Akranes - 01.01.1957, Side 51

Akranes - 01.01.1957, Side 51
ÓL. B. BJÖRNSSON: Þættir úr sögu Akraness 5 6. HVERSU AKRANES BYGGÐIST 4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna. 114. Bergþórshvolí — Skólabraut 29. Þetta var timburhús, byggt 1897, 12 álna langt og 6 álna breytt. Ibúðarher- bergi voru sitt í hvorum enda. Kjallari var undir öllu húsinu. Inngangsskúr var við norðurhlið. Húsið er fyrst virt 15. febrúar 1900, síðast i virðingargerðirmi stendur svo: „Húsið er vel gjört, vandað og vel hirt. Þetta hús er nú virt á kr. 1000.00“. Hús þetta byggði Bergþór Árnason, og bjó þar eftir það meðan hann lifði. í kirkjubókinni hér hefur síra Þorsteinn Briem skrifað niður eftir Bergþóri, að hann sé fæddur í Stóra-Lambhaga í 1. viku þorra 1844. Þetta er ekki rétt. Hann er fæddur þar 14. nóv. 1845. Faðir Bergþórs, Árni Bergþórsson, er fæddur á Hafþórsstöðum í Norðurárdal 3. maí 1798. Hann var tvíburi móti and- vana bróður, og sjálfur skírður skemmri skírn og því verið talið mjög tvísýnt um líf drengsins. Foreldrar Árna voru: Berg- þór Ólafsson og Þórunn Bjarnadóttir, hjón búandi á Hafþórsstöðum. Líklega hefur Þórunn þessi verið trúlofuð eða gift áður, því að í aðalmanntalinu 1801 eru hjá þeim þessi börn þeirra hjóna: Ólafur, Árni, Ingibjörg og Arndís. Foreldrar Bergþórs Árnasonar voru: Árni Bergþórsson, fyrnefndur, bóndi í Stóra-Lambhaga og kona hans Málfríður Guðlaugsdóttir. Foreldrar hennar voru: Guðlaugur Bjaimason og Þóra Sigurðar- dóttir, hjón á Kolslæk í Hálsasveit. Mál- friður þessi er fædd 21. júlí 1804. I Manntalinu 1801 er á Kolslæk þetta fólk: Guðlaugur Bjarnason, 33 ára. Þóra Sigurðardóttir, 32 ára. Bjarni Guðlaugsson cg Ingibjörg Guðlaugsdóttir, börn þeirra. I aðalmanntalinu 1850 er eftirtalið fólk í Stóra-Lambhaga: Árni Bergþórsson, 55 ára og kona hans Málfríður Guðlaugsdóttir. Þórunn Árnadóttir. Jóhanna Árnadóttir. Arnfríður Árnadóttir. öll fædd í Reykholtssókn. Guðrún Árnadóttir. Árni Árnason. Sigríður Árnadóttir. Erlendur Árnason. Bergþór Árnason. Ólafur Árnason. Líklega öll fædd í Stóra-Lambhaga. Heyrt hefi ég að þessi börn hafi verið 14 alls, en sennilega hafa nokkur þeirra dáið ung. Af þessu er ljóst, að Árni og Málfríður hafa fyrst búið í Reykholts- sókn, en ekki hefi ég athugað hvar. Það getur verið að byrjað hafi verið að byggja þetta hús á árinu 1896, en þeirra hjóna er þar fyrst getið í desember 1897, og árið 1896 eru þau á Austurvöllum, en þau voru hér víðar, m. a. i Garðhús- um. 1897 er á Bergþórshvoli þetta fólk: AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.