Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 20

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 20
30 TlMARIT VFI 1971 Meóalfrévik á sjávarhœó vegna veóurs 1969 7. mynd. Línuritið sýnir belti meðalfráviks sjdvarhœðar ársins 1969 vegna ófyrirsjáarilegra áhrifa veðurs samkvœmt flóðathugunum í Reykjavík. Sjómælingar færðar á milli ráðu- neyta, þ.e. frá samgönguráðuneyt- inu yfir til dómsmálaráðuneytisins, og losnaði þá nokkuð um þau tengsl, sem stofnunin hafði við emb- ætti Vitamálastjóra, og má segja, að frá þeim tíma séu Sjómælingar al- veg sjálfstæð stofnun, ef það hefur áður verið einhverjum vafa undir- orpið. Hinsvegar er óhjákvæmilegt, að samstarf Vitamálastjóra og Sjó- mælinga verði ætíð talsvert, þar eð báðar stofnanir vinna að öryggismál- um við siglingar. Skipulagslínuritið er svipað ög er hjá hliðstæðum stofnunum erlendis og hefur reynzt heppilegast fyrir slíka starfsemi, það er skipting í mælinga- og útgáfustörf. En vegna mannfæðar við stofnunina verður skipting verka milli starfsfólks þó ekki eins skýrt afmörkuð og línu- ritið sýnir, þvl að óhjákvæmilegt reynist, að starfsmenn sinni fleiru en einu verkefni eða aðstoði hver annan við úrlausn þeirra. Bftir að stofnunin tók alveg að sér útgáfu íslenzku sjókortanna hefur kortagerðin, teikning korta, leiðrétt- ing o.s.frv. krafizt æ meir af starfs- kröftum og minni tími því orðið af- lögu til mælinga. Er það aðalbreyt- ingin, sem orðið hefur á starfsemi stofnunarinnar á undanförnum ár- um. Starfsfólk stofnunarinnar hefur flest hlotið sérmenntun og þjálfun erlendis, ýmist hjá Det kgl. Danske Sökort-Arkiv eða hjá U. S. Naval Oceanographic Office. 4. TÆKNHÆG ATBIÐI. Sjómælingar eru í mörgum atrið- um talsvert frábrugðnar venjulegum þríhyrningamælingum ög landmæl- ingum. Yfirborð sjávar er tiltölulega slétt, og sjórinn kemur I veg fyrir Flóö TÍMI R Flóóathugun B YKJAVÍ K mínus tafla yflí sjávarfoll H€ Ð Fjarí Fjara FIÓÓ [ - ¦¦ 1967 1968 1969 .1 1 1967 1968 1969 1 |..............:,. 1 •' : I 1 1 1 1 1 1 iC 0 % 0 Í0 0----10 min i 100 t' ¦ 100 10 0 'o 0 0 ----- 15 cm 50 100 1 1 1 1 1967 1968 1969 1 1 1967 1968 1969 1 1 1 1 1 • • '. i . • l ¦, 1 1 - «0 0 'C 0 so 0 ----20 min. 100 10" 1 c/ 10 0 /o 0 0 ---- 30 cm so 100 3. mynd. IAnuritið sýnir í hundraðshlutum samrœml á milli útreiknaðrar töflu yfir sjávarföll og eins og pau urðu í reynd. að lögun og gerö sjávarbotnsins verði sýnileg. Af þeim orsökum geta skýrt afmarkaðar mishæðir, svo sem boðar og klettar, falizt eða leynzt þeim sem á sjó sigla. Mælingastöðvum verður ekki kom- ið fyrir á sjó, og þar eð undirlagið er óstöðugt, verður ekki komið við notkun þeirra nákvæmu mælinga- tækja, sem notuð eru í landi. Aðalmarkmið sjómælinga er að ákveða dýpi sjávarins, en staðsetning dýptarmælinganna er þá gerð með viðmiðun við mælistaði í landi. Auk þess sem dýptarmæling er þannig landfræSilega ákveðin fæst samhengi milli kennileita á landi og sjávar- botnsins. Þetta er að sjálfsögðu mik- ilvægt atriði, því að skip, sem er ná- lægt landi, miðar við landið í stað- setningum sinum og notar Oft sömu mælistaði og notaðir voru við dýpt- armælinguna. Staðsetning við sjómælingar getur verið framkvæmd á ýmsa vegu, en þó aðallega við sjónmælingar með notkun sextants, en með honum eru tvö lárétt horn mæld milli þriggja eða fleiri mælistaða í landi. Hægt er að nota til þess hvaða kennileiti sem er og hefur verið nægj- anlega nákvæmlega staðsett. Getur það verið fjallstoppur, eða áberandi mannvirki, svo sem vitar, kirkjuturn- ar o.s.frv. Ef slík kennileiti eru ekki fyrir hendi, verður oft að byggja upp merki, sem notuð eru til staðsetn- ingar. Kennileitin eru að sjálfsögðu tengd þríhyrningamælikerfi landsins og þá oftast nær með tilbakaskurði, þar eð sjaldan er þörf meiri nákvæmni en sem svarar þríhyrningamælingu af 3. eða 4. gráðu. Þó getur verið nauðsynlegt að ákveða mælingastöð- ina með nákvæmni upp á 2. eða 1. gráðu, Og á það sérstaklega við, ef notuð eru radíóstaðsetningarkerfi við dýptarmælinguna og unnið er í mik- illi fjarlægð frá landstöðinni. Islenzku sjómælingarnar eiga að- eins eitt slíkt mælingakerfi, Hydro- dist, sem ætlað er til nota á litlu svæði eða innan við 30 km frá land- stöðinni. Notkun radíóstaðsetningarkerfis við dyptarmælingar hefur þó marga kosti, sérstaklega að hægt er að nota slík kerfi í slæmu skyggni, og auk þess má með sumum þeirra færa allar þær upplýsingar, sem safnað er við mælingarnar, inn á gataræm- ur, sem síðan er unnið úr í rafeinda- reikni, og hann jafnvel látinn setja

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.