Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 12
54 TlMARIT VFl 1971 Greinargerð frá Hafnarmálastofnun ríkisins Inngangur. Hafnarmálastofnun ríkisins sér um og annast mælingar á höfnum og hafnarsvæðinu á öllu landinu að Reykjavvík undantekinni. Helzta markmið þessara mælinga er að hafa á hverjum tíma sem gleggstar upplýsingar um hafnir þ. e. dýpi, landslag og mannvirki á landi. Mæl- ingar þessar eru notaðar við gerð hafnaráætlana, færðar í sjókort og sérstök hafnarkort til þess að auð- velda sjófarendum siglingu um hafn- irnar, ennfremur er með þessu móti fylgzt með efnisflutningum. Ná- kvæmar uppmælingar eru og ávallt gerðar í sambandi við meiri háttar framkvæmdir I höfnum, svo sem bryggjugerö, gerð hafnargarða, dýpkanir o. s. frv. Dýptar- og hœðarmœlingar. Við hafnargerðir er nauðsynlegt að hafa þekkingu á sjávarföllum á við- komandi stað, til þess að unnt sé að ákveða dýpi, hæð á bryggjum, hafn- argörðum o. s. frv. Með tilliti til siglinga er núllflötur hæðar- og dýptarkóta ákveðinn meðalstór- straumsfjara, en það er meðaltai þeirra 52 fjara á ári, sem verða þeg- ar tungl er nýtt og tungl er fullt (sól, jörð og tungl á beinni linu). Ef athugunartímabili er aðeins 1 ár, verður þó að leiðrétta athuguð gildi vegna mismunandi miðbaugsbreiddar tunglsins, sem breytist á u. þ. b. 19 ára timabili. Reglubundnar sjávar- fallaathuganir með síritandi sjávar- hæðarmælum hafa aðeins verið fram- kvæmdar í Reykjavik frá 1951 á veg- um Sjómælinga Islands, en á flest- um öðrum stöðum á landinu er stuðzt við fáar og ónógar athuganir. Þó er mismunur meðalstórstraums- fjöru og meðalstórstraumsflóðs þekktur með sæmilegri nákvæmni hringinn í kringum landið og er upp- lýsingar um það að finna í „Sjávar- föll við ísland“, sem gefin er út á vegum Sjómælinga Islands. Við ákvörðun á meðalstórstraums- fjöru og flóði er á hverjum stað stuðzt við athuganir, sem yfirleitt hafa verið gerðar yfir tiltölulega stuttan tíma, og núllflötur, þ. e. meðalstórstraumsfjara og upplýsing- ar um flóðhæðir byggðar á þessum athugunum. Hæðarmerki eru sett upp í samræmi við þessar athuganir eða athuganirnar tengdar hæðakerfi viðkomandi kaupstaðar eða kaup- túns, ef það er þá til. Oft, og þó einkum á minni stöðum, er einungis þekktur kóti á bryggjuþekju miðað við þessar athuganir. Nákvæmnis- kröfur við dýptarmælingar og ákvörðun meðalstórstraumsfjöru er af stærðargráðunni 0,1 m, og er þar e. t. v. að finna ástæðuna til þess að frágangur á hæðarmerkjum er ekki eins góður og æskilegt væri. Til eru dæmi þess, að hæðarkótar á bryggju- þekjum séu allt að 0,5 m frá réttu gildi og er helzta ástæða þess sú, að áður fyrr var miðað við lægstu fjör- ur sem núllflöt, en nú er meðalstór- straumsfjara núllflötur, og hafa upp- gefnir kótar þá ekki verið leiðréttir til samræmis við þessa breytingu á núllfleti. Dýptarmælingar, sem Hafnarmála- stofnun rikisins sér um og fram- kvæmir, eru oftast gerðar með hand- lóði, eða sjaldnar með bergmáls- dýptarmæli. Nákvæmni með hand- lóði er u. þ. b. 0,1 m, háð dýpi því sem mæla skal. Hæðarmælingar á landi eru framkvæmdar á venjuleg- an hátt með teodólít eða hallamæli. Fjarlægð frá landi er oftast ekki meiri en 300—500 m og við staðsetn- ingar er notuð sú aðferð, að á landi eru sett upp merki, bak- og formerki, sem ákvarða þá línu sem dýptar- mæla skal. Merkin eru sett upp mið- að við mannvirki á landi, bryggjur, hús o. þ. h., eða tengdar mælikerfi viðkomandi staðar, ef það er til. Fjarlægð frá landi í hverjum mæli- punkti er mæld með sérstökum fjar- lægðarvír, sem er á rúllu í bátnum, og fastur í landi. Jafnframt dýptar- mælingu er lesið stöðugt af flóð- bretti, sem sett hefur verið upp mið- að við þekkta hæð. Samband flóðs og tíma, flóðlínurit, er teiknað upp siðar, en allar dýptarmælingar eru timasettar og flóðleiðrétting á mæl- ingu gerð við úrvinnslu. Stundum, en þó miklu sjaldnar, er fjarlægð frá landi ákveðin með hornamælingu. Mælingar af höfnum og hafnarsvæð- um eru flestar teiknaðar upp í mælikvarða 1:500—1:2000. Við stærri yfirlitsmælingar er notað 1:5000— 1:10000, og yfirlitskort af höfnum gerð í 1:1000—1:5000. Helztu ókost- ir núverandi fyrirkomulags eru, sem áður er og getið, að uppgefnir kótar á bryggjum eru stundum ekki réttir og innbyrðis samræmi ekki nógu gott. Einnig eru erfiðleikar í stað- setningum, þó ekki innbyrðis, held- ur miðað við byggð á landi. Kauptún og kaupstaðir hafa margir hverjir verið mældir upp fyrir allmörgum ár- um, en síðan hvorki hirt um að út- víkka mælikerfið né tryggja nægi- lega marga örugga punkta, og mjög oft verður vart við að þríhyrninga- punktar í hnitakerfum kaupstaða og kauptúna eru horfnir, og er þá all- erfitt um nothæfar staðsetningar, og er þá hezt að tengja mælingar á dýpi og mannvirkjum gömlum hús- um, sem mæld hafa verið nokkuð ná- kvæmlega, er viðkomandi kauptún eða kaupstaður var mælt upp. Við langflestar þeirra mælinga er Hafnarmálastofnun ríkisins annast eða sér um, er Landskerfi Islands lítið notað og hæðakerfi Landskerfis- ins aldrei notað. Nauðsynleg framtíðarverkefni. Svo sem áður er getið er oft erfitt um öruggar staðsetningar miðaðar við byggð á landi. Það þyrfti því að vinna að því, að endurbæta gömul mælikerfi kaupstaða og kauptúna og gera nauðsynlegar endurbætur á gömlum kortum, svo og að mæla upp staði, sem ekki hafa verið mældir upp þegar. Mælikerfi þessi gætu verið í landskerfi Islands, ef það væri mælt og teiknað upp í nægilega réttri „projektion", ella mætti tengja þessi mælikerfi landskerfi Islands, þannig að gott samræmi fengist. Hafnarmálastofnun ríkisins áætlar, I samvinu við Sjómælingar Islands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.