Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 48

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 48
90 TlMARIT VFl 1971 kvæmdamælingamar hafa ekki þró- azt hér í takt við aðrar greinar mæl- inganna. Ef vitnað er í töfluna hér að fram- an, virðist mér að við stöndum bezt að vígi I fyrsta liðnum, grunnmæl- ingar og kortagerð vegna mann- virkja. Við sjálfar framkvæmdamæl- ingarnar er ástandið verra og fullur skilningur á mikilvægi þeirra mæi- inga ekki eins almennur meðal stjórnenda framkvæmda. Liður þrjú, mælingar á hreyfingum mannvirkja, er næsta lítt þekktur hér og hefur tæpast verið fram- kvæmdur að nokkru gagni. IV. Vegaframkvæmdir Sem dæmi um framkvæmdir þar sem þáttur mælinga er stór, vil ég lýsa I stórum dráttum mælingum vegna hraðbrautagerðar og tek þá að hluta viðmiðun af hraðbrauta- framkvæmdum þeim, sem nú er unn- ið að. 1. Þegar ákveðið hefur verið að hefja lagningu hraðbrautar milli tveggja þéttbýliskjarna, er margt sem ákvarðar staðsetn- ingu vegarins I láréttu og lóð- réttu plani: 1. Afstaða vegarins til nær- liggjandi byggðarlaga frá umferðarsjónarmiði. 2. Væntanlegur umferðarþungi. 3. Geometrisk mörk veglinu. 4. Landslag vegarstæðisins. 5. Jarðvegsundirstaða. 6. Hugsanlegar breytingar á grunnvatnsstöðu við jarð- rask. 7. Flóðahætta. 8. Snjóþyngsli. 9. Hentug brúarstæði. 10. Verðmæti lands. 11. Náttúruvemdarsjónarmið. Til þess að geta tekið afstöðu til framangreindra atriða þarf byggingarverkfræðingurinn yfir- litskort 1:20000-1:50000 með 5-25 m hæðariinum. Á grundvelli slíkra yfirlitskorta er þó óger- legt að taka endanlega afstöðu til allra framangreindra atriða. Helztu hjálpargögn önnur á þessu stigi gætu verið 1) mosaik- kort loftmynda, þar sem jarð- vegsmyndanir hverskonar koma mjög greinilega fram, 2) jarð- vegskannanir og boranir og ekki sízt 3) vettvangsskoðun með fyrirliggjandi hjálpargögnum. Að loknum þessum frumat- hugunum er veglinan ákvörðuð í stórum dráttum. 2. Fyrir frekari rannsóknir og út- færslu koma nú eftirfarandi mæl- ingaverkefni: 2.1. Sannprófun þríhymingapunkta og þríhyrninganets þess, sem nota á sem burðarás allra frek- ari þríhyminga- 'og marghyrn- ingsmælinga. Eins og fram kemur í öðrum skýrslum, sem lagðar eru fram fyrir þessa ráðstefnu, hefur það komið í ljós við hraðbrautar- framkvæmdirnar, að íslenzka iandskerfið frá 1955-1956 er ekki af þeirri nákvæmni að nota megi það sem burðargrind mælinga- kerfisins fyrir tækniframkvæmd- ir sem þessar. 2.2. Þétting þríhyminganetsins og marghyrningsmæling: Þétta þarf þríhyminganetið með þrihyrn- ingamælingum, svo að það geti borið burðarmarghyming (hlið- arlengd um það bil 1 km), sem lagður er meðfram væntanlegu vegstæði. Hvaða nákvæmni þurfa svo landskerfispunktar 3ju og 4ðu gráðu að hafa til þess að binda megi inní það fastakerfi meiri- háttar vegaframkvæmdir. Ef gerð er sú krafa til burðar- marghymings (sem nota þarf fyrir loftmyndakort í mæli- kvarða 1:1000-1:2000 og fyrir útsetningar vegarins), að ná- kvæmni hans sé innan við 5 cm/km, verður að krefjast þess að nákvæmnin yfir 50 km vega- lengd (fjarlægðin milli Reykja- víkur og Selfoss) sé um 35 cm eða 1:150.000. Fjarri er að ís- lenzka landskerfið sé svo ná- kvæmt. 2.3. Sannprófun hæðanets, ef til er. 2.4. Þétting hæðarnets. 2.5. Merking modelpunkta og mynd- flug. Fyrir kort í 1:2000 er flogið í ca. 1700 m hæð yfir landinu og með RC-5 myndavél þeirri, er Landmælingar Islands nota, brennivídd 11,5 cm, náum við þá myndum af ca. 2000 m breiðri ræmu. 2.6. Kortagerð eftir loftmyndum. Kort eru gerð í mælikvarða 1:1000 eða 1:2000 eftir loftmynd- um. Væntanleg óvissa í planlegu í mælikv. 1:2000 yrði um 0,5 m en í hæð 0,4 m. Á grundvelli þessara korta getur nú byggingaverkfræðingurinn ákveð- io veglínuna nánar. Frekari rannsóknir til ákvörðun- ar í endanlegri veglinu eru: 1. Jarðvegsboranir og kannanir í vegstæðinu. 2. Þversniðsmælingar til áætlana á magntölum. Þversnið þessi getum við annað- hvort teiknað eins og hér hefur verið gert eftir hæðarlínukortum í mælikv. 2000 og ákvarðað magntölurnar myndrænt eða við getum unnið snið- in tölulega í kortateiknunarvélinni Autograf A-7, og reiknað úr þeim í tölvu. Stærsti kosturinn við síð- ari aðferðina er sá, að byggingar- verkfræðingurinn getur teiknað inn fleiri en eina veglínu og fari val veg- linunnar eftir hagkvæmustu massa- jöfnun, er auðvelt að reikna út magn- tölur fyrir margar veglínur og bera þær saman án þess að sprengja tíma- eða kostnaðarramma, sem okkur eru settir. Hér er lokið undirbúningsmæling- um við hönnun vegarins, þær mæl- ingar sem á eftir fylgja eru mæl- ingar við lagningu vegarins. 1. Þétta þarf marghyrningsnetið, sem notað var við kortagerðina, niður i 150 - 250 m hliðarlengd svo að nota megi það til útsetn- ingar í plani og hæð. Hæðarkerfi: Ef við gerum kröfu til að d (mis- munur í fram og aftur mælingu milli 2ja fastmerkja, S = 200 m) sé < 3 mm, verður heildarskekkj- an ± 4 mm/ km. Þessi níikvæmni samsvarar venjulegri nákvæmni í fallmælingu við mannvirkjagerö. 2. Meginlínur og -punktar vegarins eru sett út frá útsetningarpunkt- unum. Frekari mælingar eru: 3. títsetningar fyrir daglegum fram- kvæmdum i jarðvinnu, settir eru mælingapunktar á 25 m bili eða þéttar. 4. Mælingar til þess að fylgjast með gangi verksins. 1 núverandi vega- framkvæmdum, þar sem verkin hafa verið boðin út, fer mánað- arlegt uppgjör fram skv. þver- sniðum, sem teiknuð eru og síðan reiknuð út myndrænt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.