Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 7
TIMARIT VERKFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 2.-3. hefti 1971 56. árg. Landmœlingar á Islandi Allt fram á síðustu ár höfum við Islendingar að mestu leyti verið háðir öðrum þjóðum í land- mælingu og kortagerð. Hin síðari ár hefur þó starfsemi á sviði landmælinga vaxið hér ört. Starfsemin hefur ekki þróazt á skipulegan hátt, enda ciga hér margir aðild að. Að tillögu Guð- mundar Björnssonar mælingaverkfræðings gekkst Verkfræðingafélag Islands fyrir landmæl- ingaráðstefnu, til að reyna að gefa heildaryfir- sýn yfir verkin og hvernig staðið væri að þeim. Ráðstefna þessi var haldin hinn 7. maí s.l., en hlutverk hennar var: 1) að gefa heildaryfirlit yfir landmælingar og kortagerð á Islandi 2) að gefa yfirlit yfir skipulag landmælinga 3) að meta núverandi mælingakerfi með hlið- sjón af kröfum nútíðar og framtíðar 4) að ræða framtíðarskipan landmælinga og kortagerðar 5) að ræða verkefni, sem bíða úrlausnar í land- mælingum og kortagerð. Á ráðstefnunni kom skýrt í ljós, að skipulagi landmælinga er mjög ábótavant. Hinir f jölmörgu aðilar, sem hafa þörf fyrir landmælingar og kortagerð, leysa flestir hver fyrir sig eigin þarf- ir. Verkefnaskiptingin er lítið sem ekkert skipu- lögð, og að sumum verkefnum vinna fleiri en einn aðili. Oft er unnið af vanefnum og er því stuðzt við staðbundin og ófullnægjandi mælikerfi og kemur slík vinna öðrum aðilum að takmörk- uðu gagni. Á sama tíma gerir hönnun hraðbrauta, orku- vera og meiriháttar mannvirkja meiri kröfur til nákvæmni en áður hefur þurft að gera. Islenzka þríhyrninganetið, sem til þessa hefur fullnægt sem undirstaða staðfræðilegra korta, virðist ekki fullnægja þeim kröfum, sem þá hefur þurft að gera. Aðalhæðanet, sameiginleg viðmiðun allra mannvirkja og korta, er ekkert til hér á landi. Ringulreið ríkir í kortagerð, einkum korta í stærri mælikvörðum, að því er varðar blaðskipt- ingar og mælikvarðakerfi. Óljóst er hvaða kort- vörpun verður lögð til grundvallar landmæling- um á Islandi næstu áratugi. Kort Landmælinga- stofnunar Danmerkur eru í keiluvörpun en kort Kortagerðarþjónustu Bandaríkjahers eru í þver- stæðri hólkvörpun (UTM-vörpun). Á ráðstefn- unni var rætt um nauðsyn þess að taka núver- andi kerfi til endurmats og þar kom einnig fram tillaga um að síðarnefnda kerfið yrði tekið upp. Á grundvelli þeirra upplýsinga, sem komu fram á ráðstefnunni, er óhætt að fullyrða, að núverandi skipan þessara mála er óviðunandi, og þjóðfélaginu dýrkeypt. Það var ekki mögulegt fyrir þá, sem undir- bjuggu ráðstefnuna, að sýna með fjármagnsút- reikningum, hve miklar kröfur sé eðlilegt að gera til grundvallarmælikerfanna, né hve mikið megi vinna f járhagslega með skipulegri vinnu- brögðum við landmælingar og kortagerð. Til þess þarf mun ítarlegri rannsókn. Slík könnun er hins- vegar mjög brýn og væri eðlilegur undanfari heildarendurskoðunar landmælinga á Islandi. Það eru fyrst og fremst opinberir aðilar, sem eiga hér hlut að máli, og það hlýtur að vera hlut- verk ríkisvaldsins að sjá til þess að viðunandi skipuiag sé á þessum málum. Því má segja að meginniðurstöður ráðstefnunnar felist í eftirfar- andi ábendingum til ríkisvaldsins: 1) Gerð verði úttekt á landmælingum á Islandi, bæði f járhagsleg og tæknileg. 2) Mótaðar verði kröfur, sem eðlilegt sé að gera til þrihyrninganets landsins og gerð- ar tillögur um nauðsynlegar endurbætur eða endurmælingu á því. 3) Að mótaðar verði kröfur, sem eðlilegt er að gera til hæðarkerfis landsins og gerðar tillögur um hvernig byggja skuli upp slíkt kerfi. 4) Að samræmd verði vinnubrögð í kortagerð að því er varðar kvarðaröð og blaðskipt- ingu. 5) Að gerð verði tillaga um skipulag landmæl- inga á Islandi, sem henta okkur betur en það sem nú ríkir, og að hin mikilvægustu atriði, er varða þessi mál, verði fest í lög.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.