Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 24

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 24
34 TlMARIT VFl 1971 hæöartöluútreikningar gerðir með korrelat jöfnunarforskrift Verkfræði- stofunnar Forverks h.f. Ef tirtaldar þrihyrningastöðvar voru hæðarákvarðaðar í þessari net-mæl- ingu: 6000 til 6013 incl., 6023 og 6030). (Sjá yfirlitsmynd um korta- gerð). 3.2 Tungnárkrókur Sumarið 1967 voru eftirtaldar þrí- hyrningastöðvar og hæðarmerki við Tungnárkrók fallmæld: 2209, 2211 og LT-1 til LT7 incl. Mælingin var tengd hæðarmerkj- um Orkustofnunar nr. T15, T15A, T16, T10 og Tll, og var henni jafn- að sem línumælingu eftir lengd. 3.3 Þórisvatn Sumarið 1969 voru eftirtalin hæð- armerki við Þórisvatn fallmæld: HM 801, HM 802, HM 803, HM804 og HM 807. Mælingin var tengd hæðarmerkj- um Orkustofnunar nr. FM 135, FM 138, FM 139 og FM 140. 3.4 Tenging Tungnárkrókssvæðisins og Þórisvatnssvæðisins Hæðarmerkin HM 805 ög HM 806 hafa verið fallmæld milli þessara svæða. Mælingin var tengd hæðarmerkjun- um LT-1 og HM 801. 4. KORTAGERD 4.1 Beggja vegna Þjórsár Eins og áður er nefnt hefur Lands- virkjun staðið fyrir kortagerð af all- stóru svæði beggja vegna Þjórsár frá Gljúfurleit að Eyvafeni. Kortin voru í mk. 1:2000 með 1 m hæðar- línu og urðu alls 65 að tölu, sem var mun meira heldur en upprunalega áætlunin gerði ráð fyrir. Flest eru kortin í blaðskiptingu og eru þau gerð í blaðskiptingu Orkustofnunar, en 12 þeirra eru ræmukort. Ræmu- kortin voru gerð, þar sem það þótti hentugast. Alls voru kortlagðir 6.500 ha og voru kortin myndmæld hjá Forverki h.f. Yfirlit yfir kortagerðina sézt á yfirlitskorti hér fyrir aftan. 5. ÞARFIR LANDSVIRKJNAK OG FRAMTlÐARAÆTLANIR UM MÆLINGAR 5.1 Landmælingar á vatnastæðum Þjórsár og Tungnár Fyrirsjáanlegt er, að á næstu ár- ioom : p^ ) \ ÍIJí, sro"o/.- [____________V-j^- ¦¦¦. i <" •- ¦'.',':-¦¦ :¦ Þríhyrningarstöðvar Landsvirkjunar við Tungnaárkrók. um mun Landsvirkjun halda áfram að kosta landmælingar á vatnastæð- um Þjórsár og Tungnár. Verður eink- um lögð áherzla á kortagerð í ná- kvæmum mælikvarða (1:1000, 1: 2000) á þeim stöðum, sem mann- virkjagerð hefur verið áætluð. Til þess að auðvelda þessar mæl- ingar og fella þær inn í heildarkerf- ið er að sjálfsögðu nauðsynlegt, að til séu nákvæmir kerfispunktar, greinilega merktir, sem hægt væri að ganga út frá við ofangreindar mæl- ingar. Á undanförnum árum hefur Lands- virkjun kostað til landmælinga rúmri einni milljón kr. árlega að meðaltali. Reiknað er með, að ár- legur kostnaður Landsvirkjunar vegna landmælinga fari heldur vax- andi í næstu framtíð.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.