Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 11
TlMARIT VPl 1971 53 Kort Ólafs Þorsteinssonar frá 1916— 1922 voru í sama mælikvarða og í sömu stærð og urðu þau alls 31 að tölu. Mæling'ar af borgarlandinu næstu tvo áratugi eru kortlagðar í mkv. 1:2000 og er kortflöturinn áfram 60X80 sm. Með þeim er lagð- ur grundvöllur að þeirri kortblaða- skiptingu, sem enn er við lýði. Voru alls mæld og teiknuð 19 blöð, sum þó aðeins að hluta, því ekki var kortlagt það, sem kort Ó. Þ. í mkv. 1:500 náðu yfir. Hér má þess geta, að á árunum 1940—1941 var gerð rækileg leiðrétting á kortum Ó. Þ. vegna lagningar hitaveitu og ganga þau jafnan undir nafninu „hitaveitu- kort“. Við hinn öra vöxt borgarinnar um og eftir heimstyrjöldina voru flest kort borgarinnar orðin úr sér geng- in. Á árunum 1951—1953 voru gerð kort eftir loftmyndum í mkv. 1:2000 af öllu borgarlandinu vestan Ell- iðaáa, svonefnd mynd-,,mosaic“- kort. Voru þau teiknuð beint eftir loftmyndum, sem teknar voru af Landmælingum íslands og uppréttar þar, en teiknuð á Mælingadeild bæj- arverkfræðingsins I Reykjavík. Hæð- arlínur voru færðar á kortin eftir hinum eldri kortum, sem áður er get- ið. Alls urðu kortblöðin 18 af þessari gerð. Árið 1957 var hafizt handa um gerð myndmældra korta í mkv. 1:2000 og var byrjað á Ártúnshöfðasvæðinu. Kortin voru gerð af Forverki h.f., en myndirnar teknar af Landmælingum Islands. Hefur gerð þessara korta verið haldið áfram smátt og smátt og hafa þau nú verið gerð af mest- öllu borgarlandinu vestan Geitháls. Eru þau nú orðin 43 að tölu. Hér fer á eftir yfirlit yfir aldur kortanna, og er þá miðað við það ár, sem loftmyndirnar eru teknar, en út- gáfuár er oft annað. Þegar vöxtur borgarinnar undan- farin ár er hafður í huga, sést af þessu yfirliti, að talsverður hluti kortanna er orðinn úreltur og fer það að sjálfsögðu ekki eftir aldri kort- anna, heldur eftir því, hvernig borgin hefur byggzt. Mikill fjöldi þessara blaða þarfnast gagngerðrar endurnýjunar, ef raunverulegur áhugi er fyrir því að halda þessu korta- kerfi í nothæfu ásigkomulagi. Þetta ber að hafa í huga, ef til álita kæmi að taka í notkun nýtt blaðskiptikerfi, sem næði yfir landið allt. Eftir myndmældu kortunum í mkv. 1:2000 hafa verið gerð kort I mkv. 1:5000 með smækkun og samsetn- ingu, þannig að 4 blöð í 1:2000 fara í eitt kortblað 1:5000, sem hefur þá 48X64 sm kortflöt. Forverk h.f. hef- Myndir teknar árið: F;iöldi Gerð kortbl. , er,° 1:2000 korts Nr. kortbl. 1951 8 mynd-„mosaic“ 312, 314, 321, 322, 323, 324, 421, 422. 1956 4 myndmælt 441, 442, 443, 444. 1958 2 — 541, 542. 1959 2 — 532, 434. 1960 13 — 343, 344, 431, 432, 433, 451, 453, 534, 543, 544, 551, 553. 1961 6 — 241, 242, 243, 244, 341, 342. 1962 8 — 231- -232 (eitt blað), 234, 331, 332, 333, 334, 423, 424. 1963 1 — 351. 1965 7 — 253, 452, 454, 552, 554, 561, 563. ur einnig séð um gerð þessara korta, en þau eru nú 12 að tölu, sem þannig hafa verið gerð af Reykjavíkurborg. Af gerð þeirra leiðir, að hið sama gildir um aldur, blaðskiptingu og viðhald og sagt hefur verið um kort- in í mkv. 1:2000. Auk þessa hafa verið teiknuð nokkur kort beint í mælikv. 1:5000 af Heiðmerkursvæðinu (2 heil blöð og hlutar úr 8 blöðum). Forverk h.f. hefir einnig gert þessi kort, en þau eru gefin út af Vatnsveitu Reykjavík- ur, flest í samvinnu við Skógræktar- félag Reykjavíkur. Hér ber þess að geta, að Reykja- víkurborg hefur öðru hverju keypt kort í mkv. 1:500, sem gerð hafa verið sem prófverkefni af verkfræði- nemum Háskóla Islands. Framan af voru þessi kort með 60X80 sm kort- flöt, en síðan 1966 helmingi minni, eða með 40X60 sm kortflöt. Til eru um 40 blöð af stærri gerðinni og 36 af þeirri minni. Þeir uppdrættir, sem gerðir hafa verið á mælingadeild- inni eða öðrum stofnunum borgar- innar, hafa ekki verið kort í almenn- um skilningi, heldur mannvirkjaupp- drættir án hæðarlíná og landslags, eða sérkort af einhverju tagi. 4. Kostnaður. Tiltölulega erfitt er að gefa áreið- anlegar upplýsingar um kostnað vegna mælinga og kortagerðar, bæði vegna breytilegs verðlags, svo og vegna þess, að engin nákvæm kostn- aðarleg sundurgreining verkefna í daglegum rekstri er fyrir hendi. Ég tel þó ekki fjarri lagi að áætia, að kostnaður við ákvörðun punkta, þ. e. þríhyrninga- og marghyrninga- punkta, ár hver liggi á milli 1,5—2ja milljóna króna. I kortagerðinni hafa engar fram- kvæmdir verið hin síðari ár, en þar er endurnýjun kortanna brýnasta verkefnið. Engin teljandi reynsla er á því sviði hérlendis og því tilgangslítið að gera áætlanir um kostnað á slíku. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.