Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 36

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 36
46 TlMARIT VFl 1971 Haldnir voru 8 félagsfundir á árinu auk jólatrésfagn- aðar fyrir börn félagsmanna eins og að undanförnu. 1. fundur 26. febrúar 1970 var aðalfundur félagsins. 2. fundur 15. apríl 1970 var um framtíðarskipan verk- fræðikennslu á Islandi. Frummælandi var dr. Gunnar Sigurðsson. 3. fundur 22. apríl 1970 var fyrri hluti hugmyndaflugs- ráðstefnu um markmið, skipulag og starfshætti VFl, þar sem hugmyndasöfnun fór fram. 4. fundur 29. apríl 1970 var síðari hluti hugmynda- flugsráðstefnu um markmið, skipulag og starfshætti VFl, þar sem skipt var í starfshópa og úrvinnsla hugmynd- anna fór fram. Skýrslur um niðurstöður ráðstefnunnar hafa birzt í Tímariti VFl. 5. fundur 12. sept. 1970 var haldinn I félagsheimili Gnúpverja að aflokinni kynnisferð til Þórisvatns, þar sem skoðaðar voru framkvæmdir Þórisóss og Istaks. 6. fundur 24. okt. 1970 var um Islenzkt sement, ástand og horfur. Fundurinn var með hugmyndaflugssniði, fram- sögumenn voru 11 og skýrsla um niðurstöður fundarins er komin I Tímariti VFl. 7. fundur 28. nóv. 1970 var um framtíðarverkefni verk- fræðinga. Fundurinn var með hugmyndaflugssniði, fram- sögumenn voru 14. Verkefnið var það víðtækt, að nauð- synlegt er að vinna betur úr því en hægt var á fundin- um og er verið að því. 8. fundur 18. febr. 1971 var árshátíð félagsins, haldin á Hótel Sögu. Þátttaka var 170 manns ásamt gestum. Þar talaði dr. Jóhannes Nordal, seðalabankastjóri, fyrir minni Islands. Fundarsókn var yfirleitt góð. Fastanefndir félagsins eru þessar: 1. Gjaldskrárnefnd VFl. Hún er skipuð þessum mönnum til þessa fundar: Formaður: Ríkarður Steinbergsson. Varaformaður: Guðmundur Björnsson. Frá byggingaverkfræðingum: Eyvindur Valdimarsson, Guðmundur Magnússon og ögmundur Jónsson til vara. Frá efnaverkfræðingum: Baldur Líndal, Pétur Sigurjónsson og Jóhann Jakobsson til vara. Frá rafmagnsverkfræðingum: Jóhann Indriðason, Sigurður G. Halldórsson og Jón Á. Bjarnason til vara. Frá vélaverkfræðingum: Kristján Flygenring, Rafn Jensson og Sveinn S. Einarsson til vara. 2. Húsráð VFl. Það er skipað þessum mönnum: Jakob Gislason, formaður, Halldór Jónsson, Jón A. Bjarnason, Sigurður Thoroddsen, Vlfill Oddsson, Varamenn: Árnl Snævarr, Sigurður G. Halldórsson. Húsráð er nú í þann mund að sækja formlega um lóð undir Verkfræðingahús I væntanlegum nýjum miðbæ sunnan Miklubrautar og I nágrenni Kringlu- mýrarbrautar. Gert er ráð fyrir, að lóðin geti orðið byggingarhæf á næsta ári. 3. Gerðardómur VFl. Prófessor Theodór B. Líndal er formaður dómsins, en meðstjórnendur skipar stjórn VFl hverju sinni eftir málsatvikum. Engu máli var skotið til gerðardómsins á starfsárinu. Stjórnskipaðar nefndir: 1. Endurskoðunarnefnd gjaldskrár. Skipuð samkvæmt uppástungum deildar 1. apríl 1968. Formaður: Guðmundur Björnsson. Frá BVFl: Bragi Þorsteinsson, form., Sigurður Thoroddsen, Ögmundur Jónsson. Frá EVFl: Baldur Líndal, form., Jóhann Jakobsson, Pétur Sigurjónsson. Frá RVFl: Sigurður G. Halldórsson, form., Jóhann Indriðason, Jón Á. Bjarnason. Frá WFl: Guðmundur Björnsson, form., Agnar Norland, Kristján Flygenring. 2. Ritnefnd TVFl. Skipuð 2/4 1970 til aðstoðar ritstjóra. Dr. Gunnar Sigurðsson, til eins árs, Jakob Björnsson, til eins árs, Birgir Frímannsson, til tveggja ára, Dr. Vilhjálmur Lúðvlksson, til tveggja ára, Þorbjörn Karlsson, til tveggja ára. 3. Stöðlunarnefnd fyrir steinsteypu. Skipuð 22/4 1958. Gunnar Sigurðsson, formaður, Bragi Þorsteinsson, Ögmundur Jónsson, Leifur Hannesson, Stefán Ólafsson og Snæbjörn Jónasson tll vara. Nefndin hefur gengið frá staðli fyrir steinsteypu og er staðallinn I prentun. Með þessu hefur nefndin lokið störfum. 4. Nefnd til undirbúnings útgáfu á sögu verklegra framkvæmda á Islandi á þessari öld: Jakob Gíslason, formaður, Dr. Jón E. Vestdal, Sigurður Thoroddsen. Steingrímur Jónsson, Sveinn Björnsson, Sveinn S. Einarsson. Nefndin var upphaflega skipuð 13/1 1961 til þess að sjá um undirbúning verkfræðingaráðstefnu 1962, en i þvl sambandi var ákveðið að láta semja og gefa út sögu verklegra framkvæmda á Islandi á þessari öld. Handritið liggur fyrir að miklu leyti fullbúið, en ekki hefur enn tekizt að fá útgefanda að þvi. Utgáfa sögunnar er of stór fyrir félagið að ráðast í, en nefndin hefur þetta mál til athugunar. 5. Nefnd til þess að semja umsogn um verksamnings- form fyrir samningagerð við verkfræðinga og arki- tekta um skipulagsverkefni. Skipuð 5/6 1967. Einar B. Pálsson, Haukur Pétursson. Nefndin hefur starfað nokkuð og gert grein fyrir þvl, en hefur ekki lokið störfum.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.