Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 45

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 45
TlMARIT VPl 1971 87 Landmælingaheiti — Drög að orðaskrá 1 þessu hefti af Tímariti Verk- fræðing-afélags Islands eru birt er- incli um landmælingar á Islandi sem flutt voru á ráðstefnu, sem félagið gekkst fyrir í mal s.l. Við lestur er- indanna kom í ljós greinileg þörf fyr- ir samræmingu tækniheita. Nokkuö voru hin erlendu tækniheiti notuð, en merking sama orðs getur verið nokkuð á reiki eftir því til hvaða lands merking þess er sótt. 1 sumum tilvikum voru mismunandi íslenzk heiti notuð, i öðrum tilvikum var stundum notað íslenzkt orð. Af framangreindum ástæðum var tekin saman skrá yfir tækniheiti og tækniorð þau, sem komu fyrir í er- indunum. Notkun tækniorðanna var síðan samræmd í erindunum. Þykir rétt að birta hér skrá þessa, en við hana var aukið nokkrum algengum landmælingaorðum. Skrá þessi hefur verið í mötun allt fram til þess að tímaritið íór i prentun og er þvi ekki fullt samræmi milli listans Og þeirra orða, sem notuð eru í erindunum. Rétt er að benda á, að líta ber á þessa skrá sem frumdrög. Ritstjóri tímaritsins hefur tekið sér nokkurt vald í lokamótun orðaskrárinnar og óskar hann þess að litið sé á ýmis orðanna sem tillögur til umræðu. Vonandi mun þessi skrá verða unn- in betur síðar. Hin erlendu orð eru í allmörgum tilvikum gefin í sviga. Þar sem viö höfum sótt vit okkar í þessum efnum nokkuð jafnt til allmargra landa, var gripið til þess ráðs að skrifa hin er- lendu orð með einhvers konar skandi- naviskri stafsetningu. áttarhorn (azimut), stefnuhorn, horn, sem hefur vinstri arm sinn í land- fræðilegt norður en hægri arm í hina gefnu stefnu bjögun (við vörpun, þ. Verzerrung), skæling bjögunarsporbaugur bunga (jarðar) fallmæling (nivellering) geóíða (geoid) grunnlína (basis) hnútpunktur hnit hornmæld hæð, hornhæðarmæling (trigonometrisk nivellering) hornsönn vörpun (konform, þ. winkeltreu) innmiðun (þ. Riickwártsschnitt) jarðbunga jarðmæling (geodesi, höjere geodesi) jarðmyndmæling (sbr. loftmyndmæl- ing) (terrestrisk fotogrammetri) keiluvörpun (konisk projektion): ás- læg (normal), þverstærð (trans- verals), hallandi landmæling (landm&ling, lavere geo- desi, fyrst og fremst þar sem unn- ið er í plani, sjá einnig jarðmæling) landfræðileg hnit (geografisk) línufallmæling (þ. Lángenievellerung) láflötur (niveau-flötur) lámiðun langás, skammás sporbaugs myndmæling (fotogrammetri): loft- myndmæling, jarðmyndmæling myndþríhyrningamæling (aerotri- angulering) marghyrningur (poligon) marghyrningamælingar mið: frammið, baltmið mannvirkjamælingar (e. engineering geodesy) myndræn (iausn, útreikningur) (grafisk) nákvæmni: innstæð (eða innri) og útstæð (eða ytri) (relativ og absolut) planvörpun (azimutal projection): miðgeisluð (gnomonic), pólgeiðsluð (stereografisk) og þvergeisluð (ortografisk) rafbylgjulengdarmæling (elektro- optisk): fjarlægöarmæling með ljósi, innrauðum geislum eða út- varpsbylgjum réttmæld hæð (ortometrisk) rétta, leiðrétta (jústera) sjálfvirk láréttun (automatisk hori- sontering) sjávarfallariti (mareograf) skekkjusporbaugur slciptipunktur (i fallmælingu) skjótmæling, staðmæling (tachy- metria) sporvala (ellipsoid) stöð (í þríhyrninganeti), þríhyrn- ingastöð staðfræðileg kort (topografisk) útmiðun (þ. Vorwártsschnitt) þríhyrningamæling (triangulering) þrihliðamæiing (trilateration) Hæðarmælar með sjálfvirkri lástillingu Síðustu tvo áratugi hafa fallmælar af nýrri gerð gjörbreytt nákvæmum hæðarmælingum. 1 eldri mælum fór mestur hluti mælingatímans í að stilla miðunarlínu sjónaukans lárétta. Þennan tíma má nú spara. Það voru tæknimenn þýzka fyrir- tækisins Zeiss, sem fyrstir leystu á fullnægjandi hátt þá þraut að binda miðunarlínu sjónaukans lárétta á sjálfvirkan hátt. Þetta gerðu þeir með því að láta prisma, sem hengt var upp sem pendúll, stjórna miðun- arlínunni. Zeissfyrirtækið setti fyrsta fallmælinn af þessari gerð á mark- aðinn árið 1951 (Zeiss Nivellier Ni 2). Tæki þessi þarf einungis að stilla fyrst nokkurn veginn lárétt. Eftir það stillist miðunarlína sjónaukans á skömmum tima á lárétta stefnu. Miðunarlína sjónaukans víkur þá ekki mfcira en 0,5" frá láréttri stefnu og fæst þá óvissa, sem er ekki nema um það bil 1 mm/km, en með auk- inni fyrirhöfn má ná enn meiri ná- kvæmni með þessum tækjum. Hæðarmælingar með hinum sjálf- stillandi fallmælum eru mun fljót- legri en með eldri tækjum. Auk þess eru þau mun ónæmari fyrir truflandi áhrifum titrings og mishitunar af völdum sólargeisla. Reynslan hefur sýnt að tæki þessi standa eldri tækjum lítið að baki hvað nákvæmni snertir, þegar Itr- ustu nákvæmni er krafizt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.