Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 14

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 14
56 TlMARIT VPl 1971 Myndmælinga- og kortagerðafyrirtækið Forverkhf. Eftir K. Hauk Pjetursson verkfræðing Inngangur. Land- og' myndmælingafyrirtækið, verkfræðistofan Forverk h.f. var formlega stofnað í janúar 1956 eftir rúmlega árs undirbúning. Tilgangur fyrirtækisins var aðal- lega sá, að kaupa og reka myndmæl- inga og kortamælingatæki. Fyrir val- inu varð svissneskt alhliða myndmæl- ingatæki „autograf Wild-A7“, sem var stöðugasta og nákvæmasta myndmælingatækið, sem var á mark- aðinum og hafði vélræna rúm- mynd (mechanic model). Vélræna rúmmyndin hefur þann kost fram yfir ljósfræðilegu rúmmyndina, að tiltölulega auðvelt er að breyta um brennivídd mynda. Alhliða (univer- sal) myndmælingatæki þýðir, að tækið er byggt fyrir margs konar mælingaaðferðir: Lóðmyndir, ská- myndir eða konvergent. Fleiri en einni aðferð er hægt að beita við myndþríhyrningamælingar. Aðalkostir tækisins við myndmæling- ar hér á landi er hæfni þess við myndþríhyrningamælingar jafnframt almennri kortmælingu. A7-an, eins og tækið er almennt kallað meðal fagmanna, er ennþá framleitt svo að segja óbreytt. Myndþríhyrningamcelingar. Strax og Forverk h.f. hóf starfsemi sína, var það ljóst, að ekki varð komizt hjá þvi að hafa möguleika til að framkvæma punktþéttun með myndmælingum. Stafaði þetta af punktfæð bæði í landskerfi og öllum bæjarkerfum. Myndþríhyrningamælingar eru framkvæmdar annað hvort á þann hátt, að myndraðir eru mældar í eitt kerfi með svokallaðri „base in and out“ aðferð, eða rúmmyndir loft- mynda eru mældar hver fyrir sig í myndröðinni og útreikningslega færðar í eitt og sama kerfi. Þetta kerfi er svo aftur umreiknað í lands- kerfi út frá þeim þekktu punktum (þríhyrningastöðvum o. ö.), sem greina má í myndröðinni. Báðar þessar aðferðir hafa þó þann ókost, að x-ás (lengdar ás) myndkerfisins verður vegna mynd- bjögunar og tækjaskekkju ekki bein lína heldur bogin. Fyrsta myndþríhyrninga aðferð, sem notuð var hjá Forverk h.f., var útreikningsleg samfelling rúmmynda, og með sérstakri tilhögun mæling- anna átti þessi aðferð að gefa til- tölulega beinlinulegt myndkerfi. Það kom þó tiltölulega fljótt I ljós, að búast mátti við sveigju eftir einar 5—6 rúmmyndir, svo að tilskilin ná- Sýnishorn af korti i mkv. 1:2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.