímabilinu okt.—des., og svo eitthvað á vorin, áður en síldveiðar hefj- ast. Þetta gefur auðvitað nokkra vinnu. Afli er oft tregur og stirðar gæftir. Flef- ur aflinn þó farið heldur batnandi hin síðari ár. 34 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.