Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Side 48

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Side 48
90 TlMARIT VFl 1971 kvæmdamælingamar hafa ekki þró- azt hér í takt við aðrar greinar mæl- inganna. Ef vitnað er í töfluna hér að fram- an, virðist mér að við stöndum bezt að vígi I fyrsta liðnum, grunnmæl- ingar og kortagerð vegna mann- virkja. Við sjálfar framkvæmdamæl- ingarnar er ástandið verra og fullur skilningur á mikilvægi þeirra mæi- inga ekki eins almennur meðal stjórnenda framkvæmda. Liður þrjú, mælingar á hreyfingum mannvirkja, er næsta lítt þekktur hér og hefur tæpast verið fram- kvæmdur að nokkru gagni. IV. Vegaframkvæmdir Sem dæmi um framkvæmdir þar sem þáttur mælinga er stór, vil ég lýsa I stórum dráttum mælingum vegna hraðbrautagerðar og tek þá að hluta viðmiðun af hraðbrauta- framkvæmdum þeim, sem nú er unn- ið að. 1. Þegar ákveðið hefur verið að hefja lagningu hraðbrautar milli tveggja þéttbýliskjarna, er margt sem ákvarðar staðsetn- ingu vegarins I láréttu og lóð- réttu plani: 1. Afstaða vegarins til nær- liggjandi byggðarlaga frá umferðarsjónarmiði. 2. Væntanlegur umferðarþungi. 3. Geometrisk mörk veglinu. 4. Landslag vegarstæðisins. 5. Jarðvegsundirstaða. 6. Hugsanlegar breytingar á grunnvatnsstöðu við jarð- rask. 7. Flóðahætta. 8. Snjóþyngsli. 9. Hentug brúarstæði. 10. Verðmæti lands. 11. Náttúruvemdarsjónarmið. Til þess að geta tekið afstöðu til framangreindra atriða þarf byggingarverkfræðingurinn yfir- litskort 1:20000-1:50000 með 5-25 m hæðariinum. Á grundvelli slíkra yfirlitskorta er þó óger- legt að taka endanlega afstöðu til allra framangreindra atriða. Helztu hjálpargögn önnur á þessu stigi gætu verið 1) mosaik- kort loftmynda, þar sem jarð- vegsmyndanir hverskonar koma mjög greinilega fram, 2) jarð- vegskannanir og boranir og ekki sízt 3) vettvangsskoðun með fyrirliggjandi hjálpargögnum. Að loknum þessum frumat- hugunum er veglinan ákvörðuð í stórum dráttum. 2. Fyrir frekari rannsóknir og út- færslu koma nú eftirfarandi mæl- ingaverkefni: 2.1. Sannprófun þríhymingapunkta og þríhyrninganets þess, sem nota á sem burðarás allra frek- ari þríhyminga- 'og marghyrn- ingsmælinga. Eins og fram kemur í öðrum skýrslum, sem lagðar eru fram fyrir þessa ráðstefnu, hefur það komið í ljós við hraðbrautar- framkvæmdirnar, að íslenzka iandskerfið frá 1955-1956 er ekki af þeirri nákvæmni að nota megi það sem burðargrind mælinga- kerfisins fyrir tækniframkvæmd- ir sem þessar. 2.2. Þétting þríhyminganetsins og marghyrningsmæling: Þétta þarf þríhyminganetið með þrihyrn- ingamælingum, svo að það geti borið burðarmarghyming (hlið- arlengd um það bil 1 km), sem lagður er meðfram væntanlegu vegstæði. Hvaða nákvæmni þurfa svo landskerfispunktar 3ju og 4ðu gráðu að hafa til þess að binda megi inní það fastakerfi meiri- háttar vegaframkvæmdir. Ef gerð er sú krafa til burðar- marghymings (sem nota þarf fyrir loftmyndakort í mæli- kvarða 1:1000-1:2000 og fyrir útsetningar vegarins), að ná- kvæmni hans sé innan við 5 cm/km, verður að krefjast þess að nákvæmnin yfir 50 km vega- lengd (fjarlægðin milli Reykja- víkur og Selfoss) sé um 35 cm eða 1:150.000. Fjarri er að ís- lenzka landskerfið sé svo ná- kvæmt. 2.3. Sannprófun hæðanets, ef til er. 2.4. Þétting hæðarnets. 2.5. Merking modelpunkta og mynd- flug. Fyrir kort í 1:2000 er flogið í ca. 1700 m hæð yfir landinu og með RC-5 myndavél þeirri, er Landmælingar Islands nota, brennivídd 11,5 cm, náum við þá myndum af ca. 2000 m breiðri ræmu. 2.6. Kortagerð eftir loftmyndum. Kort eru gerð í mælikvarða 1:1000 eða 1:2000 eftir loftmynd- um. Væntanleg óvissa í planlegu í mælikv. 1:2000 yrði um 0,5 m en í hæð 0,4 m. Á grundvelli þessara korta getur nú byggingaverkfræðingurinn ákveð- io veglínuna nánar. Frekari rannsóknir til ákvörðun- ar í endanlegri veglinu eru: 1. Jarðvegsboranir og kannanir í vegstæðinu. 2. Þversniðsmælingar til áætlana á magntölum. Þversnið þessi getum við annað- hvort teiknað eins og hér hefur verið gert eftir hæðarlínukortum í mælikv. 2000 og ákvarðað magntölurnar myndrænt eða við getum unnið snið- in tölulega í kortateiknunarvélinni Autograf A-7, og reiknað úr þeim í tölvu. Stærsti kosturinn við síð- ari aðferðina er sá, að byggingar- verkfræðingurinn getur teiknað inn fleiri en eina veglínu og fari val veg- linunnar eftir hagkvæmustu massa- jöfnun, er auðvelt að reikna út magn- tölur fyrir margar veglínur og bera þær saman án þess að sprengja tíma- eða kostnaðarramma, sem okkur eru settir. Hér er lokið undirbúningsmæling- um við hönnun vegarins, þær mæl- ingar sem á eftir fylgja eru mæl- ingar við lagningu vegarins. 1. Þétta þarf marghyrningsnetið, sem notað var við kortagerðina, niður i 150 - 250 m hliðarlengd svo að nota megi það til útsetn- ingar í plani og hæð. Hæðarkerfi: Ef við gerum kröfu til að d (mis- munur í fram og aftur mælingu milli 2ja fastmerkja, S = 200 m) sé < 3 mm, verður heildarskekkj- an ± 4 mm/ km. Þessi níikvæmni samsvarar venjulegri nákvæmni í fallmælingu við mannvirkjagerö. 2. Meginlínur og -punktar vegarins eru sett út frá útsetningarpunkt- unum. Frekari mælingar eru: 3. títsetningar fyrir daglegum fram- kvæmdum i jarðvinnu, settir eru mælingapunktar á 25 m bili eða þéttar. 4. Mælingar til þess að fylgjast með gangi verksins. 1 núverandi vega- framkvæmdum, þar sem verkin hafa verið boðin út, fer mánað- arlegt uppgjör fram skv. þver- sniðum, sem teiknuð eru og síðan reiknuð út myndrænt.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.