Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 30

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 30
72 TlMARIT VPl 1971 3.2 Hólkvörpun. Yfirborði jarðar er varpað á hólk, sem snertir jörðina í stórhring. Hólkurinn er síðan skorinn upp og flattur út. Sé hólkurinn látinn snerta hnöttinn um miðbaug mynda lengd- ar- og breiddarbaugar jarðar beinar línur í vörpunarplaninu, og eru þær hornréttar hverjar á aðra (sjá mynd). Hér varpast miðbaugur í réttri lengd í hlutfalli við mælikvarða kortsins. Þau skilyrði, sem vörpun- arlíkingarnar eru látnar uppfylla, fara eftir tilgangi kortsins. Dæmi um hornsanna hólkvörpun er svokölluð Mercatorvörpun. Þessi vörpun er mjög mikið notuð fyrir siglingakort. Mercator, eða öðru nafni Gerhard Krámer (1512-1594), fann upp þessa vörpun fyrstur manna. Aðalkostur hennar er, að ferill, sem sker lengd- arbaugana ávallt undir sama homi, varpast sem bein lína (loxodroma), þar eð lengdarbaugarnir koma fram sem samsíða línur í vörpunarplaninu. Ókostir þessarar vörpunar koma fram í mikilli flataraflögun eftir því sem lengra dregur frá miðbaug. Þannig varpast t.d. Grænland miklu stærra en Suður-Amerika, enda þótt Grænland sé að stæro aðeins % hluti hennar. Þessi vörpun hefur lítið gildi nema þá fyrir landsvæði umhverfis miðbaug. Þó má geta þess að á Súmötru hefur þessi vörpun verið lögð til grundvallar kortakerfi lands- ins. Þverstæð, hornsönn hólkvörpun er sú hólkvörpun, sem náð hefur mestri útbreiðslu í landmælingum. Hún er kennd við C. P. Gauss og L. Kriiger og nefnd á þýzku Gauss-Kriiger-vörp- un, en á ensku „universal transversal Mercator”-vörpun, skammstafað UTM. Hér er hólkurinn látinn snerta hnöttinn eftir þeim lengdarbaug, sem liggur nálægt miðju þess svæðis, sem kortleggja skal. Hnitkerfi þess- arar vörpunar er þannig fyrir komið, að upphafspunktur þess er venjuleg- ast valinn í skurðpunkti miðbaugs- plansins og viðkomandi snertibaugs og að x-ásinn falli saman við vörpun hans í planinu. Lóðhnitalínur eru síðan sporöskju- lagaðar lóðlínur á snertibauginn. Til þess að vörpunin skili hornum í upp- runalegri stærð, þ.e. að hún sé horn- sönn verður hvert lóðhnit að fá vissa lengdarviðbót, sem er gefin af lík- ingunni. y fý-dy _ y* J 2r"- _ 6rJ o þar sem r er krapparadíus sporvöl- unnar. Kostir þessarar vörpunar eru eink- um fólguir í því hve heppileg hún er fyrir landsvæði, sem einkum liggja í suður-norðurátt, þar sem snerti- baugurinn og næsta nágrenni hans varpast í réttum lengdarhlutföllum. Óliostirnir eru aftur á móti þeir, að eftir því sem lengra dregur frá snerti- baugnum aukast vörpunarskekkj- urnar. Til þess að halda þessum skekkj- um innan vissra marka hafa ým- is lönd, sem leggja þessa vörpun til grundvallar mæli- og kortakerfum sínum, horfið að því ráði að tak- marka hana í austur og vestur, en tekið upp fleiri belti, sem hvert hefur sinn eigin snertibaug. Þannig mynd- ast belti, sem hvert um sig hefur sitt eigið hnitkerfi og öll eru eins upp- byggð (kongruent). Þessi belti eru látin skara hvert yfir annað þannig, að punktar á jöðrunum hafi hnit í báðum kerfum, sem gerir um- reikninga milli einstakra kerfa mögulega. 1 Þýzkalandi, þar sem þessi vörp- un er notuð, eru belti látin snerta á þriðja hverjum lengdarbaug, þ.e. sjötta-, níunda-, tólfta o.s.frv. Spann- ar hvert þeirra tvær lengdargráður, ca. 130 km i austur og vestur út frá snertibaugnum og skarar því hvert belti 1° af hvoru aðliggjandi belti. Ýmsar þjóðir hafa tekið upp eftir Þjóðverjum þessa vörpun, þar á með- al Rússar og Bandaríkjamenn. Rúss- ar eru með tvennskonar kerfi. Ann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.