Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 31

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.06.1971, Blaðsíða 31
TlMARIT VFl 1971 41 Lengdarmælingar Árið 1968 samdi U. S. Army Topo- graphic Command i Washington við Orkustofnun um þyngdarmælingar á Islandi, sem væntanlega verður lokið 1971. Af því tilefni keypti OS tvö tellurómetertæki, sem reynzt hafa mjög vel við þetta verk. Þyrla hefur verið notuð við verkið og mótuð hefur verið mælitækni, sem við köll- um pólmælingu og unnið er úr í raf- reikni. Landmælingar OS hafa verið næsta uppteknar við þetta verk. Þó voru lengdarmælitækin notuð til að gera mælingar í 2°-neti við Skjálfanda haustið 1969. Þær mælingar leiddu til nokkurs ósamræmis í netinu, og var því sendur leiðangur til að gera hornamælingar i punkti vestan á Tungnafellsjökli og víðar sumarið 1970. Reiknað hefur verið út úr net- inu bæði með og án lengdarmæling- anna og munar sums staðar upp und- ir 0,5 m á hnitum punkta. (Ef gerð er sú tilgáta, að lengdarskekkja sá þarna í landsnetinu, en lögun þess rétt, benda mælingarnar til þess, að sú skekkja sé fremur pósitiv en negatív, þ.e. landsnetið sé Of langt, og geti numið 5 eða 10 mm/km). Þessar mælingar gefa þó ekkert við- hlítandi svar við spurningunni um hugsanlega skekkju í l°-netinu. Sumarið 1969 var mældur marg- hyrningur frá vörðu á Tungnafelli að þrihyrningapunkti Orkustofnunar á Eyvindarstaðaheiði. Gapið reyndist um 10 m, sem er alltof stórt, þótt lengdarmælingarnar væru ekki gerð- ar með fullri nákvæmni sakir veðurs og erfiðra aðstæðna. Okkur virðist því sem annaðhvort séu grófar skekkjur í mælingum okkar eða þá að hnit Tugnafells séu röng. Reynsla okkar af hæðum í lands- neti bendir til þess, að hæðir lands- netspunkta séu yfirleitt réttar upp á 1—5 m. Merking og skráriing Á dögum langskurðanna (sjá kafl- ann um kortagerð) var vel vandað til fastmerkja. Digrir og langir bolt- ar voru steyptir djúpt í sterklegar klappir, og gerðar voru nákvæmar staðarlýsingar í sérstakar bækur. Oft var nafn fastmerkisins grópað og málað í klöppina við fastmerkið. Eftir að farið var að nota ljós- myndir við kortagerð, varð afturför á þessu sviði. Boltarnir voru grennt- ir, notazt var oft við stóra steina í stað klappa og staðarlýsingar voru sjaldnast gerðar. Það er því oft erf- iðleikum bundið að finna þessi fast- merki. Á Þjórsársvæði og við Blöndu hafa þó allmörg fastmerkjanna verið staðsett með mælingum síðar. Síðan 1968 hefur 4 cm langur messingbolti, 8 mm í þvermál og með 12 mm breiðum haus, verið í notkun sem fastmerki og til að merkja þrl- hyrningapunkta. Undir haus boltans er skífa, sem fest er við klöppina með sementi (eða black magic), og er hún 33 mm í þvermál. A skífunni eru stafirnir OS ásamt ártali og nafni eða númeri punktins. Lýsingar fast- merkja og þríhyrningapunkta eru nú gerðar á blöð í stærðinni A5. Árið 1966 höfðu Landmælingar Is- lands og Orkustofnun samvinnu um götun hnitalista landsnetspunkta á gataspjöld. Orkustofnun fékk þá númerin 5000 og áfram til eigin nota. Landsnetsskráin er því geymd á gataspjöldum, sem bætist stöðugt við, og listuð eru öðru hverju. Þegar unnið hefur verið úr mæl- ingum á ákveðnu svæði, er gerð innbundin skýrsla um mælingarnar. Jafnframt er hnitaspjöldum nýju punktanna bætt í landsnetsskrána. Sýnishorn af skránni liggur frammi á þessari ráðstefnu. Urvinnsla Landmælingar Orkustofnunar eru fremur formfastar, og gerðar hafa verið margar forskriftir til úrvinnslu þeirra. Þegar ný tegund verkefna bætist við, er mælitæknin ákveðin og venjulega gerðar forskriftir til úr- vinnslu mælinganna. Við slíka forskriftagerð er nokkur stöðlun nauðsynleg, t.d. stöölun hnitaspjalda og mælispjalda. Sam- vinna um slika stöðlun og notkun forskrifta gæti sparað landmælinga- stofnunum nokkurt fé, sérstaklega í formi aukinna afkasta við mæling- arnar sjálfar, eins og notkun raf- reiknis getur haft í för meS sér. Hér á eftir fylgja dæmi um forskriftir, sem gerðar hafa verið á vegum Orkustofnunar: Forskrift MOSAIK til að auðvelda teiknun útlína ljósmynda inn á kort. Þessi forskrift kemur að miklu gagni, þegar fjöldi ljósmyndanna skiptir mörgum tugum. Kortið með útlín- um Ijósmyndanna er notað bæði við áætlunargerð og við mælingarnar sjálfar. Forskriftir REDGT og LEVGT til að jafna hæðaneti. Með endurtekinni notkun forskriftanna er hægt að jafna hæðaneti með hundruðum hnút- punkta og fá sömu niðurstöður, bæði hæðir og meðalskekkjur, eins og net- inu hefði verið jafnað í einu lagi í risastórum rafreikni. Forskriftir TRI0-TRI5 til að jafna þríhyrninganeti með allt að 99 punkt- um. Hægt er að jafna nokkrum net- hlutum án þess að stöðva vélina á á milli. 1 hverjum nethluta geta ver- ið mest 23 nýir (óþekktir) punktar. Stefnumælingar og lengdarmælingar, 360° og 400E kvörðun mælitækja, jöfnun í plani eða í landsneti (keilu- hnit), hjástæðar mælingar eru leyfi- legar. Forskrift HJAPGT til að reikna hjálæga punkta, sem mældir eru út frá þríhyrningapunktum eftir vissum reglum með málbandi, stöng, basis- tæki o.s.frv. Kostnaður og framtíðaráætlanir Orkustofnun hefur látið gera land- mælingar á hverju ári i meira en 20 ár. Að likindum hefur kostnaður á ári verið jafngildur 3-5 milljónum króna nú (hér er átt við, að kostn- aðurinn yrði þessi, ef sömu mæling- ar væru gerðar með sama liði og við sömu aðstæður í dag). Undanf arin 3 ár haf a landmælinga- menn Orkustofnunar verið önnum kafnir við þyngdarmælingar á öllu landinu, og enn biður allmikið af gömlum mælingum úrvinnslu og frá- gangs. Einnig hefur lýsing forskrifta, sem gerðar hafa verið á vegum stofn- unarinnar, verið látin sitja nokkuð á hakanum. Innivinna á veturna verður því næg næstu ár. Allmikið er af mældum svæðum, sem ekki hafa enn verið kortlögð: Nágrenni Selfoss, svæði austan við Glámu á Vestfjörðum, Blanda, Skjálfandafljót. Þessi svæði á að kortleggja í mælikvarða 1:20.000. Einnig eru nokkur mæld svæði, sem kortleggja á í stærri mælikvarða. Næsta verkefni Orkustofnunar á sviði landmælinga er á Norð-Aust- urlandi, og er skissa af 2°-neti, sem mæla á þar, sýnd hér með. Síðan verður ef til vill mælt svæði upp af Skagafirði, en eftir það er framtiðin þokukennd. Frá sjónarmiði Orkustofnunar er það flestu öðru æskilegra, að til sé fyrstu gráðu þríhyrninganet í land- inu, sem hægt er að mæla út frá og kortleggja í án þess að eiga á hættu, að kortin verði úrelt einn góðan veð- urdag vegna breytinga á netinu.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.