Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 38

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1971, Blaðsíða 38
80 TlMARIT VFl 1971 Tafla 7 sýnir niðurstöðutölur þess- arar endurskoðunar 2. og 3. gráðu netsins. Fyrst voru niðurstöðutölur mælinganna 1954-’55 teknar og hnit punktanna reiknuð að nýju með jöfnunarforskrift Gunnars Þorbergs- sonar. Færslur þær, sem punktamir feng-u, eru sýndar í dálkum a og c. Færslumar eru óverulegar, þessi út- jöfnunaraðferð gefur sömu niður- stöðu og fyrri útreikningar. Dálkar b og d í töflu 7 (tölur í svignm) sýna færsluna, sem punktarair fengu viö endurmælingu 1970. Síðustu fjór- ir punktamir sýna meðalskekkju hnita einstakra punkta, tölurnar í sviga eru frá 1970. Varðandi þarfir og óskir Vegagerð- ar ríkisins um þríhyrninga- og marghymingamælingar næstu ára svo og nákvæmniskröfur er bezt að vitna í skýrslur þeirra, en þar segir orðrétt: „Kröfur um nákvæmni em almennt þær, að punktar séu staðsettir með þeirri nákvæmni, að þeir geti borið loftmyndakort í mælikvarða allt að 1:500 og að nákvæmni þeirra poly- gonpunkta, sem lagðir em meðfram veglínum, samsvari kröfum um ná- kvæmni í staðsetningu mannvirkja. Þarfir og óskir eru að sjálfsögðu þær helztar, að landsnetið sé það ná- kvæmt og gott, að hægt sé að nota það sem grundvallamet fyrir þær mælingar, sem nauðsynlegar em til staðsetningar á þeim vegamannvirkj- um, sem ráðizt verður í næstu árin. Er þar væntanlega einkum um að ræða hraðbrautirnar frá Reykjavík suður og vestur um land auk aðal- þjóðveganna í kringum hina stærri kaupstaði og önnur þéttbýl svæði á landinu. Einnig virðist brýn nauðsyn að tengja kort bæja og þorpa í lands- kerfið, því miklar tafir og mikill kostnaður hlýzt af því að skipta sí- fellt um kerfi." 2.4 Sjómælingar Islands annast kortagerð sjávarins umhverfis landið svo og hafnir og siglingaleiðir. Eins og fram kemur I skýrslu frá þeirri stofnun er það mjög umfangsmikil og þýðingarmikil starfsemi, sem þeir hafa með höndum. Sú kortagerð, sem framkvæmd er á þeirra vegum er byggð á Mercator- vörpun ög er það eðlilegt þar sem kort þessi eru einnig notuð sem sigl- ingakort. Kortvörpun þessi byggist á skurð-hólk, sem sker á 65° breiddarbaug. Nú er sá ókosturinn við þessa vörpun, að hnitkerfi henn- ar er allt annað en keiluvörpunar- innar, sem landskerfið byggist á. Þess vegna verður að umreikna keiluhnitin. Það virðist því í fljótu bragði vera æskilegur grundvöllur fyrir því að taka upp UTM-vörpun- ina einnig fyrir Sjómælingar Islands, en það mundi auðvelda alla útreikn- inga og þá sérstaklega yfir stór haf- svæði. 2.5 Landmælingar Islands nota að sjálfsögðu sitt eigið kerfi til sinna þarfa. Mælingar þeirra fram til þessa hafa fyrst og fremst snúizt um ákvörðun fastmerkja fyrir staðfræði- leg kort og modelpunkta fyrir loftmyndir. Langmestur hluti þeirra korta sem síðan er teiknaður, er í það litlum mælikvarða, að nákvæmni þessara punkta skiptir þar engu máli. Þetta leiðir aftur til þess, að lítið er vandað til við val og mælingar þessara punkta og svokallaðar grannreglur mælingafræðinnar iðu- lega þverbrotnar. Þessir punktar eru síðan flokkaðir sem 3. og 4. gráðu punktar en það eru einmitt þær gráður netsins sem framkvæmdaað- ilarnir ganga eða ættu réttara sagt að ganga útfrá. Hér er rétt að benda á mælingapunkta landskerfisins í Hvalfirði og kringum Borgarnes og á Mýrum. Merkingar landskerfispunktanna eru yfirleitt á þann veg, að vörður em hlaðnar úr grjóti yfir sjálfum punktinum. Þetta er í sjálfu sér ágæt aðferð til að varðveita punktinn sjálfan en sá er gallinn á gjöf Njarð- ar að bæði eru þessar vörður iðu- lega illa gerðar þ.e. hlaðnar hjá- miðja og í öðru lagi þá virðast fjalla- farar telja það algjörlega skyldu við sig og umhverfið að útbía alla hóla og hæðir, að ekki sé talað um stærri fjöll, með vörðuhleðslum. Þannig hafa mörg dagsverk mælinga- manna verið eyðilögð. Hins vegar ætti alls ekki að miða á vörður nema til grófrar viðmiðunar. Tafla 7. Færsla mælipunkta og meðalskekkjur við endurreikninga mælinga frá 1954—’50 og endurmælinga 1970 (svigatölur). 2. gráðu punktar. Meðallengd hliða 40 km. Stöð Færsla frá upphaflegum hnitum y x MeOalskekkjur hnita y x Esja, nr. 94 0.12 (0.05) 0.06 (0.53) 0.19 (0.10) 0.18 (0.08) Akrafjall, nr. 96 0.06 (-0.33) -0.03 (-0.02) 0.26 (0.10) 0.31 (0.11) Skarðsheiði, nr. 97 0.02 (-0.49) -0.11 (-0.82) 0.20 (0.09) 0.33 (0.11) Grímsstaðamúli, nr. 101 -0.07 (0.34) 0.09 (-0.14) 0.38 (0.18) 0.21 (0.10) Dálkur a b c d e f g h 3. gráðu punktar. Meðallengd hliða 17 km. Stöð Færsla frá upphaflegum hnitum y x Meðalskekkjur hnita y í Miðfellsmúli, nr. 3254 0.08 (-0.36) -0.21 (-0.96) 0.33 (0.06) 0.20 (0.03) Eyrarfjall, nr. 3261 0.42 (-0.11) -0.29 (-0.80) 0.32 (0.04) 0.40 (0.06) Reynivallaháls, nr. 3262 0.40 (-0.11) 0.02 (-0.77) 0.28 (0.04) 0.29 (0.05) Þúfufjall, nr. 3265 0.24 (-0.38) 0.29 (-0.54) 0.25 (0.04) 0.35 (0.06) Dálkur a b c d e f g h
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.