Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 51

Akranes - 01.01.1957, Blaðsíða 51
ÓL. B. BJÖRNSSON: Þættir úr sögu Akraness 5 6. HVERSU AKRANES BYGGÐIST 4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna. 114. Bergþórshvolí — Skólabraut 29. Þetta var timburhús, byggt 1897, 12 álna langt og 6 álna breytt. Ibúðarher- bergi voru sitt í hvorum enda. Kjallari var undir öllu húsinu. Inngangsskúr var við norðurhlið. Húsið er fyrst virt 15. febrúar 1900, síðast i virðingargerðirmi stendur svo: „Húsið er vel gjört, vandað og vel hirt. Þetta hús er nú virt á kr. 1000.00“. Hús þetta byggði Bergþór Árnason, og bjó þar eftir það meðan hann lifði. í kirkjubókinni hér hefur síra Þorsteinn Briem skrifað niður eftir Bergþóri, að hann sé fæddur í Stóra-Lambhaga í 1. viku þorra 1844. Þetta er ekki rétt. Hann er fæddur þar 14. nóv. 1845. Faðir Bergþórs, Árni Bergþórsson, er fæddur á Hafþórsstöðum í Norðurárdal 3. maí 1798. Hann var tvíburi móti and- vana bróður, og sjálfur skírður skemmri skírn og því verið talið mjög tvísýnt um líf drengsins. Foreldrar Árna voru: Berg- þór Ólafsson og Þórunn Bjarnadóttir, hjón búandi á Hafþórsstöðum. Líklega hefur Þórunn þessi verið trúlofuð eða gift áður, því að í aðalmanntalinu 1801 eru hjá þeim þessi börn þeirra hjóna: Ólafur, Árni, Ingibjörg og Arndís. Foreldrar Bergþórs Árnasonar voru: Árni Bergþórsson, fyrnefndur, bóndi í Stóra-Lambhaga og kona hans Málfríður Guðlaugsdóttir. Foreldrar hennar voru: Guðlaugur Bjaimason og Þóra Sigurðar- dóttir, hjón á Kolslæk í Hálsasveit. Mál- friður þessi er fædd 21. júlí 1804. I Manntalinu 1801 er á Kolslæk þetta fólk: Guðlaugur Bjarnason, 33 ára. Þóra Sigurðardóttir, 32 ára. Bjarni Guðlaugsson cg Ingibjörg Guðlaugsdóttir, börn þeirra. I aðalmanntalinu 1850 er eftirtalið fólk í Stóra-Lambhaga: Árni Bergþórsson, 55 ára og kona hans Málfríður Guðlaugsdóttir. Þórunn Árnadóttir. Jóhanna Árnadóttir. Arnfríður Árnadóttir. öll fædd í Reykholtssókn. Guðrún Árnadóttir. Árni Árnason. Sigríður Árnadóttir. Erlendur Árnason. Bergþór Árnason. Ólafur Árnason. Líklega öll fædd í Stóra-Lambhaga. Heyrt hefi ég að þessi börn hafi verið 14 alls, en sennilega hafa nokkur þeirra dáið ung. Af þessu er ljóst, að Árni og Málfríður hafa fyrst búið í Reykholts- sókn, en ekki hefi ég athugað hvar. Það getur verið að byrjað hafi verið að byggja þetta hús á árinu 1896, en þeirra hjóna er þar fyrst getið í desember 1897, og árið 1896 eru þau á Austurvöllum, en þau voru hér víðar, m. a. i Garðhús- um. 1897 er á Bergþórshvoli þetta fólk: AKRANES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.