Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 13
TlMARIT VFI 1971 23 Aðalannmarki við kortasafn skipu- lags ríkisins er hve mörg af kortum þess eru að úreldast. Hefur reynzt mjög erfitt að halda kortunum við. M.a. til þess að ráða bót á þessu var árið 1964 samið við Landmælingar rikisins um myndun allra þéttbýlis- staða á landinu úr lofti. Sumarið 1969 var myndatakan endurtek- in, og er stefnt að þvi að endur- taka myndatöku þessa á 5 ára fresti. Myndir þessar hafa verið notaðar til að leiðrétta kort í mkv. 1:2000, auk þess sem ótal aðilar hafa haft margvislegt gagn af myndum þessum. Jafnframt hafa þeir staðir verið myndaðir, sem ætlunin hefur verið að kortleggja eftir loftmynd- um hverju sinni. 3.2. Haldiö verður áfram kort- lagningu eftir því sem þörf krefur, bæði viðbót við eldri kort og eins endurmæling í stað korta, sem úrelt eru orðin og sem ekki borgar sig að leiðrétta á venjulegan hátt. Bæirnir Akranes, Hafnarfjörður, Keflavík, Egilsstaðir, Stykkishólmur, Sauðár- krókur og Neskaupstaður hafa verið endurkortlagðir eftir loftmyndum á undanförnum árum, en Borgarnes og Reyðarfjörður eru í undirbúningi. Einnig verður haldið áfram að kort- leggja höfuðborgarsvæðið eftir því sem ástæður leyfa. 3.3. Allt frá byrjun voru kort þau, sem gerð voru vegna skipulagning- ar, af nettóstærðinni 60x80 sm með 5-7 sm kanti umhverfis. Allar möpp- ur og skápar voru við það miðaðir. Sama er að segja um fyrstu mæl- ingar af Reykjavík (K. Zimsen og Ól. Þ. frá 1905-20), þær voru yfir- leitt teiknaðar á blöð með nettó- stærðina 60x80. Kortakerfi höfuð- borgarsvæðisins byggir því á þess- ari blaðstærð og þarmeð kortblaða- skiptingin. Kortvarpanir hafa yfirleitt ver- ið: staðbundinn láréttur flötur. Nokkrar bollaleggingar voru þó um höfuðborgarsvæðið, vegna þess hve stórt það er, en endir þeirra heila- brota var sá, að valinn var staðbund- inn láréttur flötur í stað keiluvörpun- ar landskerfisins. Var það gert vegna þess hve mikla vörpunarskekkju landskerfið gefur hér í Reykjavík, eða um 10 sm á 1 km. Ef um hag- kvæmari vörpun en þessa keiluvörp- un hefði verið að ræða, t.d. að hún hefði skorið tvo breiddarbauga í stað þess að snerta einn, hefði málið að sjálfsögðu horft öðruvísi við. Staður mkv. ártal nafn kortblöð Bakkafjörður 1:1000 1951 Z. P. 2 Bakkagerði, Borgarfj. ey. 1:1000 1955 M. E. 2 Bessastaðahreppur 1:500 1962 V. H. I. 14 Bíldudalur 1:500 1942 Ag. Bö. 9 Búðardalur 1:500 1964 Bj. Ó. 6 Borðeyri 1:2000 1964 loftm. 1 Blönduós 1:1000 1945 Z. P. 2 — 1:1000 1951 Z. P. 1 Bolungarvik 1:1000 1920 Sig. Kr. 1 — 1:1000 1961 Þ. Bú. 4 Borgarnes 1:1000 1921 Ax. P. — 1:1000 1929 S. J. J. V. 2 — 1:1000 1961 Ó. Á. 2 Breiðdalsvík 1:1000 1948 H H. 1 Brúarland 1:1000 1948 Ag. Bö. & Z. P. 1 Búðir á Snæfellsnesi 1:1000 1953 H. H. 1 Búðir í Fáskrúðsfirði 1:1000 1923 R. J. 1 — 1:500 1944 Ag. Bö. 8 Dalvík 1:2000 ? G. H. 1 — 1:500 1947 H. H. 8 Djúpivogur 1:1000 1953 Z. P. 3 Djúpárhreppur 1:2000 1960 Rarik 1 Drangsnes 1:500 1944 Ág. Bö. 2 Egilsstaðir 1:500 1944 Ag. Bö. 7 — 1:500 1960 B. G. 2 — 1:5000 1967 Forverk 1 Eskifjörður 1:1000 1924 H. H. E. 4 Eyrarbakki 1:500 1930 J. J. V. 13 Flatey á Breiðafirði 1:1000 1949 A. Þ. A. 2 Flateyri 1:500 1931 J. J. V. 5 Flúðir 1:1000 1948 Ág. St. 1 Garðahreppur 1:1000 1955 V. H. I. 10 — 1:2000 1966 Forverk 4 — 1:5000 1969 Forverk 1 Gerðahreppur 1:1000 1954 V. H. I. 12 Geysir í Haukadal 1:1000 1950 Z. P. 1 Grafarnes 1:500 1943 Ag. Bö. 3 Grenivík 1:1000 1951 H. H. 1 Grindavík 1:1000 1946 Z. P. 2 Grímsey 1:2000 1964 eftir loftm. Hafnarfjörður 1:500 1925 J. J. V. 12 — 1:500 1945 Ag. Bö. 2 — 1:500 1947 Z. P. 6 — 1:2000 1953 Lichtenstein 2 — 1:1000 1960 V. H. 1. 8 — 1:1000 1963 Forverk 10 — 1:2000 1966 Forverk 4 Hafnir 1:1000 1954 M. B. 2 Hella 1:1000 1953 Z. P. 1 — 1:2000 1966 Forverk 1 Hellissandur 1:500 1944 Ág. Bö. 10 Hesteyri 1:2000 1934 J. M. 1 Hlaðir v/Lagarfljót 1:2000 1965 Forverk 1 Hjalteyri 1:1000 1946 E. St. 2 Hlemmiskeið 1:1000 1949 Z. P. 1 Hnífsdalur 1:500 1934 J. J. V. 3 — 1:1000 1963 G. H. 1 Hofsós 1:2000 1934 P. E. 1 Hólmavík 1:500 1944 Ág. Bö. 4 Hrafnseyri 1:500 1945 Ag. Bö. 1 Hrisey 1:1000 1950 Z. P. 2 Hvammstangi 1:500 1941 J. J. V. 6 Hveragerði 1:1000 1937 E. B. P. 2

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.