Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 21

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 21
TlMARIT VFl 1971 63 eldri A.M.S. kortin náSu aðeins yf- ir 10'. Þessi kort eru því 50% stærri en þau, en það kallar óhjákvæmi- lega á nýja blaðnúmeringu og erum við þá komin með tvöfalda númerun ásamskonar kort í sama mælikvarða! En hvað um það, þessi nýju AMS kort eru langtum nákvæmari en öll eldri kort í þessum mælikvarða, enda hafði verið ákveðið að gefa þau út í mkv. 1:25 000. Verði þessari útgáfu haldið áfram með hæfilegum hraða, eru þetta kortin, sem leysa munu öll önnur eldri kort af hólmi, og einu kortin í þessum mkv., sem Land- mælingar Islands ætla að halda við. Sú spurning verður þvi áleitin, hvort ekki sé rétt að leggja þessi nýju A.M.S. kort til grundvallar blað- skiptikerfi fyrir kort í stærri mæli- kvarða, t.d. í mkv. 1:25 000 og í mkv. 1:5000. Þó svo virðist sem þetta ætti að vera tiltölulega einfalt mál, þá eru á þessu ýmsir annmarkar og erfið- leikar, sem þarf að yfirstíga. I fyrsta lagi eru þessi kort trapezu- laga, þ.e. þau eru rúmlega 1% mjórri I norðurendann en í suðurenöann, auk þess sem þessar tvær hliðar eru bog- línur, en í mkv. 1:25 000 og stærri má þó líta á þær sem beinar. 1 öðru lagi, að kortin eru ekki rétthyrnd. 1 þriðja lagi þarf að reikna út hnit allra hornpunkta hvers kortblaðs í UTM-hnitakerfinu, þ.e. hinu nýja landshnitakerfi. Á hinn bóginn verður það að telj- ast kostur, ef öll kort falla inn í þetta 1:50 000 kortakerfi. 1 öðru lagi snúa öll kort rétt við áttum. 1 þriðja lagi sýna þau rétta hnattstöðu hvers korts og eflaust mætti finna á þessu fyrirkomulagi enn fleiri kosti. Þá er eitt að athuga við þessa nýju A.M.S. kortaútgáfu, og það er að aðeins 11 kort hafa litið dagsins ljós til þessa af rúmlega 200. Hvenær má örugglega vænta útkomu þeirra 190 körta sem eftir er að gefa út? Vert er einnig að gefa því gaum, hvort ekki væri hægt að koma því til leiðar, að frumrit þeirra 190 korta, sem eftir er að gefa út, verði teikn- uð í mkv. 1:25 000, eins og gert var við þau 11, sem þegar eru prentuð, en slík frumrit geta verið fyrirtaks vinnukort fyrir ýmsa aðila. Annars hefur fremur lítið verið kannað hér á landi, hvaða kortmæli- kvarðar hentuðu bezt til ýmissar mis- munandi notkunar. Erlend reynsla hefur sýnt, að kortmælikvarðinn 1:25 000 fyrir topografisk kort hefur frekar unnið á í seinni tíð gagnvart mælikvarðanum 1:20 000, sem t.d. Frakkar og Finnar nota þó enn. T.d. virðist þessi mælikvarði vinna á hjá Dönum, sem þó áttu sitt land kort- lagt í 1:20 000 frá því löngu fyrir aldamót. Þá hafa Þjóðverjar og Bretar gert kort í mkv. 1:25 000 að einskonar grunnkortum. Hvað nota- gildi snertir, er munurinn á kortum í mkv. 1:25 000 og 1:20 000 oftast mjög óverulegur. Sama er að segja um kort í mkv. 1:50 000 og 1:40 000, og tel ég brambolt gróðurathugunar- manna með kortaútgáfu í mælikvarða 1:40 000 næsta furðulegt, án þess ég vilji kasta rýrð á það þarfa verk sem unnið er með gróðurkortunum. Fyrir tæknileg yfirlitskort hefur mælikvarðinn 1:5000 unnið sér all- fastan sess víða í Evrópu (Þýzka- landi, Bretlandi), og kemur þar margt til, sem ekki skal þó rakið hér. 9. Iíortblaðskiptikerfi höfuð- borgarsvæðisins Rétt er að vííkja nokkrum örðum að kortblaðskiptikerfi höfuðborgar- svæðisins frá 1951. Grundvöllur þess kerfis eru einmitt kort í mkv. 1:5 000. Kortastærðin fyrir kort í mkv. 1:500, 1:1 000 og 1:2 000 er 60X80 sm, en sú kortastærð var valin með tilliti til þess, að kort þau, er Bolli Thorodd- sen og fleiri höfðu gert af Reykjavík í mkv. 1:2 000 gætu fallið inn í eðli- lega blaðskiptingu kerfisins. Að sjálf- sögðu hefði kortastærðin 50X50 sm fyrir kortin í mkv. 1:500, 1:1 000 og 1:2 000 hentað mun betur, en þá hefðu kortin í 1:5 000 orðið 40X40 sm og náð yfir 2X2 km og kort bæði i 1:2 000 og 1:5 000 hefðu fylgt heilum kílómetershnitum. Það má því með sanni segja um kortskiptikerfi höfuðborgarsvæðisins eins og þegar hefur verið sagt um kortskiptikerfi Orkustofnunar i 1:20 000, að það sé vægast sagt mein- gallað. Hitt er annað mál, að bæði þessi kerfi eru vel nothæf til síns brúks, og verður að sjálfsögðu að nota þau áfram um ófyrirsjáanleg- an tíma. Kortagerð er mjög sjaldan tak- mark í sjálfu sér, enda eru kort yf- irleitt ekki gerð nema brýn eða vænt- anlega brýn þörf sé fyrir þau. Sömu- leiðis er ástæðulaust að gera kort í stærri mælikvarða eða með meiri ná- kvæmni en þörf er talin fyrir hverju sinni. Hinsvegar hefur það margsýnt sig, bæði hér og annarsstaðar, að grund- vallarmælingar landsins, þ.e. þrí- myrningamælingar, kortvörpun og þríhyrninganet, svo og reglubundið hentugt kortblaðskiptikerfi fyrir allt landið, fyrir ákveðna valda mæli- kvarða, verður að vera í eins full- komnu lagi og hægt er, ef vel á að vera. Síaukin þörf fyrir mælingar og kort af ýmsu tagi kallar að I fram- tíðinni víðsvegar um landið. Til þess að þær mælingar og þau kort komi að sem beztum notum, þarf að sam- ræma kortmælikvarða og blaðstærð- ir eftir föngum og tengja sem flest- ar mælingar við aðalþrihyminganet landsins, ög síðast en ekki sizt fella kortin eftir því sem kostur er inn í það kortblaðskiptikerfi, sem að yf- irlögðu ráði verður talið hentugast að taka upp hér á landi. 10. Tímamót í íslenzkri kortagerð Við stöndum nú á miklum tíma- mótum, er við erum í þann mund að kveðja hin ágætu dönsku kort, sem óneitanlega hafa orðið okkur til mik- ils gagns allt frá því er þau byrjuðu að koma út skömmu eftir aldamótin og til þessa dags, en jafnframt kveðj- um við hið danska landskerfi og hina dönsku keiluvörpun. 1 staðinn tök- um við væntanlega upp hina nýju UTM-vörpun og nýtt UTM landsþrí- hyrningakerfi. Við þessi umskipti skapast það mörg og erfið vandamál í sambandi við upptöku hins nýja kortblaðskiptikerfis fyrir landið, að ég vil leyfa mér að koma þeirri ábendingu á framfæri við stjórn verkfræðingafélagsins, hvort ekki væri tímabært að verkfræðingafélag- ið skipaði sérstaka nefnd til að reyna að finna sem heppilegasta lausn á þessu vandamáli. Tækninni fleygir fram, ekki hvað sízt á sviði mælinga og kortagerðar, sem oft hefur hemaðarlega þýðingu. Gerfitunglsmælingar gefa nýja og betri möguleika en áður þekktust til staðarákvörðunar, fjarlægðarmæl- ar sem voru óþekktir fyrir fáum árum, mæla nú fleiri tuga kílómetra fjarlægðir með allt að sentimeters nákvæmni, unnt er að reikna í tölv- um á fáeinum mínútum það, sem áð- ur tók marga daga og „automatisk" kortteiknun eftir loftmyndum virð- ist vera á næsta leiti. Hafa verður allt þetta í huga, auk ótal margra atriða annarra, þegar ákveða skal svo víðtæka áætlun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.