Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 37

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 37
TÍMARIT VFl 1971 79 sem Skipulag; ríkisins hefur ráðizt í fram til þessa. Net þetta spannar allan Reykjanesskaga eins og yfir- litsmyndin af því sýnir. Tilgangur- inn með þessum þríhyrningamæling- um þar syðra var að skapa eitt samfellt þríhyrninganet, sem upp- fyllti ströngustu kröfur um ná- kvæmni og yrði jafnframt grunnur samstæðrar kortagerðar. Einnig var mikil þörf fyrir byggðarlögin á Suð- urnesjum að fá eitt allsherjar þrí- hyrninganet eða fastmerkjakerfi, sem nota mætti við hvers konar fram- kvæmda- ög eignamælingar, þar sem byggðarlögin á Suðurnesjum mynda orðið einn þéttbýliskjarna. Fram til þessa hefur hvert byggðarlag þar haft sitt eigið kerfi, þ.e.a.s. ef kerfi skyldi kalla. Stöðvar þessa nýja kerfis voru merktar með steyptum stólpum, sem teljast verður ófrávíkjanleg krafa um merkingar þríhyrningapunkta. Áhöld hafa orðið um það, hvernig reikna skyldi netið og hefur ekki endanlega verið tekin ákvörðun um hvaða kerfi verði lagt til grund- vallar þeim útreikningum. Samt þótti æskilegt að tengja þetta net landskerfinu og var gjörð lausleg athugun á því I þeim til- gangi. Leiddi hún til þess, að ákveð- ið var að styrkja það með mæling- um á Þórðarfelli og Hólmbergsvita, sem framkvæmdar voru um leið og Vegagerð ríkisins lét mæla upp á nýtt landskerfið á Faxaflóasvæðinu. Sá ókostur er við að nota keiluvörpunina á Suðurnesjum, að vörpunarskekkjurnar eru orðnar þar mjög miklar og lengdarbaugsmisvís- unin orðin um -r-4.5°. Þetta kemur þannig fram, að flugbrautir, sem snúa í austur-vestur hafa hallandi stefnu um 4.5° frá láréttri stefnu á kortinu, en það telja flugvallaryfir- völd óæskilegt. Önnur net, sem skipulagsstjóri hef- ur látið mæla og áður hafa verið upptalin, eru öll staðbundin. Áttun þeirra hefur oftast verið gerð eftir eldri netum og mælikvarði þeirra fenginn með geodimetermælingum. Flest eru net þessi umfangslítil og þess vegna reiknuð í staðbundnu, flötu kerfi. Skýrsla skipulagsstjóra segir, að merkingar þríhyrningastöðva hafi oftast verið rör eða boltar, festir með steypu í klöppum. Hnitaskrár hafa ekki verið haldn- ar. 2.3 Vegagerð ríkisins hefur, eins og fram kemur i greinargerð þaðan, lítið fengizt við þríhyrningamæling- ar, nema þá hin siðustu ár, enda starfsemi þeirrar stofnunar vega- og brúabyggingar svo mælingastarf- semin ætti fyrst og fremst að vera fólgin í polygon- og hæðarmæling- um. En þegar Vegagerð rikisins hef- ur undirbúning að hraðbrautarfram- kvæmdum árið 1967 er hafizt handa um mælingar vegna nauðsynlegrar kortagerðar af vegstæðunum og ná- grenni þeirra, sem og á afsetningar- punktum fyrir sjálfar framkvæmd- irnar. Þá lá beinast við að ganga út- frá þeim netum, sem fyrir hendi voru, þ.e. landskerfi Islands og þrí- hyrningakerfi Reykjavikur frá 1951 og þétta þau með marghyrningum. Þetta gekk bærilega eins og búast mátti við í Reykjavíkurnetinu en það nær aðeins austur að Lækjarbotnum og upp að Brautarholti á Kjalamesi. Þar fyrir sunnan og norðan voru vegagerðarmenn háðir landsnetinu. Við marghymingamælingar milli þekktra landskerfisstöðva á þessum stöðum reyndist ógjörningur að loka þeim með viðeigandi nákvæmni. Hvað átt er viff með viðunandi ná- kvæmni, er krafan um innstæða (relativ) nákvæmni 1:80 000 til 1:100 000. Þetta leiddi til þess að ráðizt var I að mæla þríhyrningakeðjur frá Lækjarbotnum að Selfossi og frá Brautarholtsborgum á Kjalarnesi að Eyri í Kjós. Þessar þríhyrningakeðj- ur voru áttaðar í annan endann með mælingum í landskerfinu og síðan reiknaðar sem sjálfstæð net í keilu- vörpuninni. Mælikvarði þessara neta eða keðja er fenginn með geodimeter- og tellu- rometermælingum. Polygonar, sem síðar voru mældir í þessum keðjum, lokuðust með ca. 0,026 m gapi á km. Vegna áframhaldandi kortagerðar og undirbúningsvinnu að vegfram- kvæmdum frá Kjalarnesi upp í Borg- arnes þótti ekki forsvaranlegt að byggja væntanleg kort á lausthang- andi keðju þeirri, sem byrjað var á vegna kortagerðarinnar af Kjalar- nesi. Þess vegna var ekki í önnur hús að venda en nota landsnetið. Byrjað var á þvl vorið 1970 að at- huga gaumgæfilega landskerfið á þessu svæði og þá einkum efri gráð- ur þess. Þetta var gert með því að fá hjá Landmælingum Islands við- komandi homamælingar Og var 2. gráða netsins reiknuð upp á nýtt í rafreikni Háskóla Islands með jöfn- unarforskrift Gunnars Þorbergsson- ar. Tilgangur þessara reikninga var að fá vitneskju um meðalskekkju 2. gráðu netsins. Gengið var út frá fjórum 1. gráðu punktum, sem umlykja þetta svæði en það eru stöðvarnar: Langahlíð Nr. 65 Botnsúlur — 93 Hjörsey — 99 Tröllakirkja — 103 Niðurstöður þessara útréikninga voru þær, að hinir fjórir 2. gráðu punktar, sem á þessu svæði finnast, höfðu hnitameðalskekkjur állt að 0,40 m (sjá dálka e og g í töflu 7) og meðalskekkja einnar mældrar stefnu um 1.9 sek. Niðurstöður þessara athugana voru svo sem lítið gleðiefni, sérstaklega þar sem meðalskekkja hornamæling- anna var þetta stór. Samt vöktu þær vonir um, að mögulegt væri að ganga út frá 2. gráðunni með áframháld- andi mælingar. Þess vegna var reynt að reikna mælingar Vega- gerðarinnar á Kjalarnesi og i Hval- firði út frá 2. gráðu netinu með því að nota mælingar Landmælinga Is- lands til ákvörðunar á 3.gráðu punkt- svæðisins, en mælingamenn Vega- gerðar ríkisins höfðu eðlilega valið landskerfispunktana sem stöðvar- merkingar fyrir mælingar sínar. En þá koma í ljós skekkjur, sem fara upp úr öllu valdi og engin leið að hemja, hvernig sem reiknað var. Það kom þá i ljós, að eftir þvt sem neðar dró í netið urðu spenn- urnar meiri og óviðráðanlegri og meðalskekkjur einstakra mældra stefna allt að 6,73 sek. Það var því auðsýnt að mæla yrði allt netið á þessu svæði upp á nýtt, allt frá fyrstu gráðu og niður úr, hvað og gert var. Árangurinn af þeim mælingum lét ekki á sér standa. Meðalskekkjur mældra stefna 2. gráðunnar fóru niður í 1 gamla sek., en færslur einstakra hnita allt að 0,82 m (sjá dálka b og d í töflu 7). Eftir að 2. gráðan hafði verið ákvörð- uð upp á nýtt var eftirleikurinn ein- faldur. Lægri gráður netsins lokuðust með mjög góðum árangri, eins og sjá má í eftirfarandi töflu, en í henni eru teknar saman niðurstöður endurmæl- inganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.