Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 49

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 49
TlMAHIT VFl 1971 91 5. Prófmælingar á nákvæmni verk- framkvæmdarinnar. 6. Lokauppgjör. lítreikningur magn- talna til lökagreiðslu verður hér gerður á grundvelli mælinganna (4), en rafreiknir mun annast sjálfa útreikningana. 7. Mælingar til endanlegrar úttekt- ar á fullunnu verki. V. Byggingatækni. (Húsbyggingar, brúarbyggingar). Byggingatækni nútímans fjarlæg- ist stöðugt meir þær aðferðir, að flestir byggingarhlutirnir séu mótað- ir á byggingarstaðnum, hver á fætur öðrum, og gengið frá þeim jafnóðum í byggingunni. 1 stað þessarar aðferðar ryður sér æ meir til rúms að byggja úr forgerð- um einingum. Öll framkvæmdin fær- ist því nær færibandaiðnaðinum, þar sem byggingastaðurinn verður í rauninni samsetningarstaður fyrir einingar, sem framleiddar hafa ver- ið hver í sinni verksmiðju. Þessi þróun hefur þegar hafið innreið sína hér á landi. Nefna mætti sem dæmi: Verksmiðjubyggingar úr forspennt- um steypueiningum. Brýr úr forspenntum steypueining- um. Stálgrindabyggingar i Straumsvík og á vegum varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli og víðar um landið. Enginn efi er á því, að þessar byggingaaðferðir gera mun meiri kröfur til mælinganákvæmni í út- setningu og byggingu en eldri að- ferðir. Þó hefur víða, t.d. í Þýzka- landi, orðið vart við tilhneigingu í verklýsingum til þess að setja fram of háar kröfur til útsetninga, ef mið- að er við skekkjumörk og vinnslu- möguleika efnanna og byggingahlut- anna. Mælingastaðlar í slíkri mannvirkja- gerð eru óvíða til, jafnvel ekki í Þýzkalandi, sem þó stendur í fremstu röð I útgáfu mælinganorma. Nefnd mælingaverkfræðinga og byggingarverkfræðinga, sem útbúa átti mælinganormur fyrir byggingar- iðnaðinn, hafði ekki lokið störfum siðast þegar ég vissi til (1970). Verkefni nefndarinnar var: 1. Að safna saman reynslu um mæl- ingaaðferðir í byggingariðnaðin- um. 2. Setja fram leiðbeiningar um hag- kvæm vinnubrögð I þessum mæl- ingum. 3. Taka saman skekkjumörk í bygg- ingariðnaðinum og leiða útfrá þeim nákvæmniskröfur við bygg- ingamælingar. Mælingaaðferðirnar eru háðar: a) Tegund mannvirkisins b) Stærð mannvirkisins c) Byggingaraðferðum d) Byggingarefnum e) Kröfum í endanlegri nákvæmni mannvirkisins f) Öryggiskröfum. 1 stað nákvæmari reglna er oft notuð sú almenna regla að mæl- inga-/bygginganákvæmni sé 1:5-1:3 eða að nákvæmni útsetningamælinga sé gefin sem 20-30% af kröfum um byggingarnák væmni. 1 mælingum er miðað við meðal- skekkju m og stærstu leyfilega skekkju mmax = 3 X mm, en í bygg- ingariðnaðinum eru gefin skekkju- mörk S sem mesta leyfilega frávik milli raunverulegs máls og máls skv. teikningu. Ef mnmx = 25% X S = v* S = 3 X m|n fæst mln = V,2 S. Ef bygg- inganákvæmni skal vera 1—3 cm, skal meðalskekkja mælingapunkta vera 1-3 mm, eða gildi sem eru strangari en öll venjuleg mæl- inganákvæmni útsetningarpunkta. Hér er því ekki mögulegt að leggja til grundvallar geodetiska skekkju- reikninga, heldur veröur að ganga út frá leyfilegum skekkjumörkum bygg- ingaeininganna og út frá þcirri ná- kvæmni, sem ná má í framkvæmd- um, metið út frá reynslu við hlið- stæðar framkvæmdir. VI. Færslumælingar Mælingar á innri og ytri hreyfing- um mannvirkja, sveigjum og hniki, (deformation og deplacation). Það er kunnugt, að víða er jarðar- yfirborð á hreyfingu. Ástæður fyrir þessum hreyfingum geta verið marg- víslegar, t.d.: 1) Tektoniskar jarðskorpuhreyfing- ar. 2) Hreyfing jarðvegs ofan á föst- um berggrunni vegna þyngdar- afls jarðar. 3) Breytingar á grunnvatnsstöðu sem valda jarðskriði. 4) Stór mannvirki, t.d. stíflur, sem geta komið af stað hreyfingum á jarðvegi. Þessar hreyfingar geta haft mikll áhrif á öryggi mannvirkisins. Mann- virki, sem byggt er á ójöfnum jarð- grunni, getur einnig verið í hættu vegna missigs. Mælingar á hreyfingum mann- virkjanna hafa tvennskonar mark- mið. 1) Þær gefa vísbendingu um öryggi þess. 2) Þær þjóna vísindalegum tilgangi í grunnburðarfræðum. Með tilkomu stöðugt nýrri hönnun- ar- og byggingaaðferða vex samtlm- is áhugi á rannsóknum á hreyfing- um mannvirkjanna strax í byggingu og eins að byggingu lokinni. Við hreyfingamælingar eru notað- ar bæði eðlisfræðilegar (fysiskar) og geodetiskar mælingaaðferðir. Helztu geodetisku mælingaaðferð- irnar eru: 1) Línuprófun 2) Trígonometrisk lóðun (Align- ment) 3) Mjög nákvæmar þríhyrninga- og þríhliðamælingar Prázisions triangulation Prázisions trilateration 4) Mjög nákvæmar innstæðar fall- mælingar, þ.e. mæling innbyrðis lóðréttra hreyfinga í mannvirk- inu (Relativ nivellement). 5) Mjög nákvæmar útstæðar fall- mælingar, þ.e. mæling allra lóð- réttra hreyfinga í mannvirkinu miðað við fastakerfi utan hreyf- ingarsvæðisins (Absolut nivelle- ment). 6) Beinar lengdarmælingar milli fastamerkja I mannvirkinu (Di- lation). 7) Mælingar af jarðmyndum. (Terrestrisk photogrammetrie). Mannvirki, sem nefna mætti, þar sem ástæða er til að fylgjast með breytingum, eru: 1) Stíflur uppistöðulóna 2) Brýr 3) Silo 4) Háhýsi 5) Vegir 6) Hafnarmannvirki. Mest hefur athyglin beinzt að mælingum á hreyfingum stíflumann- virkja, en eins og þær eru fram- kvæmdar í dag í heiminum, krefjast þær mikillar vinnu bæði við sjálfar mælingarnar og eins við útreikninga og eru því yfirleitt aðeins gerðar nokkrum sinnum á ári. Niðurstöður mælinganna sýna að- eins ástandið eins og það var meðan mælingin fór fram. Við mat á niður-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.