Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 7
TIMARIT VERKFRÆÐIMGAFÉLAGS ÍSLAMDS 4.-6. liefti 1971 56. árg. Önóg kynning Mikill hluti af nýjum mannvirkjum og meiri- háttar atvinnutækjum hér á landi er hannaður af íslenzkum verkfræðingum og reistur undir eftirliti þeirra. Verkfræðingar eiga einnig oft mikinn þátt í rekstri atvinnutækjanna. Þrátt fyrir þetta er mjög almenn bjöguð mynd af verkfræðingnum, mynd af manni, sem má sín næsta lítið með þurrt bókvit sitt gegn hinu far- sæla brjóstviti. Hann er sagður þekkjast á því að hann pissi upp í vindinn. Að sjálfsögðu verða íslenzkum verkfræðingum á mistök sem öðrum, en ofangreind mynd er þó fjarri sanni. En hvernig stendur á hinum útbreiddu hleypi- dómum gegn verkfræðingum ? Að vissu leyti er þetta skiljanlegt, því tilefni til slíkra dóma gefst oft. Við lausn verkfræðilegra verkefna koma iðu- lega fyrir atriði, þar sem nákvæm og vel unnin verkfræðistörf verða túlkuð af öllum þorra al- mennings sem enn eitt merkið um hina takmörk- uðu getu verkfræðinganna að leysa þau verk- efni, sem þeim eru fengin í hendur. Þegar tveir þættir togast á í lausn einhvers verkefnis verð- ur verkfræðingurinn að velja málamiðlun. Sé heildarlausnin dæmd út frá áhrifum eins þáttar- ins, og þá helzt þess háttar, sem fólk þekkir bezt til, getur hún virzt fráleit. Ennfremur þurfa verkfræðingar oft að leysa verkefni, þar sem engin eldri reynsla er fyrir hendi. Þá er stund- um erfitt að komast hjá því að gera þurfi til- raunir, sem heppnast eða misheppnast og eru oft mjög dýrar, áður en viðunandi lausn finnst. Sjaldan stendur þá á hleypidómum. Kostnaðaráætlanir standast oft illa, bæði vegna þess að verðgildi peninganna rýrnar stöðugt og framkvæmdaáætlanir raskast vegna fjárskorts. Þegar þetta leggst ofan á það, sem verkfræð- ingurinn kann að hafa vanmetið, stendur ekki á hörðum dómum. Loks má benda á það, að framkvæmdir, sem unnið er að undir yfirumsjón verkfræðinga, valda fólki stundum miklum óþægindum vegna margvíslegra hliðarverkana og er þá skuldinni oft skellt á verkfræðingana, og er þess skemmst að minnast hve mikinn hljómgrunn fordómar þá geta fengið. Nauðsynlegt er að vinna gegn slíkum hleypi- dómum og að treysta hjá landsmönnum rökrétt mat á verkfræðilegum störfum. Þetta er einung- is hægt að gera með því að kynna betur verk- efnin og lausn þeirra, vandamálin sem við er að glíma og ræða á hreinskilinn hátt það sem mið- ur tekst til um. Þetta hlýtur að vera fyrst og fremst verk verkfræðinganna sjálfra. Eins og er sinna þeir þessu allt of lítið. Hvers vegna? Hef- ur fólk ekki áhuga á slíku efni? Án efa, svo mikil- væg mál, sem hér er um að ræða. Verkfræðing- ar mundu vafalítið fá áhugasama lesendur og hlustendur, ef þeir kynntu störf sín á alþýðleg- an hátt. Þegar mál þessi eru rædd við verkfræðinga, viðurkenna þeir jafnan brýna nauðsyn áður- nefndrar kynningar. Viðurkenningin birtist hins- vegar allt of sjaldan í verki. Oftast er borið við annríki. Slík kynningarstarfsemi verður að vera skylda, sem verkfræðingar taka á sig með menntun sinni og starfi. Af þessu leiðir engan veginn, að þeir skuli vera sítalandi og skrifandi opinberlega um störf sín og í reynd yrði þetta engan veginn mik- ið álag á nokkurn verkfræðing. Ef þeir sinntu þessari skyldu yrði starf ritstjóra Tímarits VFl snöggtum ánægjulegra og vegur tímaritsins og stéttarinnar allrar betri en nú er. Að lokum spurning, sem sérhver verkfræðing- ur er beðinn að svara með sjálfum sér: Ert þú sammála því, sem slegið var fram hér að fram- an, að það sé skylda hvers verkfræðings að leggja sitt af mörkum til almennrar kynningar á störfum og viðfangsefnum stéttarinnar ? Ef svarið er jákvætt, reyndu þá næst að gera upp við þig, hver þinn skerfur geti orðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.