Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 35

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 35
TlMARIT VFl 1971 77 Tafla 5. Skipting þríhyrninganeta í flokka og nákvæmniskröfur. Flokkur Lengd hliða Innstæð (relativ) nákvæmni 1° 30-40 km 2 mm/km 1:500 000 2° 10-20 km 3 mm/km 1:350 000 3° 3-6 km 10 mm/km 1:100 000 4° 1-3 km 10 mm/km 1:100 000 því aö mæla grunnlínur, 6 -10 km á lengd, ca. 200 km bili. Leitast er viö að halda innstæðri nákvæmni grunnlínanna innan viö 1:1000 000. Til áttunar netsins á sporvölunni var áður fyrr ákveðin lengd og breidd sem og útgangsstefna (Azimut) í einum punkti netsins með stjömu- mælingum. Við ákvörðun neta hin síðari ár eru stjörnumælingar fram- kvæmdar á nokkrum stöðum í netinu til strangari ákvörðunar á áttun þess. Þessir punktar eru kallaðir „Laplace- punktar“. Netinu er síðan jafnað út á sporvöluna með strangri útjöfnun og landfræðileg hnit Laplacepunkt- anna flutt yfir á aðra punkta netsins. Til þess að auðvelda allar frekari mælingar og útreikninga á lægri gráðum þríhyminganetsins er 1. gráðu netið reiknað homsatt (kon- form) yfir á kortvörpunarflöt við- komandi lands eða svæðis og fá þá þríhyrningapunktarnir rétthyrnd hnit þess kerfis, sem lagt er til grund- vallar útreikningum í áðurnefndu vörpunarplani. Lægri gráður þríhyrninganetsins eru síðan felldar inn í hið flata 1. gráðu net og þá í þeirri röð, sem áð- ur er upptalin. Fram til þessa hefur verið litið á þríhyrninganet sem 100-200 ára fyr- irtæki, og allar minni mælingar og útreikningar þvingaðir inn í það, sama hve spennurnar urðu miklar. Er þetta ef til vill ekki nema eðli- legt, þar sem öll hin geypilega reikni- vinna fór fram í höndunum. Það má segja að þessum hefð- bundnu aðferðum hafi verið beitt ó- breyttum við uppbyggingu þríhyrn- inganeta allt fram á síðustu ár, eða þar til rafbylgjumælitæki komu fram á sjónarsviðið skömmu eftir 1950. Með tilkomu þeirra gjörbreyttist afstaða manna til grunnlínumælinga, vegna þess að nú var mögulegt að mæla einstakar hliðar þríhyrninga- netsins beint, þar sem þessi tæki draga um og yfir 50 km með ná- kvæmni upp á fáeina sentimetra. Áður þurfti sérstakt þrihyminga- net til þess að færa mælikvarða grunnlínunnar yfir á einhverja hlið aðalnetsins, þar sem lengd grunnlina er ekki nema 6-10 km. Vegna þessarar nýju mælitækni hefur hin hefðbundna aðferð við ákvörðun þríhyrninganeta æ meir vikið fyrir hliðamælingum (trilatera- tion) (latus = hlið) eða þá sam- bland hvors tveggja, hliðar og stefn- ur mældar í sama neti. Þessi nýja aðferð ryður sér æ meir til rúms og þá sérstaklega vegna þess hve miklu afkastameiri hún er í samanburði við hornamæl- ingarnar og þá einnig, að kröfur um sigtimerki og frágang þeirra verða miklu minni. Þá hafa og sumar þjóðir tekið upp þá aðferð að reikna æðri gráður þrí- hyminganeta úr lægri gráðum, þ.e. að reikna t.d. 3. gráðu úr 4. gráðu neti og 2. gráðu úr 3. gráðu o.s.frv. Þessi aðferð hefur gefið mjög góða raun og byggist þá fyrst og fremst á því, hve nákvæmlega hægt er að ákvarða mælikvarða lægstu gráð- anna (3. og 4. gráður) með þeim lengdarmælitækjum, sem nú er völ á. Með tilliti til þessa er það að verða æ útbreiddari skoðun manna, að líta beri á þríhyrninganet, sem síbreyti- leg (dynamisk) kerfi. Það hefur og í för með sér, að hin hefðbundna skipt- ing netanna i flokka er úr sögunni í venjulegum skilningi, en í staðinn yrði hún reiknuð upp úr þéttriðnum og víðfeðmum svæðisnetum með hliðarlengdum frá 1-3 km. Þetta þýðir, að í hvert sinn sem þríhyrn- ingamælingar eru framkvæmdar að einhverju ráði, hvort heldur um er að ræða endurmælingar eða nýmæling- ar, þá yrðu þær ekki þvingaðar inn í viðkomandi gráður netsins eins og venja er, heldur væri öllu þríhyrn- inganetinu jafnað upp á nýtt, sem leiddi til nýrra hnita á þríhyrninga- punktunum. Þessa aðferð hafa Ungverjar tek- ið upp og síðustu tvo áratugina hafa þeir ekki mælt 1. gráðu net, heldur reiknað það upp úr lægri gráðum með árangri, sem venjulega nær settum kröfum. 2.0 Þríhymingamælingar á Islandi. Þríhymingamælingar á Islandi hóf- ust upp úr aldamótunum síðustu með þrihyrningamælingum og kortagerð danska herforingjaráðsins. Mældar voru grunnlínur í Reykjavík, Horna- firði og Akureyri með ,,Jáderin“. þráðum. Grunnlínan hér í Reykjavík var mæld í þrennu lagi og tengd saman með hornamælingum. Enda- punktar þessarar grunnlínu voru Grótta og Rauðarárholt. Við mæl- ingar á Reykjavíkurnetinu frá 1951 var þessi grunnlína, að lengd ca. 6.5 km, notuð óbreytt til ákvörðunar á mælikvarða netsins. Endapunktar grunnlínunnar á Akureyri, sem lá milli Torfuness og Oddeyrar, eru glataðir. Veturinn 1965 var gerð lausleg at- hugun á grunnlínunni Grótta-Rauð- arárholt með geodimetemiælingum. Niðurstöður þeirra mælinga bentu ekki til neinnar mælikvarðaskekkju á grunnlínunni. Þegar Danir hófu þríhyrningamæl- ingar hér, beindu þeir kröftum sin- um aðallega að strandhéruðunum. Þannig luku þeir, árið 1903, við þrí- hyrningamælingar milli Reykjavíkur og Homafjarðar, og þar sem þeir mættust á hliðinni Gæsatinda - Hjör- leifshöfði skeikaði aðeins 0.17 m. Á næstu árum, eða frá 1906-1914, þríhyrningamæla Danir frá Reykja- vík til Skagaf jarðar: Árið 1906: Reykjavík-Mýrasýsla — 1907: Mýrasýsla-Breiða- fjörður — 1908: Vestfirðir — 1914: Húnaflói-Skagafjörður. Árið 1928 er Geodetisk Institut stofnað og yfirtekur það allar mæl- ingar á Islandi. Á árunum 1930-1934 ljúka Danir svo við þríhyrningamælingar sínar umhverfis landið með því að mæla milli Eyjafjarðar og Hornafjarðar. Skömmu eftir 1950 ákváðu Banda- ríkjamenn að mæla nákvæma þrí- hyrningakeðju frá Noregi og Skot- landi til Kanada (Hiran-keðju) og skyldi hún liggja yfir Island og Grænland. Til að tengja saman mæli- punkta í þessari keðju á Islandi, reyndist nauðsynlegt að auka og treysta hið eldra þríhyrningakerfi á Islandi, og var þetta gert á árunum 1954-56. Skipulagsstjóri ríkisins hef- ur lýst þessu starfi í skýrslu sinni á þessari ráðstefnu (bls. 24).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.