Akranes - 01.01.1957, Page 54

Akranes - 01.01.1957, Page 54
Bjarni Brynjólfsson. bónda í Lækjardal á Skagaströnd Jóns- sonar. Kona Brynjólfs og móðir Bjarna var Ingiríður, dóttir Ólafs bónda í Vestri- Rauðárhól í Stokkseyrarhreppi Jensson- ar í Ranakoti, Haagenssonar, Jens Möll- ers beykis á Skúmsstöðum, Jónssonar í Steinskoti, Nikulássonar. Jens druknaði af Jóni stromp í lendingu í Þorlákshöfn 25. febrúar 1812. (Guðni Jónsson scgir frá því, „að sá róður hafi verið farinn fyrir óskiljanlegt ofurkapp Jens Haagens- sonar. Þótti mönnum sem feigð hefði kallað hann“. Kona Jens Haagenssonar var Margrét Helgadóttir hreppstjóra i Brattsholti Sigurðssonar, Ólafur Jensson er fæddur 1803, bjó einnig í Vestra-Stokkseyrarseli, en flutt- ist 1845 að Vigdisarvöllum, en bjó síð- ast í Setbergskoti við Hafnarfjörð og dó þar 7. marz 1860. Kona hans var Guð- rún Halldórsdóttir, og áttu þau 4 börn, sem komust upp. Meðal þeirra voru fyrr- nefnd Ingiríður, rnóðir Bjarna Brynjólfs- sonar, og Jens, verzlunarmaður í Hafnar- firði, síðar timburmaður í Reykjavík. HallfríÖur Sigtryggsdóttir. Tíu ára gamall fluttist Bjarni með foreldrum sínum í Skagann og átti þar heima alla stund síðan til dauðadags, 28. marz 1955. Aðeins 12 ára gamall byrjaði Bjarni sjómannsferil sinn á opnu skipi, og mátti segja að hann stundaði sjó óslitið alla ævi, eða um 64 ára skeið. Hann varð snemma formaður á áraskipum, en þeg- ar mótorbátarnir koma til sögunnar varð hann fljótur til í félagi við nokkra aðra menn að byggja mótorbát, m/b Hegra. Á honum varð hann vélstjóri, og lengi bæði vélstjóri og formaður, þótt hann hefði hvorugt lært. Hefur nokkuð verið sagt frá þessu í útgerðarþættinum áður í blaðinu. Bjarni var allvel greindur og sérstak- lega athugull, og vildi vita sem flest til hlítar. Hann var því enginn óðagotsmað- •ur, fór sér hægt, en vildi þó ekki síður en ýmsir ná marki og sjá árangur af athugunum sínum og iðju. Af sinni löngu reynslu í sambandi við sjósókn og fiskveiðar, varð honum vel ljóst hve hin 54 A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.