Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2004, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 17.MAÍ2004 Fréttir 0V íslensk stjórnvöld kærð til Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir starfsmannaþvætti. Flugmenn eru sagðir fara bakdyramegin í gegnum ísland inn á Evrópska efnahagssvæðið. Áhafnaleigur í skattaparadísum. Flug- freyjur Atlanta með smánarlaun. Félag íslenskra atvinnuflug- manna hefur ákveðið að kæra ís- lensk stjórnvöld til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna meints brots á EES- samningunum. Flugmenn telja ein- sýnt að með fullgildingu Flugmála- stjórnar á réttindum erlendra flug- manna til starfa áíslenskum flugvél- um sé verið að raska samkeppnis- stöðu íslenskra flugrekenda og í því felist brot á EES-samningnum. Vís- að er tU áhafna- leiga sem flug- félög á borð við Atlanta hafa nýtt sér til að manna flugvél- ar skráðar á ís- landi. Leigulið- um háloftanna hefur ljölgað mjög og er bæði um að ræða ís- lenska flug- menn, sem ráðnir hafa ver- ið í gegnum starfsmanna- leigur á lakari kjörum en ís- lenskir kjara- samningar gera ráð fýrir, og erlenda flugmenn sem eru í miklum meirihluta enda mun ódýrara vinnuafl. Munurinn þar get- ur verið aUt að því að þeir fái einung- is einn fimmta af launum íslensku leiguliðanna. „Hér er verið að koma flugmönn- um bakdyramegin inn á Evrópska efnahagssvæðið. Stjórnvöldum er mjög laus höndin hvað varðar uppá- skriftir fyrir flugmenn sem koma á vegum áhafnaleiga," segir Halldór Þ. Sigurðsson, formaður Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna, um upp- áskriftir Flugmálastjórnar sem áhafnaleigur hafa fengið vegna er- lendra flugmanna sem fengnir hafa verið tU starfa á flugvélar íslenskra flugfélaga. Flestir leiguliðanna sem skráðir eru á íslandi starfa á flugvél- um Atlanta sem gerðar eru út um allan heim. íslandsflug hefur einnig Þorgeir Pálsson Flugmálastjóri fer með eftirlit með flugrekstr- araðilum. Honum er legiðá hálsi fyrirað skrifa upp á fyrir er- ienda flugmenn og opna þeim þannig leið inn á Evrópska efna- hagssvæðið. Atlanta Félagið er að miklu ieyti rekið með starfsliði sem fengið er i gegnum áhafnaieigur sem skráðar eru i erlendum skattaparadísum. nýtt sér áhafnaleigur en það er í litl- um mæU enda félagið ekki stórt. ís- landsflugsmenn hafa ekki fengið leiguliða utan Evrópska efnahags- svæðisins heldur hafa þeir ráðið tíl sín belgíska flugmenn á þessum kjörum. Eigendatengsl eru á mUli fé- laganna tveggja enda Magnús Þor-. steinsson ráðandi aðUi þar. Hagræðing og óöryggi Flugmenn Atlanta eru alls um 400 þegar mest er en fjöldi þeirra er mismunandi eftir verkefnastöðu. Gríðarleg hagræðing fylgir því hjá félaginu að geta fyrirvaralaust tekið fóUc út af launaskrá þegar þannig árar í rekstrinum. En jafnframt fylgir því óöryggi fýrir starfsmenn sem vita aðeins með örstuttum fýrirvara hvenær þeir verða atvinnulausir. HeimUdir DV herma að innan við 40 flugmanna Atlanta séu í stéttarfélög- um, þar af er yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra í Frjálsa flugmannafé- laginu sem starfrækt er innan Atlanta. DV leitaði eftir upplýsing- um um þessa skiptingu frá félaginu og skiptingu á miUi launamanna og verktaka eða leiguliða. Talsmaður Atlanta lofaði að þau svör myndu berast en það brást. Aðrir úr flugá- höfnum félagsins eru yfirleitt flestir utan stéttarfélaga. Flestir flugmenn Atlanta eru ráðnir af áhafnaleigum og njóta þar með ekki hefðbundinna kjara svo sem veikindaréttar og lífeyriskjara „Hér er verið að koma fiugmönnum bakdyra- megin inn á Evrópska efnahagssvæðið. Stjórn■ völdum er mjög laus höndin hvað varðar upp- áskriftir fyrir fiugmenn sem koma á veg- um áhafnaleiga“ sem íslenskir launþegar njóta. Flug- menn Atlanta eru með eigið stéttar- félag, Frjálsa flugmannafélagið, sem samið hefur við félagið um kaup og kjör. En fæstir flugmanna félagsins eru í félaginu, heldur eru á breytUeg- um kjörum sem ákveðin eru í samn- ingum félagsins við áhafnaleigur. Allt þar tíl nýlega samdi Atlanta við áhafnaleiguna Ace sem skráð var með heimflisfang á eyjunni Niue sem tUheyrir Nýja-Sjálandi. Eyjan er þekkt aflandsstöð eða með öðrum orðum skattaparadís. Orðrómur er um að Atlanta hafl sjálft rekið þetta fyrirtæki sem í raun hafi verið póstkassi og netfang en það fékkst ekki staðfest frá félaginu Á þriðja tug íslenskra flugmanna og flugfreyja sögð hafa hætt störfum Silfurvíkingar og leiguliðar hjá Atlanta Á þriðja tug íslenskra flugmanna og flugfreyja sem starfað hafa á leigtfliðakjörum hafa á undanfömum mánuðum hætt störfum hjá flugfélaginu Atlanta, samkvæmt því sem fyrrverandi flugmað- ur félagsins segir. Gríðarleg ólga hefur að undanförnu verið meðal þeirra sem starfa við pílagrímaflug félagsins og víðar. Heimildir DV herma að einungis í undantekningartilfellum fái starfsfólk að ganga í stéttarfélög og þeir sem maldi í móinn séu einfaldlega reknir. Heimildarmað- ur DV sem starfað hef- ur hjá flugfélaginu seg- ir að stjómendur félags- ins gangi langt í því að ná fram sparnaði. Til dæmis hafi íslenskar flugfreyjur sem vildu fara heim í hefðbundnum tíu daga fríum orðið að borga farmiðana til og frá íslandi sjálfar. Því séu dæmi um að fólk fari heim til ís lands en snúi ekki aftur til starfa. Flugmaðurinn segir að fé- lagið hafi gengið svo langt gagnvart flugmönnum félagsins að láta þá sjálfa greiða námskeiðsgjald vegna þjáifunar þeirra á vegum fé- lagsins. „Þar hefur félagið ávinning af því að spara útgjöldin en græðir líka þar sem Flugskóli fslands sem annast þjálfunina er að hluta í eigu Atlanta," segir hann. Flugmenn hjá Atlanta em sumir hverjir í félagi sem heitir Frjálsa flugmannafélagið. Aðild að félaginu íylgja betri kjör en gengur og gerist en þar inni fái einungis útvaldir. ,Á meðal okkar leiguliðanna kallast þeir silfurvíkingarnir. Þetta er lokaður klúbbur þangað sem nýir félagar fá aðeins að koma inn ftir undarlegum leiðum," segir fyrrverandi flugmaður Atlanta sem ekki viil láta nafns síns getið af ótta við hefndaraðgerðir. Hann segir að laun sín hafi numið 170 bandaríkjadoflurum á dag eða sem nemur rúmum 12 þúsund krónum. Hann segist þekkja dæmi um að indverskur flugmaður hafi haft um 30 dollara á dag í laun eða um 2.200 krón- ur á dag. „Þetta er ekkert annað en hvítt þrælahald." „Fengum stundum að vita með klukkutíma fyrirvara hvert við ættum að fara og hvenær," segir flugmaðurinn. Hann segir aðbúnað starfsfólks í pílagrímaflugi vera slæman. „Það er aigengt að tveir séu látnir sofa saman í tíu fermetra her- bergi. Þá em dæmi um að sex séu látnir vera í smáhýsi. Fólk fær því ekki nauðsynlega hvíld. Ég er feginn að vera kominn úr einkenn- isbúningi Atlanta," segir hann. Merki Atlanta Flugmaðurinn segist vera feginn þviað vera bú- inn að taka niður merkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.