Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 25

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 25
TlMARIT VPl 1971 67 mælinguna þó umfangsmeiri og þyngri í vöfum. 2. Afiestursnákvæmni fyrir hæðar- hom I mælitækjunum sjálfum ekki nógu mikil. Gráðubogar hæðarhoma minni en flatarhoma og ekki færanlegir. Líbellur óná- kvæmar. 3. Útbúnaður til nægilega ná- kvæmrar mælingar á tækishæð (og miðunarhæð) yfirleitt ekki á. markaði. 4. Ekki hefur nægilegur gaumur ver- ið gefinn að lögun og gerð miða til mælingar hæðarhorna. 5. Áhrif lóðsveigju í flestum tilfell- um óþekkt, eða einungis fáanleg með miklum tilkostnaði. 6. Lengdir miða ekki þekktar með nægilegri nákvæmni, þar að auki reiknaðar í öðrum fleti, lóðlína í yfirborðspunkti sker reikningsflöt landskerfis í öðrum punkti, en svarar til bogalengdar á geóíðu. 7. Rannsóknir á hornmældum hæð- um í flatlendi tiltölulega litlar, einkum með tilliti til ljósbrots, sem talið er mun sveiflukenndara en í fjalllendi. Á svæðum, þar sem ítarlegra hæð- armælinga er ekki þörf og í fjall- lendi yfirleitt, munu hommældar hæðir þrátt fyrir þetta jafnan koma að góðu gagni. Þar sem mikið þarf að mæla hliðar marghyrninga með rafbylgjutækjum (sem nota ljós- eða örbylgjur) og þörf er á að mæla hæðarhorn til leiðréttingar vegna skáa hliða marghyminga, kæmi til álita að auka nákvæmnina í hæðarhomsmælingunni og nota hana til útreiknings á hæðarmun. Þá vinnst og það, að fjarlægðin fæst með nægilegri nákvæmni til útreikn- ings á hæðinni og er það raunveru- leg fjarlægð, en ekki reiknuð í stærðfræðilegum fleti, sem ekki er að fullu vitað, hvernig samræmist raunveruleikanum. IV. NOTRUN HÆÐAKERFA OG KRÖFUR TIL ÞEIRRA. Til betri skilnings á því, sem hér fer á eftir, er e.t.v. rétt að varpa fram eftirfarandi spumingu: Hvemig eru hæðarkerfi notuð? Ég reyni að svara þessu þannig: 1. Til hæðarviðmiðunar korta í stór- um og litlum mælikvarða. 2. Til viðmiðunar mannvirkja s.s. bygginga, vegagerðar, framræslu- kerfa, áveitugerðar, orkuvirkja. 3. Til könnunar á hreyfingum jarð- skorpunnar, bæði staðbundnum og svæðisbundnum, svo og til könnunar á missigi mannvirkja. 4. Til rannsókna á lögun jarðar, geóíðurannsóknir. Hvaða kröfur gerir hin mismun- andi notkun eða nötendur til hæðar- kerfa? Mér virðast þrjú atriði skipta þar mestu máli: 1. Að kerfið sé aðgengilegt, þannig að það kosti ekki óhóflega fyrir- höfn og kostnað fyrir notandann, miðað við stærð viðkomandi verk- efnis, að tengja mælingar við kerfið. 2. Að kerfið sé varanlegt í tima, þannig að kerfispunktar, sem bera uppi könnun á einum tíma, séu nothæfir við mannvirkjagerð á öðrum tíma, e.t.v. áratugum síðar. 3. Að kerfið sé nákvæmara eða eins nákvæmt og þær mælingar, sem notandinn hefur með höndum, þannig að hann geti mótsagna- laust tengt við kerfið á fleiri en einum stað og að ekki komi til þess, að nákvæmniskröfur notand- ans séu strangari en kerfið getur gefið. Æskilegt er, að nákvæmn- in sé af „æðri gráðu“ en notkun- in. 1 framansögðu felst það, að kröf- ur til nákvæmni verða afar mismun- andi eftir því, hvaða not skal hafa af kerfinu. Eftir nákvæmni reyni ég að flokka notin þannig: Staðfræðileg kort í mkv. 1:25 000 og minni. Nákvæmni í hæð um og yfir 1 m nægileg. Tæknileg kort til undirbúnings skipulags og framkvæmda, mkv. 1:500 - 1:10 000. Nákvæmni í hæð allt niður í 0,1 m eða minna. Mannvirkjagerð. Hér eru kröfur mis- munandi. 1 hinum framlögðu greinargerðum hér á ráðstefn- unni koma kröfur um nákvæmni ekki beinlínis fram í tölum. En eðlileg krafa frá framkvæmd- anna hendi virðist mér vera sú, að vönduð tæknileg fallmæling, sem getur haft allt að 1,5-2 mm/ km meðalskekkju, geti fallið mót- sagnalaust inn í hæðarkerfið. Könnun jarðskorpuhreyfinga. Hér er þörf fyrir svo mikla nákvæmni, sem unnt er að ná. Á þeim stuttu köflum, sem mældir hafa verið í þessu skyni hérlendis, hefur náðst nákvæmni allt að 0,2 mm/km. (Sjá Eystein Tryggvason: „Mea- surements of Surface Deformation in Iceland by Precision Levelling", Joumal of Geophysical Research, Vol. 73, No. 22, Nov. 15, 1968 og eftir sama: „Surface Deformation and Fault Displacement Associ- ated with an Earthquake Swarm in Iceland“ í sama riti Vol. 75, No. 23, Aug. 10, 1970). Það er talsverðum erfiðleikum bundið að ná svona mikilli nákvæmni, ekki sízt á stórum svæðum, og ekki sanngjarnt að ætlast til slikrar nákvæmni af aðalhæðaneti. Mikil- vægar upplýsingar má fá um jarð- skorpuhreyfingar með minni ná- kvæmni, ekki sízt á löngum tíma, enda kostnaðarsamt að sýna fram á svæðisbundnar hreyfingar, nema með tiltölulega strjálum endur- tekningum. Öllum þessum kröfum þyrfti aðal- hæðanet að fullnægja, en ná- kvæmniskröfur til könnunar jarð- skorpuhreyfinga eru hér mikið álita- mál vegna kostnaðar. Ýtrustu ná- kvæmni yrði naumast unnt að beita, nema þá við staðbundnar athuganir. Fjárveitingar til mælinga eru jafn- an naumar, enda hefur skilningur á þýðingu þeirra og góðum undirbún- ingi verka, almennt verið takmark- aður. Sérhver aðili, sem við mæling- ar fæst, reynir því að haga þeim þannig, að nákvæmnin nægi því verk- efni, sem um er að ræða hverju sinni. Nokkur hætta er á, að gangur mála verði þannig: Fyrst kemur korta- gerðarmaður og gerir hæðarmæling- ar. Fé hans er takmarkað, og því mælir hann fyrir sínar þarfir Og lætur sér nægja 1 m nákvæmni eða minna. Siðan þarf að mæla af annarri stofnun vegna tækni- legra korta, t.d. net með 0,1 m nákvæmni. í>á kemur þriðja stofn- un, sem sér um framkvæmdir og hún þarf að mæla net upp á sm. Siðast kemur rannsóknarleiðangur, þá oft- ast með erlent fé og þarf að mæla upp á mm. Þetta er að vísu ýkt lýs- ing, en nokkuo I þessa átt kunna að- stæður að vera í grófum dráttum. Dæmi má taka af þeim greinargerð- um, sem fram hafa komið hér á ráð- stefnunni: Tvær opinberar stofnanir, Orkustofnunin og Vegagerð ríkisins hafa t.d. hæðarmælt austur að Sel- fossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.